Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 6
Hér á landi hefur að undanförnu farið fram nokkur umræða um líðan kennara í starfi. Nýlega kom til dæmis út skýrsla eftir Önnu Þóru Baldursdóttur sem byggist á könnun sem hún gerði um þetta efni og er meist- araprófsverkefni hennar í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands. Niðurstaða Önnu Þóru er að kulnunar í starfi gæti meðal íslenskra grunnskólakenn- ara, en þó minna en meðal erlendra kenn- arahópa sem borið var saman við. Ekki alls fyrir löngu skilaði starfshópur á vegum Fræðsluráðs Reykjavíkur skýrslu um ráðningarmál kennara þar sem lagt er til að könnuð verði líðan kennara í Reykjavík í starfi. Einnig leggur starfshópurinn til að gerð verði könnun meðal ungra kennara þar sem spurt verði um stuðning sem þeir fá í starfi. Andleg vanlíðan í starfi getur átt sér margs konar orsakir og birst með ólík- um hætti. Tökum tvö tilbúin dæmi úr starfsumhverfi kennara. • Kennari hefur sætt óþægilegri gagnrýni eða kæru af hálfu foreldra og finnst skóla- stjóri draga taum foreldranna í málinu. Viðbrögð kennara eru þau að honum finnst hann svikinn og sjálfsmynd hans bíður hnekki. • Kennari með langa starfsreynslu hefur lengi fundið til vanlíðunar í starfi. Í marga mánuði hefur honum fundist hann ekki þrífast í starfinu og eiga sífellt erfiðara með að ráða við það. Honum finnst hann eiga erfiðara en áður með að skilja börnin (nem- endur) og hann er uppstökkari en hann átti áður vanda til. Hann hefur einangrast frá öðrum kennurum. Hann sefur illa og fleiri líkamleg sjúkdómseinkenni hafa komið fram. Honum finnst lífið ömurlegt og til- gangslaust. Heimilislæknir gefur honum róandi lyf. Ósýnileg vandamál - í þagnargildi Eru þetta persónuleg vandamál viðkom- andi kennara sem koma öðrum ekki við? Hvert er hlutverk stéttarfélags og vinnu- veitenda í málum sem þessum? Danska kennarasambandið telur augljóst að þetta séu ekki einkamál einstakra félags- manna. Þess vegna hefur það lagt áherslu á að kanna hve víðtækt vandamálið er og reynt að bregðast við því á skipulagðan hátt með það að markmiði að hjálpa kennurum sem búa við andlega vanlíðan í starfi út úr vítahringnum. Vandamál af þessu tagi eru ekki auðleyst. Oft eru þau lítt eða ekki sýnileg. Þau eru sjaldan rædd á kennarastofum. Þó að vandamálin íþyngi í mörgum tilvikum ein- staklingunum sem í hlut eiga og jafnvel vinnustaðnum í heild liggja þau yfirleitt í þagnargildi og um þau gilda svipuð lögmál og um óhreinu börnin hennar Evu. Samkvæmt reynslu Dana eru ástæður andlegrar vanlíðunar í starfi hjá kennurum sem hafa nýtt sér ráðgjafarþjónustu DLF þessar: 1. Einstaklingsbundin vandamál 28% 2. Einkenni kulnunar í starfi 17% 3. Vandamál vegna stjórnenda 12% 4. Vandamál vegna nemenda 8% 5. Vandamál vegna samskipta við foreldra 6% 6. Vandamál vegna samstarfsfólks 6% 7. Líkamlegir kvillar af geðrænum toga 6% 8. Vandamál vegna misnotkunar (áfengis) 5% 9. Ofbeldi 4% Samkvæmt þessu eru einstaklingsbundin vandamál, til dæmis vegna veikinda, skilnaðar, ástvinamissis eða annarra áfalla, algengasta orsök vanlíðunar í starfi. Í flestum öðrum til- vikum tengist hún sjálfu starfsumhverfinu og er kulnun í starfi algengasta orsökin. Eiga kennarar fremur en aðrar stéttir á hættu að kulna í starfi? Sjálfsagt er erfitt að alhæfa í þessu efni. Samkvæmt gögnum Danmarks Lærerfor- ening verður kulnunar í starfi oft vart í þeim tilvikum þar sem: • Vinnan felst í samskiptum við annað fólk (eins og í kennslu). • Starfsmenn leggja eigin persónu og til- finningar í starfið. • Starfsmenn sjá sjaldan beinan árangur af framlagi sínu. • Starfsmenn hafa mörgum ólíkum verk- efnum að sinna án þess að ljóst sé hvað eigi að hafa forgang. • Starfsmenn hafa ekki nægilegt svigrúm í störfum sínum vegna þess að skipulag set- ur þeim skorður. • Starfsmenn fá of lítinn faglegan stuðn- ing og eru ekki í sambandi við samstarfs- fólk. • Samstarf er lítið eða ekkert á vinnu- staðnum. • Hvatning (innblástur) og þróunarstarf eru af skornum skammti. • Algengara er að starfið hljóti gagnrýni en að því sé hrósað af samstarfsfólki, not- endum, yfirmönnum, stjórnmálamönnum og almenningi. • Starfsmenn upplifa fátt jákvætt í dag- legum störfum sínum. Sennilega getur ýmislegt af þessu átt við um kennara. Þeir skipuleggja sjálfir veru- legan hluta vinnutímans og verða að gefa mikið af sjálfum sér í starfið. Þeir gera miklar kröfur til sjálfra sín og frammistöðu sinnar. Starf þeirra er stöðugt undir smásjá foreldra og stjórnmálamanna. Allir hafa skoðanir á því. Starfið breytist ört, m.a. með nýju og breyttu námsefni. Ráðgjafarþjónustan mælist vel fyrir María Pálmadóttir kennari í Austurbæj- arskóla og Sigurður Lyngdal kennari í Hólabrekkuskóla eru í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur sem fór nýlega til Danmerkur til að kynna sér ráðgjafarþjónustu danska kennarasambandsins fyrir kennara sem líð- ur illa í starfi. Sigurður: „Verkefni danska kennarasam- bandsins (RAMPA) hófst árið 1993. Til að stýra því var ráðinn félagsráðgjafi með mikla reynslu og þekkingu í að greina vandamál starfsfólks á vinnumarkaði og aðstoða við Vanl íðan og v innuumhverfi 8 Danmarks Lærerforening hefur skipu- lagt sérstaka ráðgjafarþjónustu fyrir félagsmenn sem telja sig búa við and- lega vanlíðan í starfi (psykiske arbe- jdsmiljøproblemer). Stjórn Kennarafé- lags Reykjavíkur var nýlega í Dan- mörku að kynna sér þessa þjónustu. Hvernig líður íslenskum kennurum í starfi? Er andleg vanlíðan í starfi persónulegt vanda- mál viðkomandi kennara sem kemur öðrum ekki við? Hvert er hlutverk stéttarfélags og vinnu- veitenda í málum sem þessum? Vinnuumhverfi Andleg líðan Ráðgjafarþjónusta

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.