Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 19
„Segja má að fulltrúar Listaháskólans hafi allir fjallað um þær kröfur sem einstakar deildir Listaháskólans gera til nemenda sem sækja um nám við skólann og megináhersl- ur í kennslufyrirkomulagi skólans,“ segir Ingiberg. „Skýrt kom fram að hæfniskröfur munu vega þungt. Þ.e.a.s. „það að hafa lok- ið tilskildu aðfararnámi nægir ekki eitt og sér til inngöngu, ef færni og sköpun í verk- um sem fylgja þurfa umsókn eru ekki talin fullnægjandi af inntökunefnd.“ Ingiberg segir að innlegg Harðar Lárus- sonar á fundinum hafi verið sérstaklega mikilvægt því að þar hafi loks komið fram hvernig ráðuneytið hyggst útfæra leiðina til stúdentsprófs af listnámsbraut. „Nú liggur fyrir í hvaða námsgreinum nemendur þurfa að bæta við sig einingum til að ljúka stúd- entsprófi og hvernig þær skiptast á milli skyldugreina og vals. Við erum afskaplega fegin að þetta skuli vera komið á hreint, en það hefur staðið svolítið í okkur hvað við ættum að ráðleggja nemendum sem hyggja á áframhaldandi listnám“. Framhaldsskólinn uppfyllir kröfur Ingiberg telur að þessi fyrsti samráðs- fundur hafi sýnt og sannað mikilvægi þess að samráð sé haft um framkvæmd og inni- hald listnáms á framhaldsskóla- og háskóla- stigi. „Ég er ekki í vafa um að undirbúning- ur undir nám í Listaháskólanum mun í framtíðinni fyrst og fremst hvíla á listnáms- brautum framhaldsskóla. Af þessum ástæð- um er afar mikilvægt að gott samband sé milli skólastiganna og jafnan sé ljóst á hvaða forsendum er unnið. Við viljum að sjálfsögðu að full innistæða sé fyrir því sem við erum að gera og nemendur fái hjá okk- ur þá undirstöðuþekkingu og -færni sem til er ætlast. Ég held að þetta hafi allt smollið vel saman, þ.e.a.s. framhaldsskólinn upp- fylli að flestu leyti nokkuð vel þær kröfur sem listaháskólinn gerir“. Á fundinum kom í ljós að með samráði er hægt að koma í veg fyrir að nám skarist að óþörfu. Áherslur í listasögu virðast vera nánast þær sömu á báðum skólastigum. „Það var niðurstaða okkar sem unnum að námskrá fyrir framhaldsskóla,“ segir Ingi- berg, „að leggja bæri meiri áherslu en áður á nútímann í listasögu, en nú kemur í ljós að Listaháskólinn ætlar einnig að leggja fyrst og fremst áherslu á nútímalistasögu. Hugsan- lega verðum við að breyta eitthvað áherslum í þessu efni því að þarna eru bæði skólastigin greinilega að heyja á sama túninu. Eldri listasaga verður þó ekki þurrkuð út. Í áfanga- lýsingum í nýju námskránni er þó gert ráð fyrir að farið sé miklu hraðar yfir hana en áður og meiri áhersla lögð á núlistirnar.“ Listnámsbrautir verði fjölbreyttar Ingiberg segir ekki ljóst hve listnáms- brautir á framhaldsskólastigi verði víða í boði. „Það er ekki vitað ennþá. Listnáms- brautir eins og þær eru skilgreindar í námskrá geta verið með ýmsum hætti, þ.e. með áherslu á myndlist eða hönnun sem getur verið almenn hönnun, handverks- eða margmiðlunarhönnun svo eitthvað sé nefnt. Reyndar var því haldið opnu í námskránni að skólar gætu, með samþykki ráðuneytis- ins, byggt upp listnámsbrautir með sér- stakri áherslu á staðbundnar aðstæður í við- komandi heimabyggð. Auðvitað er spurn- ing hvort grundvöllur sé fyrir margar slíkar brautir. Mest er um vert að þær séu ekki allar í sama farinu og að fást við það sama“. Hve margir stunda listnám á framhalds- skólastigi? „Mér er ekki kunnugt um það, en aðsókn að listasviði hér í FB hefur verið mjög mik- il. Við höfum sjaldan getað tekið við öllum sem sótt hafa um og að meðaltali ekki nema um 60-70% umsækjenda. Undanfarin ár hafa að jafnaði verið 180-190 nemendur í dagskóla og í kvöldskóla er rúm fyrir u.þ.b. 90 nemendur“. Verða meiri kröfur gerðar til framhalds- skólastigsins eftir stofnun Listaháskólans? „Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að kröfur aukist þegar þessi skóli er formlega kominn á háskólastig. Ég held að hann geti líka orðið til þess að fleiri nemendur sæki í einhvers konar listnám. Reyndar er það mjög háð því hvernig skólinn þróast. Því fjöl- breyttara sem námsframboðið verður, til dæmis í hönnunargreinum og þar með tal- inni byggingarlist, þeim mun meiri verður að líkindum aðsókn nemenda að listnámsbraut- um framhaldsskóla. Þetta styður hvað annað. Ég held reyndar,“ segir Ingiberg í lokin, „að mjög mikilvægt sé að listnámsbrautir framhaldsskóla verði fjölbreyttar og skólar sérhæfi sig að ákveðnu marki, þannig að þeir bjóði ekki allir upp á nákvæmlega sama námið. Þetta á að spanna alla flóruna, fag- urlistir, hönnun af öllu tagi og handverk“. Helgi E. Helgason L istnám 23

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.