Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 22
Alls sóttu 1033 félagar um orlofshúsnæði í sumar. Af þeim sendu 386, eða 37,4%, inn umsókn á orlofsvefnum sem er mjög gott miðað við að þetta er í fyrsta skipti sem sá möguleiki er í boði. Vinsælustu staðirnir eru Ásabyggð, Hallormsstaður, Kjarnaskógur, Munaðarnes, Aðaldalur, Auðnufell, Stóru-Skógar og Garðshorn við Hæðargarðsvatn. Vinsælasta vikan er 20. til 27. júlí. Um 10% þeirra sem sóttu um nýttu sér aðeins einn kost á umsóknareyðublaðinu sem þýðir mun minni möguleika á út- hlutun. Úthlutun fór fram 21. apríl og allir fengu sent bréf strax að henni lokinni. Seinni úthlutun verður lokið um miðjan maí. Þær vikur sem ekki ganga út verða settar strax á net- ið þar sem gildir að fyrstur fær. Hringið eða sendið tölvupóst. Vakin er athygli á að fréttir eru birtar reglu- lega á orlofsvef KÍ. Valgeir Gestsson, ritari orlofssjóðs Umsóknarfrestur er útrunninn en vikur sem ekki ganga út verða settar á netið Kennarasamband Íslands og Félag íslenskra leikskólakennara standa fyrir skólamálaþingi í september á þessu ári. Þingið verður haldið að Borgartúni 6 í Reykjavík þann 8. september kl. 9.00 til 14.30 og í Mennta- skólanum á Akureyri þann 29. september kl. 9.30 til 14.30. Viðfangsefni þingsins verður fagmennska kennara. Fjall- að verður um hana bæði í tengslum við breytingar á skólastarfi og áhrif einkavæðingar á skólastarf. Á þinginu flytja erindi bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar. Meðal fyrir- lesara verða Andy Hargreaves prófessor við University of Toronto, Páll Skúlason rektor HÍ, Sigurjón Mýrdal dósent við KHÍ, Jóhanna Einarsdóttir dósent við KHÍ og Þórir Þórisson kennari við Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykja- vík. Nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar. Að þinginu standa kennarar, stjórnendur og ráðgjafar í leik- skólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum. Skólamálaþing 2001 Eins og undanfarin ár verður tekið á móti skólahópum í Viðey í apríl og maí en vakin skal athygli á því að síma- númer hefur breyst. Oddný, ráðsmaður í Viðey, tekur á móti skólahópum í vor. Hún tekur á móti pöntunum og veitir upplýsingar í síma 568 0535. Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Árbæj- arsafns - Minjasafns Reykjavíkur. Kennarar athugið breytt símanúmer í Viðey! Námskeiðið verður haldið að Reykholti í Borgarfirði dagana 9. og 10. ágúst, kl. 09:00 til 22:00 fyrri daginn og 09:00 til 17:00 þann síðari. Nánari námskeiðslýsing er á slóð Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, www. simenntun.is Gengið er út frá því að notkun sagna efli sjálfstraust og þjálfi hlustun nemenda og bæti aðgang að reynsluheimi, menningu og tungutaki þess samfélags sem viðkomandi hrærist í. Efling frásagnarlistar í skólum er jafnframt andsvar við hraða nútíma- þjóðfélags og afþreyingu þess (bíómyndum, sjónvarpi, tölvuleikjum o.fl.), minnkandi fortíðarvitund og byggist á hinum sígilda málshætti að maður er manns gaman. Markmið • Að kennarar verði færir um að segja sögur og nota í kennslu, bæði eigin frásagnir og sögur nemenda. • Að hvetja kennara til að flétta sögur og sagnir inn í kennslu sína. • Að kennarar örvi nemendur til að segja sögur, bæði frumsamdar og sem þeir hafa heyrt (bannað er að læra sögur utanbókar, einungis kjarna þeirra og spinna síðan út frá honum). • Að kennarar og nemendur þeirra styrki tengsl við umhverfi sitt, sögu og menningu í nútíð og fortíð með því að segja sögur. Kennarar Kennarar eru David Campbell og Claire Mulholland. Auk þess að vera sjálfur vel þekktur sagnamaður kenndi David Camp- bell ensku í tíu ár og vann í fimmtán ár við fræðslusjónvarp BBC. Hann hefur stjórnað námskeiðum í sagnahefð víða um heim og nýtur hylli fyrir hæfni til að hvetja og næra upprennandi sagnamenn. David rekur fyrirtækið Story Teller Scotland. Claire Mulholland er frá Norður-Írlandi en hefur undanfarin ár verið búsett í Skotlandi. Hún er vinsæll sagnamaður og segir sögur sína á ýmsum vettvangi, allt frá leikskólum til alþjóðlegra hátíða. Hún hefur unnið ötullega í skólum við að hvetja börn og ung- menni til að segja sögur. Claire hefur haft umtalsverð áhrif á endurreisn sagnahefðar sem hluta samfélags í Edinborg og víðar í Skotlandi og er einn af helstu frumkvöðl- um á því sviði. Námskeiðsgjald er 35.000- kr. Með gistingu og fullu fæði: 46.000 kr. EHÍ niðurgreiðir framhaldsskólakennurum hluta námskeiðsgjaldsins. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8 Borgarnesi. S. 437 2390 www.simenntun.is simenntun@simenntun.is Sumarnámskeið fyrir kennara: Notkun sagnahefðar í kennslu er nýtt verkefni evrópska skólanetsins. Aðalviðburðir í tengslum við eSchola standa vikuna 7. - 11. maí en þegar hefur verið opnuð eSchola-síða á http://eschola.eun.org þar sem kennurum og skólum gefst færi á að skrá verkefni sín til verðlauna. Einnig má skrá skóla og einstök verkefni í gagna- grunn til að vekja athygli á þeim. Aðalmarkmið eSchola er að hvetja til sam- vinnu skóla og kennara í Evrópu, einkum á sviði upplýsingatækni. Íslensk eSchola síða er á http://www.fva.is/harpa/enis/- eschola/escholaindex.html og eSchola-tengill á Íslandi er Harpa Hreinsdótt- ir, netfang: harpa@ismennt.is eSchola - Lærum saman Smáauglýs ingar og t i lkynningar 28

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.