Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 17
Sjónarmið
19
„Einn réttur handhafi sannleikans“
Í grein Eiríks eru atriði sem ég tel rétt að
staldra við. Í fyrsta lagi er það hárrétt að
menn hafa á kjarasamningnum misjafnar
skoðanir og þess vegna er hvorki til rétt
skoðun né röng. Hins vegar eru til réttar og
rangar túlkanir og þar er aðeins einn réttur
handhafi sannleikans, nefnilega þeir sem
gerðu samninginn. Þess vegna var sameig-
inleg túlkun samninganefnda Félags grunn-
skólakennara og launanefndar sveitarfélaga
(LN) rétthærri en túlkun einstaka kennara
og skólastjóra. Fréttabréf FG var eins og
margoft hefur komið fram yfirlesið af
samninganefnd LN og samþykkt af for-
manni hennar, Birgi Birni Sigurjónssyni,
enda notaði fulltrúi í samninganefnd LN
það til dæmis til kynningar í Fræðsluráði
Reykjavíkur. Forysta FG var réttur handhafi
sannleikans þegar kom að því að
túlka kjarasamninginn við kynn-
ingu fyrir atkvæðagreiðsluna.
Lágmarksundirbúningstími
Í öðru lagi segir Eiríkur að
næsta vetur eigi grunnskólakenn-
arar að hugsa á þennan hátt: „Ég
á að vinna fleiri daga en í staðinn
á ég að eyða minni tíma í að und-
irbúa kennslustundir.“ Viðbótar-
dagarnir tíu verða til við tilfærslu
úr vikulegum vinnutíma kennara
sem var samkvæmt gamla kjara-
samningnum 45,77 klukkustundir
á viku en verður 42,86 í þeim
nýja. Það er líka rétt að tími til
undirbúnings fyrir hverja
kennslustund var lengri í gamla
samningnum en þeim nýja, eða
28 mínútur í stað 20 mínútna.
Hins vegar vantar inn í þetta að í gamla
samningnum voru 28 mínútur hámarks-
jafnt sem lágmarkstími. Í nýja samningnum
eru 20 mínútur lágmarksundirbúningur
fyrir hverja 40 mínútna kennslustund og
skólastjóri metur í samráði við hvern kenn-
ara hvort þörf er fyrir rýmri undirbúnings-
tíma. Þetta atriði er mjög einkennandi fyrir
þá nýju hugsun sem kemur fram í kjara-
samningnum; vald til að meta og ákveða
fyrirkomulag á vinnutíma hvers kennara er
að stórum hluta fært yfir til skólanna.
Þannig er gert ráð fyrir því að skólastjóri og
kennari komist að samkomulagi um út-
færslu vinnunnar. Sem dæmi má taka hve
mikinn viðbótarundirbúningstíma kennari
þarf með tilliti til þeirra námsgreina og ald-
urshópa sem hann á að kenna. Kennir hann
nýtt námsefni? Er námsefni ef til vill af
skornum skammti í greininni? Kennir hann
aldurshópum sem hann hefur ekki kennt
lengi? Eru viðfangsefnin mörg og ólík?
Þarf hann að fara yfir margar ritgerðir og
mikla heimavinnu? Öll þessi atriði kalla á
meira en 20 mínútna lágmarksundirbún-
ingstíma og þann tíma skal taka af 9,14
klukkustundum sem samkvæmt kjarasamn-
ingnum eru önnur störf kennara undir
verkstjórn skólastjóra. Umsjónarkennara-
starf er metið sérstaklega við launaflokka-
röðun en ekki tíminn sem fer í umsjónar-
starfið. Hann þarf að skilgreina sérstaklega
og taka af 9,14 klukkustundunum. Hvað
gerist þegar þessar 9,14 klst. nægja ekki,
eins og t.d. hjá sérkennurum? Þá er tvennt
til ráða, annað hvort að lækka kennslu-
skyldu eða greiða fyrir með yfirvinnu.
Fáum við betri grunnskóla með þess-
um kjarasamningi?
Niðurstaða Eiríks er að þetta sé „einfald-
lega lélegur samningur sem ekki muni leiða
til þeirra breytinga á skólastarfi sem höf-
undar hans hafa talið vísar.“ Höfundar
samningsins stefna með honum að betra og
árangursríkara skólastarfi. Markmiðið er að
gera grunnskólann samkeppnisfæran og
kennarastarfið eftirsóknarvert. Kjarasamn-
ingurinn tryggir þau markmið ekki einn og
sér. Hann getur hins vegar bætt skólastarf-
ið. Allt veltur á þeim sem starfa eiga eftir
honum. Samningurinn stýrir ekki fjármagni
til skóla með alls kyns kvótum eins og sá
eldri og þess vegna eiga sveitarfé-
lög erfitt með að meta kostnað-
inn við hann.
Eins og margoft hefur komið
fram var vinna við þessa kjara-
samninga afar frábrugðin því sem
við kennarar þekkjum. Samnings-
aðilum tókst að yfirvinna þá tor-
tryggni sem gjarnan hefur ein-
kennt kjaraviðræður kennara og
viðsemjenda þeirra. Við tömdum
okkur vinnubrögð sem við þurf-
um að koma til skila út í skólana
til að koma í veg fyrir úlfúð og
misklíð sem margir virðast óttast
að sé fylgifiskur aukins sjálfstæðis
skóla og meira valds skólastjóra.
Ég vona að kennarar og skóla-
stjórar sjái möguleikana sem
felast í þessum kjarasamningi og
að við leggjumst á eitt við að gera
grunnskólann samkeppnisfæran og kenn-
arastarfið eftirsóknarvert.
Höfundur er formaður FG.
Ég vil byrja á að þakka Eiríki Brynj-
ólfssyni fyrir pistilinn og ritstjórn
Skólavörðunnar fyrir að gefa mér
tækifæri til að bregðast við honum.
Kjarasamningurinn er umdeildur en
hefur verið samþykktur af meirihluta
félagsmanna. Það segir þó ekki alla
söguna því að mikið veltur á fram-
kvæmdinni, einkum í ljósi þess hve
mikið vald er flutt yfir til kennara og
skólastjóra í skólum. Þess vegna er
mikilvægt að halda umræðu um
hann lifandi.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir:
Lifandi umræða mikilvæg
Ég vona að kennarar og
skólastjórar sjái
möguleikana sem felast
í þessum kjarasamningi
og að við leggjumst á
eitt við að gera grunn-
skólann samkeppnis-
færan og kennarastarfið
eftirsóknarvert.
„Menn hafa misjafnar skoðanir á kjarasamn-
ingnum og þess vegna er hvorki til rétt skoðun
né röng. Hins vegar eru til réttar og rangar
túlkanir,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir.