Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 11
Málþingið var haldið 2. desember 1999 en þá lá fyrir skýrsla hópsins með niður- stöðum og tillögum. Í kjölfar þingsins var unnin ítarleg greinargerð ásamt drögum að nýrri reglugerð um reglur í grunnskólum sem gefin var út þann 3. apríl árið 2000. Í skýrslu hópsins segir meðal annars: „Þegar hópurinn kom saman hafði um- ræða um agaleysi og skólareglur verið mjög hávær um margra mánaða skeið. Að mati hópsins einkenndist samfélagsumræðan af öryggisleysi gagnvart réttarstöðu og ábyrgð aðila skólasamfélagsins í nýju og breyttu starfsumhverfi, ekki síst meðal skólayfir- valda.“ Tekið á brotum hvers nemanda um sig Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsa- skóla á sæti í samráðsnefndinni en hún heldur fundi reglulega og tekur fyrir ýmis mál sem snerta grunnskóla án þess þó að hafa formlegt vald. „Hugmynd að starfs- hópnum kviknaði sama ár og hann var skip- aður, 1998. Við fengum mjög gott fólk til samstarfs og að fenginni þessari reynslu höfum við skipað fleiri vinnuhópa til að fjalla um m.a. einelti, skólaakstur og með- ferð trúnaðargagna,“ segir Sigfús. „Skólareglur hafa alltaf verið til en gamla reglugerðin var samin fyrir tíma nýrra stjórnsýslu- og upplýsingalaga og aðal- námskrár. Kveða þurfti skýrar á um þau úr- ræði sem skólinn hefur til að taka á agamál- um. Í nýrri reglugerð og greinargerð er fjallað ítarlegar en áður um uppeldisskyld- ur, að foreldrar beri ábyrgð á námi og upp- eldi barna sinna en skóli aðstoði við félags- legt uppeldi barnanna.“ Sigfús upplýsir að í Valhúsaskóla hafi verið byrjað að endur- skoða skólareglur árið 1999. „Við kölluðum saman fulltrúa nemenda, kennara, foreldra og starfsfólks, fórum yfir nýju reglugerðina þegar hún lá fyrir, athuguðum hvað aðrir hafa gert og settum svo nýjar skólareglur. Þar koma einnig fram viðurlög ef ekki er farið að settum reglum en meginatriðið er að tekið er einstaklingslega á málum hvers nemanda. Hámarksviðurlög eru ákveðin en litið á hvert einstakt tilfelli fyrir sig. Það má helst líkja þessu við dómstólalöggjöf.“ Í skólareglum Valhúsaskóla, sem lesendur geta nálgast á heimasíðu Kennarasam- bandsins undir SÍ, eru reglur skýrar og viðurlög við brotum sömuleiðis, lögð er áhersla á skráningu allra agabrota og stöðugt og gott samband við foreldra. Sigfús segir marga skóla ýmist við það að setja nýjar skólareglur eða nýbúna að því. „Við skiptum vinnuferlinu við gerð skóla- reglna í fimm þætti: 1. Undirbúningur. 2. Hópvinna. 3. Kynning fyrir starfsfólki. 4. Kynning fyrir nemendum og foreldrum. 5. Framkvæmd. Þetta er fyrsti veturinn hjá okkur með nýjum reglum og við höfum nú þegar snið- ið nokkra vankanta af þeim. Nemendur fá skólasóknareinkunn sem ræðst af ástundun þeirra og hegðun. Þeir byrja á einkunninni tíu og umsjónarkennari kynnir hverjum nemanda stöðu sína vikulega. Nemendur eiga kost á að hækka ástundunareinkunn sína. Ef ástundun þeirra er óaðfinnanleg í eina viku hækkar hún um hálfan og svo framvegis. Skólasóknareinkunn kemur fram á einkunnablaði. „Það er mjög mikilvægt að menn eigi möguleika á að bæta sig,“ segir Sigfús. „Skólinn tekur eftir góðri skólasókn og metur hana, þeir nemendur sem standa sig mjög vel á hvorri önn, þ.e. fá tíu, hljóta sérstaka viðurkenningu. Stór hluti nemenda fékk viðurkenningu fyrir afburða ástundun fyrir áramót sem er mjög gleðilegt og ég vona að það haldi áfram. Nýjar skólareglur eru því stax farnar að skila árangri.“ Á ábyrgð skólasamfélagsins alls Skólareglurnar voru kynntar síðastliðið haust. „Kennarar fengu gátlista þar sem far- ið var yfir ýmsa þætti sem reglurnar byggja á. Eftir að nemendum höfðu verið kynntar reglurnar fengu þeir þær með sér heim og foreldrar áttu að skrifa undir að þeir hefðu farið yfir reglurnar með börnum sínum,“ segir Sigfús. „Ákveðið var að hafa reglurnar einfaldar og skýrar og ekki í skipunartón og kalla eftir hugmyndum margra, sem er í takt við hugmyndafræði reglugerðarinnar um sameiginlega ábyrgð skólasamfélagsins alls.“ Helsti munur á skólastarfi með tilkomu nýrra skóla- reglna er að sögn Sigfúsar sá að agareglur eru einfaldari og skýrari og búið er að setja vinnuferli í fastar skorður. „Hafa ber í huga að þrátt fyrir að reglur og viðurlög séu skýr eru þetta ekki reglu- stikureglur sem fela í sér sjálfvirkni, heldur er hvert tilfelli metið,“ segir Sigfús. „Viðbrögð foreldra hafa verið mjög já- kvæð og almennt séð nemenda líka en sum- um finnst þetta of strangt. Áður var eftir- setukerfi í gangi þannig að ef nemendur komu oft of seint var litið svo á að þeir skulduðu tiltekna vinnu. Einkunnakerfið veitir hins vegar meira aðhald. Eftir að skólareglur voru samdar út- bjuggum við samning sem gripið er til ef allt annað bregst. Fyrst var hann ótíma- bundinn en gildir nú í ákveðinn tíma og er þá endurskoðaður.“ Sigfús segir nemendahópinn breiðan og ýmiss konar ráðstafana þörf. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að grípa til samn- ingsins og hann hefur reynst vel. Þetta eru vandamál sem skólar almennt standa frammi fyrir, margir nemendur þurfa sérúr- ræði en þau eru ekki fyrir hendi. Biðlistar inn á stofnanir s.s. Stuðla og Barna- og unglingageðdeild eru ógnarlangir. Það er sorgleg staðreynd að kerfið styður ekki bet- ur við bakið á þessum krökkum en raun ber vitni,“ segir Sigfús að lokum. keg Skólareglur og ag i 14 Þann 14. maí 1998 setti samráðs- nefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skólastjóra á fót starfshóp til að fjalla um skólareglur og aga í grunnskólum. Hópnum var falið að huga að endurskoðun á gild- andi reglugerð um skólareglur og aga í grunnskólum og taka saman leið- beinandi vinnureglur um meðferð agabrota í grunnskólum, m.a. með tilliti til stjórnsýslulaga. Í lokaskýrslu sinni lagði hópurinn til að haldið yrði málþing um agamál í skólum. Nýjar skólareglur í Valhúsaskóla: Árangur farinn að koma í ljós „Það er mjög mikilvægt að menn eigi mögu- leika á að bæta sig,“ segir Sigfús. „

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.