Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 12
Pist i l l , f rétt 16 Þessi málsháttur er mjög viðeigandi fyrir það sem mig langar að hafa nokkur orð um. Menntun landsmanna er stöðugt að aukast og símenntun hefur aldrei verið jafnmikilvæg og nú. Formleg menntun er nauðsynlegur grunnur en sá tími er liðinn að hún dugi ein og sér til að tryggja árangur fyrirtækja og þar með landsins til lengri tíma litið. Segja má að sú menntun sem fólk öðlast á framhalds- og háskólastigi tryggi því fleiri möguleika, en til að verða samkeppnisfær í atvinnulífinu þarf að nýta alla þá mennt- un sem að gagni getur komið til að viðhalda þekkingu og hæfni. Mörg íslensk fyrirtæki hafa séð hag sinn í því að bjóða starfsmönnum sínum margvíslega fræðslu. Í raun má segja að það sé nauðsynlegur þáttur í starfsemi fyrir- tækja ef þau ætla að vera samkeppnisfær. Fræðslufyrirtæki, þ.m.t. skólar, hafa einnig séð viss tækifæri á þessu sviði og hefur framboð fræðslu sjaldan verið eins fjölbreytt og nú er. Það sem enn skortir er formlegt nám fyrir einstaklinga með mikla starfs- reynslu sem hafa í mesta lagi lokið framhaldsskólastigi. Þeir sem hafa áhuga á því að bæta við sig menntun á háskólastigi hafa ekki um margt að velja enda fæstir tilbúnir að venda sínu kvæði í kross og hætta að vinna til að setjast á skólabekk. Hins vegar er þessi hópur alltaf að stækka og nú er svo komið að fræðslu- fyrirtæki landsins þurfa að finna leiðir til að svara þessari eftirspurn. Ýmiskonar námskeið eru góð og gild svo langt sem þau ná en formlegra nám veitir einstak- lingum og fyrirtækjum mun öflugri undir- stöðu, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma. Ég hef aðallega tvennt í huga í þessu sambandi; annars vegar vilja og áhuga eldri nemenda og hins vegar þá reynslu sem þetta fólk hefur aflað sér og getur tengt námi sínu. Ýmsir nýir möguleikar eru nú í boði eins og fjar-, net- og hlutanám svo eitt- hvað sé nefnt. Þessar leiðir kalla oft á meiri sjálfsaga af hálfu nemenda en þeir sem eldri eru búa einmitt oft frekar yfir honum en þeir yngri. Enginn vill þurfa að upplifa það að menntun hans og hæfni úr- eldist. Í nútímasamfélagi eru tæknibreyt- ingar svo örar að menn þurfa að hafa sig alla við til að fylgjast með. Því er mikill hagur fyrir fyrirtæki að hafa yfir hæfu starfsfólki að ráða og það tekst ekki nema unnið sé skipulega að símenntun starfs- manna. Það eitt og sér er hins vegar ekki nóg og því þarf menntakerfi landsins að koma til móts við þarfir allra landsmanna, hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Guðrún Ragnarsdóttir Höfundur er forstöðumaður gæðastjórn- unar hjá Íslandsbanka-FBA, formaður Gæðastjórnunarfélags Íslands og móðir nemanda á leikskólastigi. Enginn er of gamall gott að læraGesta skr i f Fleiri nemendur stunda nú nám í einkaskólum í Danmörku en dæmi eru um áður. Á sama tíma sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var fyrir danska blaðið Aktuelt að Danir hafa mun meiri trú á einkaskólum en opin- berum skólum (folkeskolen). 41% af rúmlega 1000 sem spurðir voru segja að einkaskólar fullnægi þeim kröfum sem þeir gera til skóla, en aðeins 21% telja að almennir grunnskólar geri það. Formaður foreldrasamtakanna Skole & Samfund segir niðurstöðurnar vera í samræmi við ríkjandi tíðaranda. „Það er tímanna tákn að einkarekin þjón- usta sé álitin betri en opinber þjónusta, ekki síst ef greiða þarf fyrir hana. Margir virðast tengja þjónustu sem þeir greiða fyrir við meiri gæði“ segir Thomas Damkjær Pedersen, formaður samtakanna. „Svo virðist sem margir foreldrar séu þeirrar skoðunar að þeir geti gert meiri kröfur til einkaskóla vegna þess að þeir greiða fyrir skólavistina. Þeir geti haft áhrif á rekstur skólans og hvað börnum er kennt og margir telja að auðveldara sé að koma málum fram í einkaskólum en opinberum skólum,“ segir Cecil Christensen, formaður samtakanna Dansk Friskoleforening. Hann hefur eftir mörgum foreldrum nemenda í almennum skólum að kennarar ráði þar of miklu miðað við foreldra og erfitt sé að ná eyrum þeirra. Else Købstrup, formaður barna- og menningarnefndar sveitarfélaga (Kommunernes Landsforening), telur hins vegar að einkaskólar hafi enga kosti fram yfir almenna skóla. „Ef foreldrar barna í almennum grunnskólum eru spurðir hvort þeir séu ánægðir með skólann segja 85% já. Þetta finnst mér benda til þess að einkaskólar hafi ekki upp á neitt meira að bjóða en al- mennir grunnskólar nema hugsanlega betri ímynd.“ Martin Justesen, formaður landssamtaka grunnskólanema (Folkeskoleel- evernes Landsorganisation), er sammála þessu. „Vandamál grunnskólans er að hann er fastur í neikvæðri umræðu. Hann losnar ekki út úr henni nema honum takist að bæta ímynd sína. Grunnskólinn þarf einfaldlega að auglýsa sig sjálfur þannig að nemendur og foreldrar sjái svart á hvítu hvað hann hef- ur upp á að bjóða,“ segir hann. Marianne Stentebjerg, formaður menntamálanefndar Róttæka flokksins, segir að ef til vill sé leið út úr þessum vanda að setja til dæmis lágmarkskröf- ur um framboð á tölvum, skólabókum o.s.frv.: „En það eru alltaf verstu skól- arnir sem fjallað er um í fjölmiðlum. Þess vegna væri hægt að bæta ímynd grunnskólans verulega með því að bæta verstu skólana.“ (Lauslega þýtt úr Aktuelt). Danir hafa meiri trú á einkaskólum en „folkeskolen“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.