Skólavarðan


Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.03.2001, Blaðsíða 9
Undankeppni fer fram innan hvers skóla. Hún hefst á degi íslenskrar tungu og lýkur með hátíð innan skólanna í febrúarlok. Þeir nemendur sem lásu til sigurs innan síns skóla keppa við þá bestu í sínu byggðarlagi eða skólaumdæmi. Stóra upplestrarkeppnin er í senn hátíð og keppni. Lokahátíð henn- ar veitir gestum tækifæri til að hlýða á vandaðan upplestur barna sem eru á „há- punkti æsku sinnar og munu aldrei aftur lesa eins og nú“ svo vitnað sé til orða Bald- urs Sigurðssonar, lektors við KHÍ, þegar hann veitti sigurvegurum í Hafnarfirði og af Álftanesi verðlaun 13. mars síðastliðinn. Lokahátíðin í Hafnarfirði var með sér- lega glæsilegu sniði því að hún var jafn- framt fimm ára afmælishátíð upplestrar- keppninnar. Skipulag hátíðarinnar var til fyrirmyndar sem og umgjörð öll. Hún var haldin í fallegum sýningarsal Hafnarborgar og gestir gengu í salinn undir dillandi tón- um lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Ingibjörg Einarsdóttir, rekstrar- stjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, stjórn- aði keppninni með glæsibrag og meðal gesta var margt fyrirmenna, svo sem bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, menntamálaráðherra og frú og síðast en ekki síst forseti Íslands en hann veitti lesurum viðurkenningu. Þeir fengu allir bókina Þjóðsögur við sjó í viður- kenningarskyni. Í Hafnarfirði lásu fjórtán keppendur, tveir úr hverjum grunnskóla í umdæmi Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Fyrst lásu börnin þrjú þýdd ævintýri og skemmtu áheyrendur sér hið besta undir lestrinum. Eftir stutt hlé þar sem gestum var boðið upp á veitingar lásu keppendur ljóð, fyrst eftir Tómas Guðmundsson en svo ljóð sem þau höfðu sjálf valið sér. Öll lásu börnin sérlega fallega og höfðu prúðmannlega framkomu. Eigi að síður varð að velja þau þrjú sem lásu best og var hlutverk dóm- nefndar vandasamt og erfitt. Sigurvegarar í upplestrarkeppninni voru Einar Sverrir Tryggvason frá Álftanesskóla, Sunna Dóra Sigurjónsdóttir frá Víðistaðaskóla og Irma Hrönn Martinsdóttir frá Setbergsskóla. Þau og skólarnir þeirra fengu viðurkenn- ingarskjöl og einnig veitti Sparisjóður Hafnarfjarðar peningaverðlaun. Árið 2001 er evrópskt tungumálaár og af því tilefni var óvæntur glaðningur á lokahá- tíðinni í Hafnarfirði. Tvö börn úr 7. bekk Hvaleyrarskóla, bæði nýbúar, fluttu ljóð á sínu tungumáli. Drengur frá Kosovo las ljóð á albönsku og telpa frá Póllandi ljóð á pólsku. Ingibjörg Einarsdóttir bað gesti að hugsa til þess undir lestri barnanna hvernig væri fyrir börn innflytjenda að setjast í ís- lenska skóla þar sem þau skildu ekki orð. Lestur þessara tveggja barna var í hugum margra hápunktur hátíðarinnar. Lokahátíðir stóru upplestrarkeppninnar standa til 30. mars. Hér er eindregið mælt með því við áhugasama kennara að mæta á hátíðina í sínu skólaumdæmi. Tímasetning- ar og nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu keppninnar. Slóðin er: http://www.ismennt.is/vefir/ upplestur/heild.htm Sigurrós Erlingsdóttir Skóla l í f í land inu 11Lokahátíðir stóru upplestrarkeppninnar „Að lesa og skrifa list er góð...“ Marsmánuður er tími lokahátíða stóru upplestrarkeppninnar. Þessi keppni er haldin meðal grunnskóla- nemenda í 7. bekk og í ár tóku um 4000 nemendur þátt í henni. Dagana 9.-10. mars var haldin í Borgarholtsskóla ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi á vegum menntamálaráðuneytisins. Um 900 manns skráðu sig á ráð- stefnuna og á annað hundrað manns flutti erindi og kynningar. Efni ráðstefnunnar var skipt niður á mál- stofur. Ein þeirra var tileinkuð nýjum kennsluaðferðum í háskólum, önnur notkun tölva í leik- og grunnskólum og í einni voru kynningar á tæknilausnum svo eitthvað sé nefnt. Í málstofu sem var til- einkuð fartölvuvæðingu framhaldsskóla voru sagðar reynslusögur af gangi þeirra mála, m.a. kynntu kennarar við Fjöl- brautaskólann við Ármúla kennslu í áföngum þar sem nemendur hafa fartölv- ur. Fyrst lýstu Kristinn Kristjánsson og Ei- ríkur Páll Eiríksson íslenskukennarar hvernig þeir hafa nýtt sér netið við kennslu sína. Því næst sagði Jóna Guð- mundsdóttir stærðfræðikennari frá reynslu sinni af kennslu nemenda með tölvur. Hún sagði að mjög hefði reynt á þolinmæði kennara í fyrstu á meðan nemendur voru að kynnast nýju tölvun- um/leikföngunum sínum. Þetta hefði breyst smám saman og allt annað væri að vinna með nemendum nú á vorönn. Steinunn Hafstað kynnti fartölvuvæddan dönskuáfanga og sagði meðal annars frá því hvernig nemendur hennar hefðu nýtt sér danskan vef og spjallrás til að þjálfa og auka orðaforða sinn. Fyrir kennara sem kenna í gamaldags stofnunum þar sem nemendur mæta með töskur, bækur og ritföng var áhugavert að hlusta á reynslusögur og lýsingar þessara og fleiri nútímalegra kennara! Margt fleira spennandi var á ráðstefn- unni og fögnuðu margir því að fá að heyra frá ólíkum skólastigum og kynnast þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru fyrir hendi. Þeim sem hafa áhuga á að heyra meira af ráðstefnunni er bent á vef Menntar: http://www.mennt.is Í fyrstu reyndi á þolinmæðina Keppendur og erlendir ljóðalesarar frá Hvaleyrarskóla ásamt forseta Íslands, menntamálaráðherra og bæjarstjóranum í Hafnarfirði.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.