Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 15
sumarnámskeið og þátttaka verður örugg- lega minni í sumar en í fyrra vegna breyt- inga á starfstíma skóla. Skólar eiga að búa til símenntunaráætlanir sem kennarar fara að vinna eftir í fyrsta lagi í haust og því lík- legt að þeir sitji af sér sumarið hvað þetta varðar. Stór hluti þeirra námskeiða sem fengu styrk verða því ekki haldin og þá dettur fjármagnið dautt niður. Hættan er að þetta dragi mjög úr fjölbreytni í náms- framboði þar sem stofnanir munu ekki aug- lýsa að ári námskeið sem ekki fékkst næg þátttaka í þetta árið.“ Kennarasambandið á að stýra þróuninni Andrés hefur mótaðar hugmyndir um hvernig takast megi að snúa þessari þróun við og telur lykilatriði að samtök kennara sjálfra taki ábyrgð á skipulagi símenntunar til dæmis í samráði við Símenntunarstofnun KHÍ. Hugmyndir hans ganga í stuttu máli út á að Símenntunarstofnun sendi skólum upplýsingar um nýjungar og hugmyndir í námskeiðum eða fræðslufundum. Skólar geri sjálfir óska- og þarfagreiningu í kjölfar- ið og sendi stofnuninni til baka, sem síðan geri nánari tillögur um form og innihald og sendi skólunum. Þá er unnt að skipuleggja starfstíma og stundaskrá kennara út frá þessu. „Þessi þjónusta Símenntunarstofn- unar yrði til að byrja með ekki verðlögð, heldur myndi stéttarfélagið ásamt samtök- um sveitarfélaga fjármagna hana. Að mínu mati ætti Kennarasambandið að bera ábyrgð á þessu ásamt sínum viðsemjendum en forystan lægi óskoruð hjá KÍ,“ segir Andrés. „Hugmyndir og aðferðir sem við höfum beitt í símenntun eru á hverfanda hveli. Kennarar hafa fram til þessa hugsað um sí- menntun sem námskeið en hún getur verið svo margt annað, bæði formleg og óform- leg. Sumarnámskeið hafa þann kost að þau þjóna sem samskiptavettvangur fyrir marga skóla víðsvegar um landið og þetta mun detta út, en auðvitað kemur annað í stað- inn. Landshlutaþing hafa að nokkru mætt þessari þörf en að auki munu koma til æ fleiri ráðstefnur og málþing hvers konar. Þeim mun fjölga hægt en örugglega. Þegar jafnmiklar breytingar verða og nú er að gerast er nauðsynlegt að grípa strax inn í og stýra þróuninni,“ segir Andrés. „Ef það er ekki gert munu skólar kaupa handahófs- kennt það sem aðvífandi sölumenn bjóða fram. Grunnskólakennarar missa þá tengsl- in við menntastofnanir kennara og sí- menntun verður að mestu ýmist í höndum sölumanna á almennum markaði eða að skólar leita til kollega sem vitað er að hafa sérþekkingu á einhverju sviði. Hlaðborðið verður svo fátæklegt að menn freistast til að taka það sem býðst. Mikið er í húfi og nauðsynlegt að vel takist til, þess vegna mega kennarar ekki missa þennan þátt úr höndunum á sér og yfir til annarra,“ segir Andrés að lokum. Námsframboð margfaldast Ingvar Sigurgeirsson er deildarforseti framhaldsdeildar Kennaraháskóla Íslands ásamt því að vera prófessor við skólann. Hann segir framhaldsdeildina vera í mikl- um vexti og námsframboð að margfaldast. Hvernig stendur á þessu? „Breytingar í skólakerfinu krefjast samsvarandi breytinga á framhaldsmenntun,“ segir Ingvar. „Milli- stjórnendum fjölgar og mikil gerjun er í kennslufræðum. Einnig má nefna að leik- skólakennarar sýna framhaldsnámi mjög mikinn áhuga og eru hlutfallslega flestir meðal umsækjenda. Vaxandi þróunarstarf í skólum kallar á að Kennaraháskólinn sinni frumkvöðlahlutverki, til dæmis á sviði upp- lýsingatækni og ekki má gleyma áhrifum nýrrar aðalnámskrár og nýs kjarasamnings. Við bjóðum nú þrenns konar framhalds- nám á fjölmörgum sviðum, Dipl.Ed.-nám sem tekur eitt ár til tvö ár með starfi, M.Ed.-nám og loks doktorsnám, en til- koma þess markar tímamót í framhalds- námi kennara og þroskaþjálfa. Næsta skref verður svo væntanlega að bjóða M.A. og M.S. nám og keppikefli er að bjóða al- mennt framhaldsnám hvort heldur er sem staðnám eða fjarnám að vali þátttakenda,“ segir Ingvar. Námsmöguleikar við framhaldsdeild KHÍ eru vissulega fjölbreyttir en að sögn Ingvars hafa umsóknir hins vegar verið bundnar við of fáar námsleiðir. „Fjórar námsbrautir eru vinsælastar í ár en það eru sérkennslufræði, stjórnun, upplýsingatækni og loks M.Ed.-námið. Ástæður eru nokkr- ar, meðal annars höfum við líklega ekki kynnt aðrar námsbrautir nógu vel. Upplýs- ingatækni er vinsæl núna, við erum með sterkan kennarahóp bæði þar og í stjórnun og sérkennslu auk þess sem löng og góð reynsla er komin af sérkennslunáminu. Hvað varðar M.Ed.-námið eru þar aðallega umsækjendur sem sóttu svokallaða opna námsbraut í fyrra og vilja halda áfram.Ein- Framhaldsmenntun 19 Andrés: Þegar jafnmiklar breytingar verða og nú er að gerast er nauðsynlegt að grípa strax inn í og stýra þróuninni. Ef það er ekki gert munu skólar kaupa handahófskennt það sem aðvífandi sölu- menn bjóða fram.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.