Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 8
leitar hugmyndir sem þeir vilja koma í fram- kvæmd, en missa móðinn þegar slegið er á fingur þeirra og hugmyndum þeirra hafnað. Þegar vandamál sem valda vanlíðan í starfi eiga rætur að rekja til vinnustaðarins þarf meðferð ekki aðeins að beinast að viðkom- andi einstaklingi, heldur vinnustaðnum í heild.“ Margir kannast við einkenni kulnunar Kulnun í starfi lýsir sér með ýmsum hætti meðal kennara. Oft eru einkennin eitthvað á þessa leið: • Þeir telja sig vera tilfinningalega magn- þrota og að þeir geti ekki lengur gefið neitt af sjálfum sér í starfinu, séu útbrunnir. • Þeir verða sífellt áhugalausari um starf sitt. • Þeir verða sífellt neikvæðari í garð nemenda. • Sjálfsmat þeirra verður neikvætt, sjálfs- traust í faglegu tilliti og í einkalífi minnkar. • Þeir sýna ýmis merki þunglyndis og eru sjaldan í góðu skapi. María: „Kulnun í starfi er auðvitað þekkt meðal flestra þeirra starfshópa sem vinna mikið með fólki, svo sem heilbrigðisstétt- um, kennurum og yfirleitt öllum sem vinna krefjandi störf og þurfa að gefa mikið af eigin persónu í starf sitt. Ég veit ekki nákvæmlega hve kulnun í starfi er algeng meðal íslenskra kennara en ég hef ekki trú á því að ástandið sé neitt verra hér en annars staðar. En ef maður dregur ályktanir af eig- in tilfinningu og samskiptum við vinnufé- laga og fólk í þessari stétt yfirleitt, er ljóst að margir finna til einkenna sem lýst er sem kulnun í starfi, hvort sem það er tímabund- ið eða til langframa.“ Atvinnurekendur eiga hagsmuna að gæta Yfirvöldum skólamála, foreldrum og samfélaginu í heild er kappsmál að halda í góða kennara og að menntun þeirra og starfsorka nýtist sem best. Það er allra hag- ur að starfsumhverfi sé hvetjandi en ekki letjandi, en til þess þurfa kennarar að hafa tækifæri til að takast á við vandamál eins og streitu og kulnun í starfi. Í þessu sambandi má benda á að í nýjum kjarasamningi grunnskóla er vald sem áður var bundið í miðstýrðum kjarasamningi flutt út í skólana og eiga kennarar nú hver fyrir sig og sam- eiginlega að bera aukna ábyrgð á starfi og þróun skólans. Eitt af því sem hér þarf að huga sérstaklega að er starfsumhverfi og líðan kennara í starfi. Sigurður: „Mikilvægt er að gera sér grein fyrir samhenginu milli brotthvarfs úr stéttinni og kulnunar í starfi. Hér komum við að hagsmunum vinnuveitenda. Það er líka þeirra hagur að kennarar þrífist í starfi, annars leita þeir annað. Oft hverfa kennarar úr starfi fyrirvaralaust, eins og upp úr þurru. Allt í einu er fólk farið og enginn veit af hverju.“ María: „Ég heyrði í gær dæmi af ungri konu sem er kennari. Hún sagði vinkonu sinni að nú væri hún búin að ákveða að leita sér að öðru starfi og nefndi sem ástæðu að starfið væri orðið svo yfirþyrmandi. Það er einmitt þetta sem við þurfum að lækna með því að koma á fót einhvers konar hand- leiðslu innan skólaumhverfisins. Það er löngu tímabært að sjónum sé beint af alvöru að líðan fólksins sem þar starfar.“ Sigurður: „Eftir að hafa kynnst verkefni danska kennarasambandsins og ráðgjafar- þjónustunni sem það hefur komið á fót geri ég mér betur grein fyrir ýmsum vanköntum í eigin starfsumhverfi sem hægt væri að laga. Mér finnst að Kennarasamband Ís- lands ætti að fara að dæmi Danmarks Lærerforening og beita sér, hugsanlega í samvinnu við vinnuveitendur, fyrir svipaðri ráðgjafarþjónustu hér á landi. Þá geta félagsmenn, ef þeim líður illa í starfi sínu, hringt í tiltekið símanúmer og fengið ráðgjöf og aðstoð við að komast út úr vandanum. Það væri stórt spor í rétta átt ef íslenskir kennarar ættu kost á slíkri þjónustu.“ María: „Ég er viss um að átak á borð við það sem danska kennarasambandið hefur ráðist í til þess að bæta starfsumhverfi danskra kennara gæti orðið kennarastétt- inni mikil lyftistöng og bætt ímynd hennar. Því ætti Kennarasamband Íslands að gera þetta að forgangsmáli.“ Sigurður: „Ég lít svo á að í nýjum kjara- samningi grunnskóla opnist möguleiki til að taka á þessum málum hér á landi. Það væri í góðu samræmi við markmið kjara- samningsins um bætt skólastarf.“ Helgi E. Helgason Viðta l 10

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.