Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 10
hrætt við eitthvað sem gæti hugsanlega gerst en mun jafnvel ekki verða. Þetta minnir mig að sumu leyti á samningana okkar 1997, þá voru menn hræddir við hluti sem gerðust svo ekki. Kennarar eru vanir miðlægum kjarasamningum og að það liggi nánast fyrir á einu A4 blaði um hvað var samið, hvenær og hvernig það komi til framkvæmda. Guðrún Ebba: Þegar ég verð svartsýn, sem er nú ekki oft, þá hugsa ég: Þetta er til- raun sem er gaman að gera, að færa valdið til kennara og skólastjóra, en ef þetta geng- ur ekki verðum við að hætta við hana. En auðvitað verður að treysta þeim sem vinna störfin og ekki gildir hið sama um 30 barna skóla og 600 barna skóla. Rekstrargrund- völlur og umhverfi skóla er ólíkt og ekki hægt að njörva allt niður í kjarasamningi. Elna: Þróunin sem er að verða á vinnu- markaði hér heima sem erlendis felst í því að þátttaka í ákvörðunum sem varða skipu- lag á öllu starfi er færð til launamanna ásamt ákvörðunum um eigin kjör. Guðrún Ebba: Ég er oft spurð hvort það megi hafa hlutina svona eða hinsegin og spyr þá á móti: Hvernig viljið þið hafa þetta? Því að ég tel að þeir sem starfa á hverjum stað fyrir sig eigi að hafa mun meira um skipulags skólastarfs að segja en hingað til. Elna: Verið er að kalla kennara til meiri ábyrgðar, bæði í stefnumótun og kjörum. Guðrún Ebba: Helst eru það kennarar sem hafa starfað annars staðar en í skólum sem kippa sér ekki upp við þetta. Grunnskólinn miðstýrðari Elna: Grunnskólinn hefur ef til vill verið meira miðstýrður en framhalds- skólinn og fólk því óviðbúnara þessum breytingum. Enn fremur er lygnari sjór í framhaldsskólanum af því að fólk fær miklar grunnkaupshækkanir strax. Svo geta verið teknar launa- ákvarðanir úti í skólunum sem munu valda ölduróti en upp úr stendur að menn eiga ekki eins mikinn hluta launasetningar sinnar undir ákvörðun- um í einstökum skólum og grunnskól- inn. Guðrún Ebba: Fólk er óöruggt enda er þetta nýtt kerfi, ný hugsun. En ákvörðun um úthlutun úr launa- flokkapottinum, sem er eins og öllum er líklega ljóst 3 lfl á hvert stöðugildi miðað við launaflokk 235, 5 þrep, á að fara eftir þekktum reglum sem byggjast á mark- miðum samningsins eins og hann birtist í samningstexta. Áherslur geta hins vegar verið breytilegar eftir skólum enda slíkt í anda samningsins. Elna: Samningsaðilar grunnröðuðu öll- um félagsmönnum miðlægt á grundvelli samningsákvæða um mat á menntun, kennsluréttindum og kennsluferli. Aðrar kjarabreytingar munu byggja á stofnana- framkvæmd samningsins. Þar er búið að tryggja nokkurt fé, einkum til viðbótar- starfa skv. nýrri reglugerð um starfslið framhaldsskóla, og alveg ljóst að ef vel á að ganga með frekara mat á störfum einstak- linga til launa verður að halda á spöðunum með að tryggja meira fé til reksturs fram- haldsskóla á samningstímanum. Guðrún Ebba: Kennarar ættu að geta raðað sér í launaflokka eftir starfi, aldri og menntun og margir skólastjórar hafa í rauninni falið kennurum að staðsetja sig m.t.t. nýs samnings. Viðbótarlaunaflokkun- um þremur er til dæmis ætlað að koma til móts við álag, ábyrgð og sérhæfni starfsins en ekki að kaupa viðbótarvinnu sem er klár- lega yfirvinna. Þessi leið, að skilja eftir til- tekinn fjölda launaflokka fyrir skólana að deila út, er að vissu leyti tilraun sem fólk ákveður í næstu kjarasamningum hvort það vill ganga lengra með eða færa inn í töflu. Þessu til viðbótar var samið um röðun deildarstjóra sem er nýtt í kjarasamningum grunnskóla. Samningurinn kveður ekki á um hvenær skuli ráða deildarstjóra. Það er skólanna að sækja það til sveitarfélaganna. Þróun sem gengur ekki til baka Elna: Svo má ekki gleyma að bæði í FG og FF féllu kennarar niður í launum á sumrin en með nýjum samningum er búið að jafna það í báðum hópum. Annars vil ég leggja áherslu á að virk kjarapólitík og mikil umfjöllun skiptir sköpum þegar litið er til framtíðar. Því meiri vinnu sem við leggjum í þetta, þeim mun meira uppskerum við. Skólar þurfa sjálfir að þrýsta á um meira fjármagn og það gildir um báða samning- ana. Þeir þurfa að bera sig eftir björginni. Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir skólastjórnendur. Í báðum samningum er vinnuveitandahlutverk skólastjóra og skóla- meistara orðið mun skýrara en áður var. Framhaldsskólanum er sparkað út í at- vinnulífið með þessum samningi, hann get- ur ekki leyft sér að bjóða lélegri laun en aðrir og velgengnin fer eftir því hvort skól- um tekst að sannfæra yfirvöld um að þeir verði að fá meira fé til rekstursins. Annars fer allt aftur í sama farið. Ekki verður aftur snúið með samningsumsvif í hverri stofnun, það er þróun sem gengur ekki til baka. Guðrún Ebba: Þetta er tækifæri fyrir bæði skólastig til að rísa úr öskustónni. Inn- gangskaflar beggja samninga eru nýjung og bæði háleitir og skólamálalegir. Viðsemj- endur sýna kennurum tiltrú og það er mik- ilvægt fyrir ímynd stéttarinnar út á við og vonandi sjálfsímyndina líka. keg Samningar 13 Elna: Í upphafi stóð ekki til að upptöku nýs launakerfis og tilfærslur bæri svona brátt að, en eftir tveggja mánaða verkfall var komin gríðarleg pressa á að ná ávinningi í launa- umslagið strax.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.