Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 20
Við ræktum með börnunum heil- brigðan metnað og kennum þeim að vinna af alúð, fullviss þess að þau nái árangri. Við leitumst við að taka eitt skref í einu og látum þessi skref leiða okkur áfram til frekari skilnings og mannkærleika. (Marsibil aðstoðarskólastjóri) Á síðari hluta 9. aldar bjó í Noregi maður að nafni Flóki Vilgerðarson. Hann sigldi til Íslands ásamt fríðu föruneyti. Söguna af því hvernig hann náði til lands með aðstoð hrafna sinna þekkja flestir en Flóki fékk í kjölfarið viðurnefnið Hrafna-Flóki. Á leið sinni til baka frá Íslandi höfðu Hrafna- Flóki og hans fólk viðkomu í Hafnarfirði. Þar fundu þau hval á eyri einni og kölluðu hana Hvaleyri. Ríflega níuhundruð árum síðar var skóli tekinn í notkun á holtinu fyrir ofan Hval- eyrina og tók nafn af eyrinni, Hvaleyrar- skóli. Verum jákvæð og sanngjörn gagn- vart nemendum okkar og stefnum markvisst að því að hverjum og einum líði sem best. Þannig náum við há- marksárangri. (Hjördís J. kennari) Hvaleyrarskóli tók til starfa haustið 1990 í nýju hverfi í Hafnarfirði sem var í hraðri uppbyggingu. Helga Friðfinnsdóttir var ráðin skólastjóri og í hennar höndum var að móta skólastarfið í hinum nýja skóla. Hugmyndir hennar voru skýrar, hún vildi að skóli og starfsfólk settu sér á hverju hausti markmið sem yrðu skráð niður og farið eftir. Meginmarkmið skólans eru ,,að stuðla að vellíðan nemenda, alhliða þroska og heilbrigði og góðum ár- angri þeirra í starfi. Bjargföst trú okkar sem í skólanum starfa er að við náum þessu meginmarkmiði að- eins með jákvæðu og öflugu sam- starfi við heimilin. Því er annað meginmarkmið Hvaleyrarskóla já- kvæð og lifandi samvinna heimila og skól- ans, segir Helga“. Á þessa leið hljóðaði markmiðslýsing Helgu skólastjóra fyrir veturinn 1999 til 2000 en hún og annað starfsfólk setja sér markmið að hausti og endurskoða þau eftir þörfum. Við reynum að taka okkur sjálf ekki of hátíðlega, bæði börn og fullorðnir, heldur að sjá skoplegu hliðarnar á til- verunni og okkur sjálfum. (Helga skólastjóri) ,,Strax fyrsta veturinn settum við mark- mið. Með því að hafa markmið og gildi skólans skýr, stuðlum við að aukinni vellíð- an barnanna og starfsfólks skólans og rækt- um þannig góðan skólaanda. Síðan höfum við byrjað hvert skólaár áður en kennsla hefst á að endurskoða og setja ný markmið og áherslur. Við höfum fengið til liðs við okkur fólk utan skólans eins og heimspek- ing, sálfræðinga, leikara, íslenskufræðinga og leikskólastjóra sem hjálpa okkur að skerpa markmiðin og finna nýjar leiðir til að ná þeim,“ segir Helga. Í fyrravetur var gengið lengra og útbúin handbók um hvernig hlutirnir ættu að vera; í raun leiðbeiningar um skólastarfið í Hval- eyrarskóla. Þar er meðal annars að finna verklagsreglur skólans sem samdar voru samkvæmt mati á skólastarfi 1999 til 2000 og skráðar og samþykktar af öllu starfsfólki skólans. Helga telur miklu einfaldara að hafa reglur skráðar og það auðveldi fólki að fara eftir þeim. Með áhuga og gleði getum við víkk- að sjónarhorn nemenda á lífið og til- veruna. Agi og skipulag er ramminn fyrir hugarflug í hæstu hæðir. (Hafdís kennari) Helga leggur mikla áherslu á áætlanagerð af ýmsu tagi, allt frá heilsársáætlunum niður í sérhverja stund hvers dags og telur það hafa reynst mjög vel, bæði hvað varðar bættan námsárangur og sérstaklega þegar forföll verða. Einnig eru haldnir reglulegir deildarstjóra- kennararáðs-, kennara-, deildar- og starfsmannafundir þar sem hver starfsmaður fær tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þannig er starf skólans stöðugt metið; það sem vel er gert og það sem bet- ur mætti fara. Allt er þetta skráð niður og fundnar leiðir til úrbóta. Aðrar leiðir til að ná markmiðum skólans eru ýmis samvinnu- og þróunarverkefni. Einu sinni á ári er unnið að verkefni sem kallast K-B-F sem stendur fyrir kennarar - börn - foreldrar. Margs konar verkefni hafa verið unnin, til dæmis um samskipti, fjölskylduna, ,,bæinn minn“, jólin og leiki. Í október árið 2000 var farið af stað með átaksverkefnið Kurteisi og agi, en í raun var byrjað að vinna með þau hugtök strax árið 1993. Þá fór starfsfólk skólans til Glasgow þar sem þau heimsóttu skóla og tóku þátt í námskeiðum. Helga segir að þau hafi hrifist af þeim jákvæða aga sem er í skoskum skólum og í kjölfarið þróað áætlun um kurteisi og aga og samið umgengisreglur sem allir áttu að starfa og fara eftir í skólanum. Áætlunin var tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Grunnhugmyndin er að koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur. Þetta samvinnuverkefni gengur út á það að foreldar fá sendar heim þær reglur sem gilda í skólanum og eru beðnir um að fara yfir þær með börnunum, skrifa undir þær og senda blaðið til baka þar sem börn og foreldrar samþykkja að gangast undir reglurnar. ,,Það er mjög gott að hafa þetta svona“ segir Helga og bendir á að það sé gott að geta bent foreldrum og nemendum á að þeir hafi skrifað undir reglurnar. Í Hvaleyr- arskóla er starfandi fagstjóri í kurteisi og aga sem hefur unnið geysilega gott starf og er formaður eineltisteymis skólans. Heimsóknin 26 Hvaleyrarskóli ,,Það er okkur að kenna ef nemanda gengur ekki nógu vel í skólanum” Efri mynd: Helga skólastjóri Neðri mynd: Marsibil aðstoðarskólastjóri

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.