Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 2
Ég var að vafra um á netinu um daginn og gluggaði þar stuttlega í pistil um íslenska tónlistarsögu. Þar sagði meðal annars frá miklum há- tíðarhöldum í tilefni 1000 ára afmæl- is Alþingis árið 1930. Þá var öllu til tjaldað og Hljómsveit Reykjavíkur fengin til að gera hátíðarhöldin eftir- minnileg. Hljómsveitinni til stuðn- ings voru fengnir níu hljóðfæraleikarar frá Dan- mörku og erlendur hljómsveitarstjóri, dr. Franz Mixa, var ráðinn til að starfa með henni í eitt ár. Um leið og ég las þetta komu önnur hátíðarhöld upp í hugann, þ.e.a.s. kristnihátíð á Þingvöllum sem haldin var síðasta sumar í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku Íslendinga. Þetta var mikil menningar- veisla og ekkert til sparað. Tónlistaratriði af ýmsu tagi skipuðu háan sess en hins vegar virtust viðhorf til tónlistarmanna vera nokkuð önnur en fyrir 70 árum. Það er ekkert launungarmál að síðasta sumar reyndu opinberir aðilar hvað eftir annað að prútta við flytjendur um laun þeirra sem þóttu alltof há. Á sama tíma fannst engum neitt tiltökumál þótt ljósa- búnaður á sviðinu kostaði tuttugu sinnum meira. Ég veit ekki til þess að nokkur önnur stétt en tónlistar- menn sé jafnoft beðin um að gefa vinnu sína. Vegur þungt í forvarnarstarfi Á nýliðnu menningarborgarári hafa menn keppst við að halda á lofti menningu þjóðarinnar, gildi list- arinnar fyrir mannlífið og öðru því sem við hæfi er á tyllidögum. Í ljósi þess á ég afar erfitt með að átta mig á og sætta mig við skilningsleysi ráðamanna þegar kemur að kjaramálum tónlistarskólakennara. Um 90 tónlistarskólar eru starfandi í landinu og í þeim eru u.þ.b. 11.000 nemendur. Þau gildi sem ungir Íslendingar tileinka sér með tónlistarnámi nýtast þeim allt lífið. Að læra á hljóðfæri er krefj- andi nám sem krefst mikillar einbeitingu og aga. Nemendur bera ábyrgð á stórum hluta námsins sjálfir, þeir þurfa að æfa sig heima á milli tíma og það krefst skipulagningar og sjálfsaga. Í tónlistar- skóla læra börn að hlusta á og flytja tónlist, þau læra að koma fram og túlka verkefni á eigin hátt. Þau þroska tilfinningar sínar og styrkja sjálfsmynd sína, þau læra að greina og skapa. Að kynnast tungumáli tónlistarinnar og fá innsýn í heim hennar veitir gleði og lífsfyllingu. Mikilvægi þeirra gilda sem fylgja tónlist og tón- listarnámi verður sífellt meira í nútímasamfélagi. Þjóðfélagið tekur sífelldum breytingum sem felast meðal annars í hraðri tækniþróun, breyttum heimil- isaðstæðum og meiri staðreyndakennslu í skólum. Þáttur skólastofnana í uppeldi barna verður æ stærri og enginn skyldi vanmeta hlut tónlistarskóla í því samhengi. Yfir 25% Íslendinga iðka tónlist og flestir þekkja einhvern sem er í lúðrasveit, hljómsveit eða syngur í kór í frístundum, ellegar hafa sjálfir gert það. Ég held að allir geti verið sammála um að sú starfsemi hafi jákvæð áhrif á manneskjuna og við skyldum því ekki vanmeta þau áhrif sem kerfisbundið tónlistar- nám hefur á börn og unglinga. Þau góðu gildi sem þar lærast eru þung lóð á vogarskálarnar þegar talið berst að hverskonar forvarnarstarfi. Foreldrar nemenda minna hafa talað um að tón- listarskólinn bjargi börnum þeirra, að ef ekki væri fyrir tónlistarnámið vissu þau ekki hvað gera skyldi. Þar takast nemendur á við krefjandi hluti við þeirra hæfi og fá útrás fyrir sköpunarþörf. Sú tónlistar- menntun sem er í boði í skólastofnunum landsins er mikilvæg uppvexti barna og unglinga nú á tímum og liður í að byggja upp og þroska einstaklinga þessa samfélags. Makalausir píanókennarar Tónlistarskólakennarar hafa dregist verulega aftur úr í kjaramálum og birtist það með ýmsum hætti eins og lítil saga sem hér fer á eftir ber með sér. Um daginn sat ég á kaffistofu tónlistarskóla þar sem ég kenni og ræddi kjaramál eins og svo oft áður. Ónefndur píanókennari sagði mér þá að þegar hún var ung að árum og að klára sitt píanónám höfðu ungir piltar á orði að vænlegur kostur væri að ná sér í píanókennara þar sem þær væru á svo góðum laun- um. Hún tók fram að systir hennar sem var hjúkrun- arfræðingur hefði þar ekki staðið henni á sporði. Nú er þessu aldeilis öfugt farið og píanókennarar upp til hópa makalausir. Eins og flestum mun kunnugt gerðu tónlistar- skólakennarar skammtímasamning við launanefnd sveitarfélaga í janúar sl. og samkvæmt yfirlýsingu sem honum fylgdi var stefnt að því að hefja viðræð- ur á ný eigi síðar en 15. apríl. Fyrsti fundur samningsaðila var haldinn 18. apríl en þar lagði samninganefnd tónlistarskólakennara áherslu á að kröfugerð þeirra frá því í haust væri í fullu gildi og þeir gætu ekki sætt sig við lægri grunnlaun en við- miðunarhópar þeirra. Þrátt fyrir að fulltrúar okkar vilji hraða þessu máli sem mest þeir mega er næsti fundur með viðsemjendum okkar ekki boðaður fyrr en 2. maí. Að öllu samanlögðu má ljóst vera að við höldum ótrauð áfram að berjast fyrir rétti tónlistarskóla- kennara og reyna að rétta hlut þeirra með tilliti til samanburðarhópa og annarra stétta í þjóðfélaginu. Mikilvægi tónlistarkennslu er ótvírætt en hætt er við að hæfir kennarar hverfi fljótlega til annarra starfa ef við mætum endalaust skilningsleysi yfir- valda og þeirra sem öllu ráða. Sigrún Grendal Formannspist i l l Engin stétt beðin jafnoft um að gefa vinnu sína 3

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.