Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 13
„Nýr kjarasamningur framhaldsskólakenn- ara er varla kominn til framkvæmda en ljóst er að hann mun hafa veruleg áhrif á endurmenntun,“ segir Hafdís Ingvarsdóttir lektor í uppeldis- og menntunarfræði, sem jafnframt stýrir námi í kennslufræði til kennsluréttinda og situr í endurmenntunarnefnd fram- haldsskóla. „Nú eru ekki lengur gefin endurmenntun- arstig og meira lagt upp úr að fólk ljúki formlega ein- hverju námi. Lögð er áhersla á meiri dýpkun í endur- menntuninni sem er mjög jákvætt.“ Hafdís segir nýjar náms- leiðir sem í boði eru fyrir framhaldsskólakennara vera í takt við þessa áherslubreyt- ingu. „Við gátum séð fyrir mikilvægi þess að dýpka og lengja endurmenntun og hafa hana fjölbreyttari, og uppeldis- og menntunar- fræðin er að bregðast við því. Hingað til hafa stutt sumar- námskeið einkennt endur- menntunina en sennilega mun draga úr þeim.“ Hafdís telur þó ekki að sumarnámskeið muni leggjast af vegna þess að kennarar muni halda áfram að sjá sér bæði faglegan og félagslegan ávinning af að sækja þau. „Sumarnámskeiðin verða ekki lengur þungamiðja vegna þess að annars konar endurmenntun mun koma í þeirra stað, en þau þurfa engu að síður að vera áfram í boði. Miklu máli skiptir að kennarar úr ólíkum skólum og frá ólíkum stöðum á landinu fái tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Sumarnámskeið eru líka góð til að kynna nýjungar. Kennarar verða að hafa forsendur til að ákveða sjálfir hvaða endurmenntun þeir vilja og til þess þurfa þeir að vita hvað er nýjast og velja úr því. Ég sé sumarnámskeiðin einmitt fyrir mér sem þess háttar kynningu,“ segir Hafdís. Nýjar námsleiðir í Háskóla Íslands Uppeldis- og menntunarfræði við HÍ býður nú upp á þrjár tegundir af framhalds- námi, þar af tvær sem eru nýjung á þessum vettvangi. „Annars vegar er Dipl.Ed. nám- ið,“ segir Hafdís. „Það er 15 eininga nám sem unnt er að stunda með vinnu. Þetta nám skiptist í þrjár línur. Sú fyrsta er mat og þróunarstarf sem er mjög nauðsynlegt vegna þess að þótt ætlast sé til mats af öll- um skólum eru kennarar ekki endilega til- búnir að fara í tveggja ára meistaranám í þeim tilgangi að geta innt þetta starf af hendi. Þessar 15 einingar eiga að gefa næga þekkingu til þess að fólk geti stýrt matsvinnu í skólanum. Önnur línan er kennslufræði og náms- efnisgerð sem felst í kynningu á nýjungum í kennslufræði þeirrar greinar sem kennarinn kennir, nýjungum í almennri kennslufræði, m.a. í fjarkennslu, og loks námsefnisgerð. Fjarkennslan er í stöðugri sókn,“ segir Haf- dís og brosir, „hún er eins og fiskeldið, allir vilja eiga hlutdeild í henni. Ég vona bara að þetta fari betur en í fiskeldinu!“ Hafdís seg- ir að vegna nýrrar aðalnámskrár þurfi að semja mikið af nýju námsefni. „Það er ekki sjálfgefið að góðir og reyndir kennarar kunni að semja námsefni.“ Þriðja línan ber heitið fræðslustarf og stjórnun. „Fólk sem starfar ekki í skólakerf- inu hefur verið að koma inn í kennslufræði- námið. Þetta er fólk sem starfar í fyrirtækj- um og stofnunum við fræðslu og forvarnir og hefur rekið sig á að það vantar kennslu- fræði. Kennsluréttindanámið sem slíkt er hins vegar miðað við þarfir skólakerfisins. Þessu fólki þarf að bjóða annan kost og það er ætlunin með þessari línu. Þar er fjallað um skipulag fræðslu, gerð fræðsluefnis og nýjar stjórnunarkenningar, til dæmis um mun á konum og körlum sem stjórnendum.“ Fyrir þá sem vilja halda áfram er boðið upp á M.Ed. nám sem er 45 eininga starfs- tengt meistaranám, þar sem lögð er áhersla á að þjálfa fólk í þróunarstarfi. „Þetta er það sem stundum er kallað pro- fessional master á ensku og snýst um að auka hæfni fólks í því starfi sem það er í nú þeg- ar,“ segir Hafdís. „Einnig er að sjálfsögðu í boði 60 eininga M.A. nám þar sem áherslan er á að þjálfa fólk til rannsókna.“ Vettvangsnám er það sem koma skal Endurmenntun færist smám saman meira inn í skólana að sögn Hafdísar. „Ótal rann- sóknir gefa sterkar vísbendingar um að endurmenntun sem fer fram á skólatíma tengd starfsvettvangi sé miklu skilvirkari en þriggja til fjögurra daga námskeið utan vettvangs,“ segir hún og nefnir meðal ann- ars skrif Kanadamannanna Fullan og Hargreaves í þessu samhengi. „Framboð á Framhaldsmenntun 17 Á seinni árum hefur umræðan um menntun alla ævi orðið æ fyrirferðar- meiri og um þessar mundir er bein- línis gengið að því sem gefnu í mörg- um fyrirtækjum að starfsmenn end- urmennti sig árlega. Skólinn hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Þeir sem sinna endurmenntun kenn- ara eru með á nótunum eins og fram kemur í viðtölum við þau Hafdísi Ingvarsdóttur, Andrés Guðmundsson og Ingvar Sigurgeirsson. Endurmenntun símenntun framhaldsmenntun Breytingar á framboði, formi og innihaldi Mikil gerjun - hver verður þróunin?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.