Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason Ritstjórn: Auður Árný Stefánsdóttir, Ása H. Ragnarsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristinsn@islandia.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumynd: lngi, Penta ehf. Að læra sér til lífs Í vinnuumhverfi nútímans er lögð vaxandi áhersla á símenntun. Til þess að vera gjaldgengir á vinnumarkaði, halda í starf sitt og fá annað betra, þurfa menn að vera vakandi og fylgjast með, sífellt reiðubúnir að kynna sér nýja hluti. Menntun allt lífið eru einkennis- orð hreyfanlegs hagkerfis. Bandaríkjamenn eru farnir að beita orðatiltækinu earning a living á nýjan hátt í þessu samhengi og segja nú learning a living. Ef til vill mætti snúa þessu upp á íslensku, að í stað þess að fólk afli sér viðurværis læri það sér til lífs. Að sögn Ted Sanders, varaformanns í bandarísku ráði sem fjallar um mennta- stefnu og -rannsóknir, verður menntasamfélagið að tileinka sér nýjar aðferðir, eins konar nám á réttum tíma (just-in-time learning). „Námstilboð þarf að hanna og útdeila nákvæmlega þegar einstakl- ingur þarf á þeim að halda, hvort sem hann er ungt barn í grunn- skóla eða fullorðinn á vinnustað,“ segir Sanders. Í þessu tölublaði Skólavörðunnar er púlsinn tekinn á möguleikum kennara og skóla- stjórnenda hérlendis á framhalds- og endurmenntun, en þar er margt í deiglunni. Að baki breyttum áherslum í menntun liggja margslungnar sam- félagsbreytingar. Tímarnir breytast ört og þekking gærdagsins dugar ekki á morgun, jafnvel ekki í dag. Sumir bera kvíðboga fyrir framtíð- inni, finnst tíminn vera að fara fram úr sjálfum sér og breytingar ger- ast allt of ört. Aðrir fagna og segja óvissu og óreiðu í takt við náttúr- leg og félagsleg ferli og alls ekkert til að óttast. Eins og Benoit Mandelbrot sannaði á áttunda áratugnum eru alls staðar mynstur, og smæsta mynstrið er nánast endurtekning á mynstri hlutar í heild. Endurmenntun þarf að taka mið af breyttum tímum og haldast í hendur við síbreytilegar kröfur um þekkingu og stöðuga aðlögun manns og umhverfis hvort að öðru. Nútímafræðingurinn Douglas Rushkoff fjallar um þetta í bók sinni Children of Chaos og segir meðal annars: „Við erum eins og hverjir aðrir innflytjendur í ókunnu landi og verðum að sækja vitneskju um hvernig við eigum að hegða okkur og hugsa til barnanna okkar. Þau eru fædd inn í óreiðuna, hafa þegar lagað sig að henni og kunna að sjá mynstrin í þessu breytta landslagi.“ Að gefnu tilefni Að gefnu tilefni skal tekið fram að þegar greinar berast Skólavörð- unni sem kalla á svör verður þeirra leitað. Greinin verður borin efn- islega undir þann sem er beðinn um að svara og þau síðan birt í sama tölublaði. Þetta er ein þeirra leiða sem Skólavarðan fer til að sinna hlutverki sínu sem vettvangur lifandi umræðu. Blaðið biður Eirík Brynjólfsson, greinarhöfund í síðasta tölublaði, afsökunar á að gera honum þetta ekki ljóst og leyfa yfirlestur að honum forspurðum. Mistök eru til að læra af þeim og í gagnrýni Eiríks felst einmitt það aðhald sem Skólavarðan sækist eftir og þarf á að halda. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Vanlíðan og vinnuumhverfi 8 Hvernig líður íslenskum kennurum í starfi? Helgi E. Helgason ræðir við Maríu Pálmadóttur og Sigurð Lyngdal, en þau kynntu sér nýverið ráðgjafarþjónustu danska kennarasam- bandsins fyrir kennara sem líður illa í starfi. Margt líkt en annað ólíkt 12 Samningar grunnskólakennara og framhaldsskólakennara eru líkir um margt. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elna Katrín Jóns- dóttir spjalla vítt og breitt um kjör kennara. Árangur farinn að koma í ljós 14 Ný reglugerð um skólareglur og aga leit dagsins ljós í fyrra. Kristín Elfa Guðnadóttir ræðir við Sigfús Grétarsson skóla- stjóra Valhúsaskóla um nýjar skólareglur þar á bæ. Breytingar á framboði, formi og innihaldi 17 Endurmenntun og framhaldsmenntun kennara er í mikilli gerjun um þessar mundir. Hafdís Ingvarsdóttir, Andrés Guð- mundsson og Ingvar Sigurgeirsson eru þar í fremstu víglínu. Listnám á tveimur skólastigum 22 Draumur um listaháskóla er orðinn að veruleika en hvað á að kenna á listnámsbrautum í framhaldsskóla? Ingiberg Magnús- son segir Helga E. Helgasyni frá umræðu um samstillingu tveggja skólastiga. Fastir liðir Formannspistill 3 Sigrún Grendal skrifar. Umræðan 5 Samspil, gildi þess og möguleikar á framkvæmd. Atli Guðlaugsson og Brynhildur Ásgeirsdóttir fjalla um samspil, sem vegur þyngra í nýrri aðalnámskrá en áður. Skóladagar 7 Myndasaga Skólavörðunnar. Fréttir og smáefni 7, 16 Vettvangsferðir og safnaheimsóknir (7), Fjármögnun sér- kennslu (7), Danir hlynntir einkaskólum (16). Gestaskrif 16 Guðrún Ragnarsdóttir formaður Gæðastjórnunarfélags Ís- lands og forstöðumaður gæðastjórnunar hjá Íslandsbanka - FBA fær sér kaffi með okkur að þessu sinni. Námsgögn 21 Að lesa tónlist með eyrunum, grein um nýtt námsefni eftir Þóri Þórisson. Heimsóknin 26 „Það er okkur að kenna ef nemanda gengur ekki nógu vel í skólanum.“ Hvaleyrarskóli er fjölmenningarlegur skóli og mikil áhersla lögð á gott innra starf. Steinunn Þorsteinsdóttir tekur hús á Helgu Friðfinnsdóttur skólastjóra. Smáauglýsingar og tilkynningar 28 Kjaramál 29 Hannes Þorsteinsson skrifar um 9,14 tímana. Vefanesti 29 Smiðshöggið 30 Birgir Edwald skrifar um ábyrgð stjórnenda í skólaþróun.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.