Skólavarðan - 01.04.2001, Qupperneq 24

Skólavarðan - 01.04.2001, Qupperneq 24
Margir hafa dregið upp mynd af því hvernig skólar gætu orðið innan fárra ára. Kennarar hafa velt vöngum yfir mismun- andi framtíðarsýn og sett í samhengi við aðrar breytingar sem þeir vilja að verði innan skólanna. Innan grunnskólans hefur verið rætt að e.t.v. væri hægt að leysa upp bekkjarkerfið og flytja áhersluna af kennslu yfir á nám með auk- inni ábyrgð nemenda á eigin starfi. Í framhaldsskólanum er unnið að því að nemendum verði gert kleift að stunda nám við marga skóla að hætti dreifmennt- unar. Þessi umræða er mikilvæg og nauðsynlegt að henni sé hald- ið áfram hvar sem vettvangur finnst. Ekki er síður mikilvægt að ræða í okkar hópi hvernig við teljum heppilegast að standa að sjálfu þró- unarstarfinu. Mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir því að það að taka upp nýja starfshætti í skólum er ekki aðeins breytingastarf heldur einnig þróunarstarf. Við vitum ekki í upphafi hvert ferðinni er heitið, það ætlum við að finna út á leiðinni. Auðvitað höfum við skoðanir og væntingar og setjum okkur tiltekin markmið, en við verðum að vera tilbúin að bregðast við nýj- um aðstæðum og nýta nýja möguleika hvenær sem við komum auga á þá. Á að vera fastur þáttur í starfinu Hlutverk stjórnandans er að sjá þörfina fyrir breytingu og vekja athygli á henni. Ef stjórnandi vill veita faglega forystu í stofn- un sinni verður hann að fylgjast með því sem gerist úti við sjóndeildarhringinn. Á hans ábyrgð er að tryggja að straumar og stefnur berist inn í skólann. Hann þarf að finna leiðir til að vekja athygli og áhuga kennara á því þróunarstarfi sem hann kýs að leggja út í. Ég tel að þróunarstarf þurfi að vera fastur þáttur í starfi hvers skóla. Mikilvægt er að stjórnendur geri sér grein fyrir því að þró- unarstarf er veigamikill þáttur sem þarf að gefa gaum að og stjórna. Það á við um þennan þátt í skólastarfinu eins og marga aðra að hann hvílir á fagmennsku og sköp- unarmætti kennara. Því þarf að gæta þess að stjórnun þróunarstarfs sé með þeim hætti að starf kennaranna sé eins lifandi og skapandi og hægt er. Engu að síður er mik- ilvægt að stjórnendur axli þá ábyrgð sem felst í að leiða skólastarf og tryggja þróun- arstarfi þá umgjörð sem það þarf til að dafna. Það er stjórnandans að tryggja að gerðar séu áætlanir um uppbyggingu og viðhald tækjabúnaðar og aðstöðu og einnig áætlanir um endurmenntun og tilrauna- starf. Áætlanir þurfa að ná til langs tíma, eins til þriggja ára, og þeim þarf að fylgja eftir með reglulegu innra mati eða framgangsmati sem leiðir í ljós hvernig miðar. Stíga skrefi lengra Að mínu mati er ekki nóg að stjórnandi sé jákvæður gagnvart því starfi sem kennarar hans vilja hugsanlega vinna, - hann þarf að stíga skrefi lengra, taka virkan þátt og axla faglega ábyrgð á starfinu. Kennarar þurfa að finna að þeir vinni tilraunastarf sitt í skjóli stofnunarinnar og stjórnenda hennar og ef álitamál koma upp er það stjórnanda að vera ábyrgur fyrir starfinu. Stjórnandinn skal skapa aðstæður til um- ræðna svo að kennarar geti þroskað sameig- inlega framtíðarsýn. Mjög víðtækt er hvað felst í slíku. Vera má að fá þurfi fyrirlesara til að kynna nýjar hugmyndir. E.t.v. þarf að halda námskeið í skólanum. E.t.v. þarf að fá einhverja kennara til að segja frá störfum sínum á kennarafundum. Kannski þarf að útdeila lesefni eða kaupa handbækur eða búnað. Hvað sem það er tel ég að það sé á ábyrgð stjórnandans að sjá til þess að grundvöllur sé fyrir skapandi umræðu í skólanum. Skylda kennarans er síðan að hafa fram- tíðarsýn og auka við þekkingu sína. Hann þarf að taka þátt í umræðum og leggja til umræðunnar. Kennarinn er skap- andi. Hjá honum á gróskan sér stað. Hjá honum vaknar krafan um endurmenntun, námskeiðahald og tíma til undirbúnings. Mín reynsla er sú að ef stjórnandi skapar kennurum frjótt starfsumhverfi þar sem rúm er fyrir skapandi umræðu er víst að kennarinn, fagmaður á sínu sviði, bregst við og athugar kennslu sína og þróar starf sitt. Á sama hátt og kennari virkjar nemendur sína til skapandi starfa ætti stjórnandi að virkja kennara sína til faglegrar ígrundunar og sífelldrar endurskoðunar á hlutverki sínu og starfsháttum. Birgir Edwald Höfundur er aðstoðarskólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hann er kvæntur og fjögurra barna faðir. Smiðshöggið 30 Þróunarstarf í grunnskóla - ábyrgð stjórnenda Undanfarin misseri hefur víða farið fram fjörug og skemmtileg umræða um hvernig við sem störfum í skólum sjáum fyrir okkur framtíðina. Hvernig íslenskir skólar þurfa að breyta starfs- háttum sínum til að uppfylla þá skyldu að búa nemendur eins vel og kostur er undir ókomna tíð. Flestum er ljóst að tilkoma upplýsingatækni og þeir möguleikar sem hún opnar í meðferð upplýsinga og þekkingar hefur veruleg áhrif á starfshætti á flestum sviðum þjóðlífs og þá einnig í menntakerfinu. Mikilvægt er að stjórn- endur geri sér grein fyrir því að þróunarstarf er veigamikill þáttur sem þarf að gefa gaum að og stjórna. Það á við um þennan þátt í skólastarf- inu eins og marga aðra að hann hvílir á fag- mennsku og sköpunar- mætti kennara.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.