Skólavarðan - 01.04.2001, Qupperneq 18

Skólavarðan - 01.04.2001, Qupperneq 18
Það vakti undrun margra að á sama tíma og hugmyndir um Listaháskóla Íslands voru að mótast ákvað menntamálaráðherra upp á sitt eindæmi að listnámsbraut á framhalds- skólastigi skyldi aðeins verða þriggja ára námsbraut, en ekki fjögurra ára námsbraut sem lyki með stúdentsprófi. Menn undruð- ust þetta ekki síst vegna þess að listnáms- brautinni er beinlínis ætlað að vera til und- irbúnings frekara listnámi í sérskólum eða á háskólastigi, þ.á m. í Listaháskóla Íslands. 105 einingar og hvað svo? Listnámsbraut framhaldsskóla er 105 einingar, þar af teljast 54 einingar list- nám.Til að ljúka stúdentsprófi þurfa nem- endur að bæta við sig 35 einingum í bók- legu námi og frjálsu vali sem getur að sjálf- sögðu verið verklegt að nokkru eða öllu leyti. Strax vöknuðu spurningar um hvernig skipuleggja ætti þetta viðbótarnám og hvernig mætti ljúka því. Tvö ár liðu áður en svör fengust. Nemendur sem velja bóknámsbraut til stúdentsprófs geta búið sig undir listnám á háskólastigi með því að nýta sér tólf eining- ar af kjörsviði til listnáms og jafnmargar einingar í valgreinum og fengið þannig við- urkenndar 24 einingar í listnámi. Þetta nægir þó ekki til inntöku í Listaháskóla Ís- lands og nemendur verða því að bæta við sig verulegu listnámi með því að sækja námskeið eða formlegt nám í myndlistar- skóla. Febrúar sl. efndi Listaháskóli Íslands til samráðsfundar með fulltrúum listnáms- brauta í framhaldsskólum um samstillingu náms á þessum tveimur skólastigum. Upp- haflega stóð til að fundurinn yrði haldinn sl. haust en hann frestaðist vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Listgreinakennarar á framhalds- og háskólastigi höfðu lengi rætt sín í milli um að tímabært væri að halda slíkan samráðsfund þannig að þeir gætu borið saman bækur sínar og fylgst með því sem væri að gerast hjá hvorum um sig. Samráð er mikilvægt Ingiberg Magnússon, myndlistarmaður og kennari á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir að samráð af þessu tagi sé einkum mikilvægt í ljósi breytinga sem nú eru að verða á framhaldsskólanum með gildistöku nýrrar námskrár og stofnun Listaháskóla Íslands. Á fundinum kynnti Hjálmar H. Ragnars- son, rektor Listaháskóla Íslands, uppbygg- ingu skólans og gerð var ítarleg grein fyrir skipulagi náms í einstökum deildum, þar á meðal í fyrirhugaðri byggingarlistadeild. Á sama hátt gerðu fulltrúar framhaldsskólans grein fyrir kennslu, einkum á sviði mynd- listar og hönnunar á framhaldsskólastigi, og nýrri námskrá. Hörður Lárusson frá námskrárdeild menntamálaráðuneytisins fjallaði um samstillingu listnáms á fram- halds- og háskólastigi. L istnám 22 Í áratugi var það draumur margra áhugamanna um listir og menningu að stofnaður yrði listaháskóli á Ís- landi. Nú er draumurinn orðinn að veruleika. Listaháskóli Íslands býður upp á margvíslegt listnám á háskóla- stigi. Skólinn setur mark sitt hátt og gerir strangar kröfur til þeirra sem sækja um nám þar. Auk þess að búa yfir lágmarksþekkingu og hæfni í list- greinum (a.m.k. 35 einingum í list- námi) gerir skólinn kröfu um að nem- endur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri bóklegri menntun. Samráðsfundur um samstillingu listnáms Listnám á tveimur skólastigum Það vakti undrun margra að á sama tíma og hugmyndir um Lista- háskóla Íslands voru að mótast ákvað mennta- málaráðherra upp á sitt eindæmi að listnáms- braut á framhaldsskóla- stigi skyldi aðeins verða þriggja ára námsbraut, en ekki fjögurra ára námsbraut sem lyki með stúdentsprófi. Nemandi Ingibergs í módelteikningu. Ingiberg (hægra megin) er starf- andi listamaður ásamt því að kenna við Fjölbrautaskólann í Breiðholti

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.