Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 7
lausn þeirra. Hann var eini starfsmaðurinn fyrst í stað en nú eru þeir fjórir. Verkefnið takmarkaðist í upphafi við þrjú svæði og fólst þá aðallega í víðtækri upplýsingasöfnun þar sem reynt var að ákveða hve umfangs- mikil ráðgjafarþjónustan þyrfti að vera og hvernig aðstoð við kennara yrði best háttað. Eftir þriggja ára undirbúningsvinnu var sjálfri ráðgjafarþjónustunni hrundið af stað.“ María: „Þetta frumkvæði danska kenn- arasambandsins mæltist almennt vel fyrir í þjóðfélaginu og vakti mikla athygli. Nú hafa fleiri kennarasamtök á grunn- og framhalds- skólastigi bæst í hópinn og ráðgjafarþjón- ustan spannar allt landið. Í ljós hefur komið að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu, en nú hafa um 900 kennarar samband á ári hverju og leita sér aðstoðar, oft vegna alvarlegra vandamála. Það eru þó ekki nema á að giska 3% kennarastéttarinnar.“ Sigurður: „Þetta gengur þannig fyrir sig að kennari sem líður illa í starfi hefur sam- band við ráðgjafarþjónustuna og á allt að fimm viðtöl í síma við félagsráðgjafa hennar í hálfa til eina klukkustund í senn. Ef hann er talinn þurfa frekari hjálp er honum gef- inn kostur á að fara í viðtal hjá sálfræðingi í allt að fimm skipti sér að kostnaðarlausu.“ Eigin virkni lykillinn að árangri Mikilvægt er að kennarinn geri sér grein fyrir því hvers vegna honum líður illa og ætlast er til að hann taki sjálfur virkan þátt í sjúkdómsgreiningunni. María: „Segja má að viðtölin við starfs- menn ráðgjafarþjónustunnar séu nokkurs konar forvinna, þar sem reynt er að greina vanda viðkomandi starfsmanns. Að loknum þeim samtölum er um 80% vísað til sálfræð- ings, en um 20% er eftir atvikum vísað til heimilislæknis eða þá að málin leysast af sjálfu sér án þess að frekari aðstoð komi til.“ Sigurður: „Fólk verður sjálft að hafa frumkvæði. Trúnaðarmaður á vinnustað, skólastjóri eða samkennarar geta ekki haft samband og bent á að tiltekinn starfsmaður eigi við einhver vandamál að stríða. Einstak- lingar verða sjálfir að leita sér aðstoðar.“ María: „Hugsunin er einmitt sú að við- komandi taki virkan þátt í að greina eigin vanda og síðan að leysa hann. Með öðrum orðum er verið að hjálpa fólki til að koma auga á orsakir vandans þannig að það geti sigrast á honum og haldið áfram starfi.“ Einstaklingsbundin vandamál stærsta einstaka orsökin Af hverju líður kennurum illa? Af hverju gengur starfið verr en áður? Hvað er að gerast? Oft er ástæðan einstaklingsbundin og ekki tengd starfinu sem slíku heldur hnökrum í hjónabandi, ástvinamissi, sjúk- dómum o.s.frv. María: „28% þeirra sem leita til ráðgjaf- arþjónustu danska kennarasambandsins eiga við einstaklingsbundin vandamál að stríða. Í flestum öðrum tilvikum eru ástæð- urnar beint eða óbeint tengdar vinnustað og starfsumhverfi. Stundum er erfitt að greina á milli einstaklingsbundinna vanda- mála og þeirra sem eiga rætur að rekja til sjálfs starfsins. Auðvitað eru persónuleg vandamál ekki skilin eftir heima þegar mað- ur fer í vinnu á morgnana og ekki er síður nauðsynlegt að vinna úr þeim en vandamál- um sem tengjast starfinu beint.“ Sigurður: „Kennarastarfið er slítandi og margir sem gera kröfur um að kennari standi sig; nemendur, foreldrar og stjórn- málamenn. Kennarinn er stöðugt undir smásjá. Ekki einungis starfið sem slíkt held- ur einnig persóna kennarans, klæðnaður hans, hárgreiðsla og allt látæði er undir smásjá allan tímann sem hann er að kenna. Hann þarf að standa sig á mörgum víg- stöðvum. Þetta er einmitt svo sérstakt við kennarastarfið. Ekki er hægt að draga sig í hlé ef maður er þreyttur eða illa fyrirkallað- ur. Kennari verður alltaf að vera tilbúinn í þetta nána samstarf.“ María: „Talið er að kennarar með tiltek- in persónueinkenni eigi öðrum fremur á hættu að brenna út. Oft eru þetta einstak- lingar sem koma til starfa með ferskar og há- Vanl íðan og v innuumhverfi 9 Sigurður: Mikilvægt er að gera sér grein fyrir samhenginu milli brotthvarfs úr stéttinni og kulnunar í starfi. Hér komum við að hagsmunum vinnuveitenda. Það er líka þeirra hagur að kennarar þrífist í starfi, annars leita þeir annað. María: Talið er að kennarar með tiltekin persónueinkenni eigi öðrum fremur á hættu að brenna út. Oft eru þetta einstaklingar sem koma til starfa með ferskar og háleitar hugmyndir sem þeir vilja koma í framkvæmd, en missa móðinn þegar slegið er á fingur þeirra og hugmyndum þeirra hafnað.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.