Skólavarðan - 01.04.2001, Page 23

Skólavarðan - 01.04.2001, Page 23
Einnig er sú breyting í þess- um samningi að ekki er leng- ur samið um rekstrarforsend- ur skólanna svo sem með ákvæðum um kvóta til ár- ganga- eða fagstjórnar, um- sjónar eða annarra starfa. Nú er samið um greiðslu fyrir þessi störf og sveitarstjórnum falið að taka ákvarðanir um fjárframlög til skólanna og bera ábyrgð á þeim, enda þær kjörnar til þess. Því má búast við að metnað- ur einstakra sveitarfélaga eigi meðal annars eftir að sjást í framlögum þeirra til skólamála nú þegar þau eru ekki lengur ákvörðuð að nánast öllu leyti í kjarasamningum. Verkstjórnarþáttur Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara. Auk kennslu er um að ræða tíma þar sem hann getur falið kennurum fagleg störf, sbr. grein 2.1.6.2 í kjarasamningnum. Meðal þess sem skólastjóri þarf að gera ráð fyrir eru: • Meiri undirbúningur, • tími til umsjónarstarfa, • kennarafundir, • viðtalstímar, • foreldrasamstarf, • samstarf kennara og við aðra sérfræðinga, • önnur fagleg störf. Nýting tímanna getur verið breytileg milli vikna eða mánuða. Verkstjórnartími er breytilegur eftir kennsluskyldu, þ.e. 9,14 klst. hjá kennara með 28 tíma kennslu- skyldu, 11,14 klst. ef kennsluskylda er 24 tímar og 14,14 klst ef hún er 19 tímar. Rétt er að taka fram að ekki er samhengi milli fjölda viðbótarlaunaflokka sem kennari fær frá skólastjóra og þess tíma sem skólastjóri hefur til ráðstöfunar. Fullt starf er 28 kennslustundir Kennsla í fullu starfi er 28 kennslustund- ir. Kennsluskylda nýliða og kennara sem eru komnir á aldursafslátt er þó minni. Heimilt er að fela kennara allt að 30 stundir með samþykki hans og sé það gert lækkar verkstjórnarþáttur um tvær klst. Með sama hætti er heimilt að fækka tímum kennara í 26 stundir og eykst þá tími undir verkstjórn skólastjóra um tvær klst. Sú ákvörðun verð- ur að byggjast á málefnalegum rökum og mati á þörfum kennara vegna starfsins. Vinnuramminn Vinnuramminn afmarkar daglega viðveru hvers kennara. Innan rammans er öll kennsla og sá hluti verkstjórnarþáttar sem ekki er nýttur til undirbúnings. Öll vinna sem fellur utan rammans er yfirvinna nema samkomu- lag hafi orðið um annað. Innan rammans stjórnar skólastjóri allri vinnu. Vinnuramm- anum verður ekki breytt á miðju skólaári nema með samþykki beggja aðila (skólastjóra og kennara). Vinna innan rammans getur verið breytileg frá degi til dags. Skólastjóri getur einhliða fært til kennslu og önnur störf innan vinnurammans sbr. bókun 8 í kjara- samningnum þó þannig að fjöldi kennslu- stunda á hverjum degi sé óbreyttur. Næsti vetur Búast má við að margir verði óöruggir í byrjun næsta vetrar. Kennarar eru vanir því að stjórna vinnu sinni sjálfir, sinna störfum sem tilheyra kennslu og vinna verk sem til falla í skólunum. Mörgum finnst sem nú sé verið að bæta á þá nýjum störfum þar sem skólastjórar fá meira verkstjórnarvald. Svo er ekki. Þau störf sem kennarar munu vinna á þessum 9,14 tímum eru sömu störf og þeir hafa hingað til unnið. Hafa verður í huga að öll störf utan kennslu og lágmarks- undirbúnings verða að rúmast innan þess- ara tíma og það sem umfram er greiðist sem yfirvinna. Til skrifstofu FG hafa borist ábendingar um að skólastjórar einstakra skóla ætli að binda alla 9,14 tímana í töflu og til fyrir- fram ákveðinna verkefna. Rétt er að benda á að slíkt er ekki í takt við hugmyndir samningsaðila um meiri sveigjanleika og markvissari stjórnun skóla og ekki sam- kvæmt þeim verklagsreglum sem samnings- aðilar kynntu á námskeiðum fyrir skóla- stjóra og trúnaðarmenn nú nýverið. Hannes Þorsteinsson launafulltrúi FG Kjaramál Í nýgerðum kjarasamningi grunn- skóla voru gerðar töluverðar breyt- ingar á vinnutíma. Ekki var þó að þessu sinni stigið skref í þá átt að rýma til fyrir nýjum störfum með al- mennri lækkun á kennsluskyldu en á- hersla var lögð á að auka verkstjórn- arvald skólastjóra og með því búið til svigrúm til að mæta mismunandi að- stæðum og þörfum kennara, nem- enda og skóla. Grunnskóli 9,14 tímarnir 29 V e f a n e s t i - V e f a n e s t i Alþjóðlegi hugmyndabankinn Stofnun félagslegra uppfinninga, eða Society for Social Inventions, heitir stórmerk stofnun með aðsetur í Bretlandi. Markmið hennar er að safna saman og dreifa félags- legum uppfinningum, hugmyndum og aðferðum sem miða að því að bæta mannlífið á öllum sviðum. Stofnunin gefur reglulega út bækur með safni félagslegra uppfinninga, til dæmis hina vinsælu The Book of Visions sem kom út árið 1992. Einnig heldur hún úti vefnum Alþjóðlegi hugmyndabankinn, Global Ideas Bank, en þar er meðal annars að finna allar góðu hugmyndirnar og uppfinningarnar, hvort sem þær hafa birst á bók eða ekki. Mjög margar þessara hugmynda snúast um kennslu, börn, uppeldi og sam- skipti og auðvelt að verða uppnuminn af hugmyndaauðginni. Slóðin er www.globalideasbank.org Hugmyndirnar hafa margar hverjar verið framkvæmdar, þó ekki allar, og hægt er að lesa sér til um afraksturinn. Einnig er vefurinn opinn hverjum þeim sem vill koma hug- mynd á framfæri. Góður vefur, ekki vel uppbyggður en innihaldsríkur. Samstarf kennara og rithöfunda Árið 1967 komu nokkrir kennarar og rithöfundar saman í Bandaríkjunum og stofn- uðu með sér samtök. Markmiðið var að taka höndum saman um að auka veg og vanda ritunar í bandarískum skólum. Teachers & Writers Collaborative samtökin eru í dag öfl- ugur félagsskapur og halda úti gjöfulli heimasíðu, slóðin er http://www.twc.org/ Ofið fyrir kennara kennari.is er vefur ætlaður kennurum sem vilja nota tölvur í kennslu. Þeir geta aflað sér grunnþekkingar á ýmsu sem viðkemur tölvum og vef á móðurmálinu og svo er krækt í ítarefni sem mest er á ensku. Aðalefni kennari.is, þegar birt, er ýmislegt sem viðkemur vefnum, þ.e.a.s. um vefsíðugerð, próf á vefsíðum o.fl. Einnig er fjallað um höfundarrétt, möguleika kennara á styrkjum, leiðir til að komast í samband við kenn- ara um allan heim og fleira. Næsti hluti birtist í vor og verður hann um myndvinnslu, allt frá því hvernig gera á skraut og skrautletur á vefsíður til vinnslu með stafrænar ljósmyndir. Einnig verður tilbúið krækjusafn yfir efni í ýmsum námsgreinum í vor.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.