Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 17
Eitt af undrum veraldar er á hve margvís- legan hátt hægt er að setja saman tónlist. Það sýnir sá fádæma margbreytileiki í stíl sem orðið hefur til í tónlist heimsins í gegn- um tíðina. Í fyrsta sinn í sögunni standa þessi ósköp nú öllum til boða, ýmist í lifandi flutningi eða á geisladiskum heima í stofu. Öll væri þessi tónlist þó meira eða minna merkingarlaus síbylja ef ekki kæmi til sá merkilegi hæfileiki okkar að geta aðgreint og flokkað þennan aragrúa stílbrigða. Aðferð hugans við að glíma við flókna veröld er að þjappa líkum hlutum saman í merkingarbærar heildir. Án flokka og hug- taka væri hugarstarf okkar glundroði. Það gildir jafnt um tónlist sem önnur fyrirbæri. Sýnt hefur verið fram á að börnum frá þriggja ára aldri er eiginlegt að draga líka tónlist saman í stílflokka sem hafa merk- ingu út frá þeirra eigin reynsluheimi, svo sem sjónvarps-, kúreka-, kirkju- og pabbatónlist. (Sjá t.d. Zwink,C.S. (1988). Verbal Cate- gorization of Holistic Musical Stimuli by Preschool Children: Implications for Cog- nitive Categorization). Á hverju byggir fólk slíka flokkun? Rann- sóknir í hugfræði (cognitive psychology) hafa leitt í ljós að hugurinn nemur sérkenni hvers stíls og flokkar eftir þeim. Ef sér- kennin eru nógu afgerandi lærist flokkunin ómeðvitað og sjálfkrafa, semsagt án nokk- urrar kennslu. Sem dæmi má taka aðgrein- ingu milli rokktónlistar og klassískrar tón- listar. Oft er blæbrigðamunur á stíl í tónlist miklu fínni en í þessu dæmi og þá eykst þörf fyrir kennslu og þjálfun. Þegar í hlut eiga tónverk með svipaðan stíl, eins og til dæmis tónsmíðar sam- tímatónskálda, getur munurinn verið svo hárfínn að þrautþjálfaðir hlustendur hafa ekkert annað að reiða sig á en „menntaða ágiskun“ eins og áhorfendur hins vinsæla sjónvarpsþáttar Kontrapunkts hafa ítrekað orðið vitni að. Í námskrám í tónlist er lögð áhersla á að nemendur læri að njóta tónlistar sem hlust- endur jafnt og flytjendur. Nýjar námskrár fyrir grunnskóla og tónlistarskóla eru ekki undantekning hvað þetta varðar. Gott sam- komulag er um að ákveðinn vitsmunalegur skilningur á tónlist sé forsenda þess að þetta markmið náist. Í því felst að skilja sögulega stöðu tónverka, form og bygg- ingu, stíl, hljóðfæraskipan og tengsl tónlist- ar við þjóðfélag og tíðaranda. Mér og öðrum tónlistarkennurum hættir oft til að líta svo á að slíkur skilningur auk- ist sjálfkrafa því fleiri og flóknari lög sem nemendur leika og því betur sem þeir flytja þau. Þetta er því miður ekki reyndin. Stíllæsi og annan skilning á tónlist þarf að kenna með beinum hætti og rannsóknir hafa sýnt að jafnvel lítt tónmenntað fólk getur nýtt sér tónfræðilegar upplýsingar um stíleinkenni, svo sem hljómferli, tónvef, taktslag og hendinga- og hljóðfæraskipan. (Sjá t.d. Þórir Þórisson (1996). Að greina Mozart frá Mendelssohn: Myndun hugtaka um stíl í tónlist. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla Íslands 5. árg. 1996, 23-42). Í nýrri aðalnámskrá tónlistarskóla er þessi staðreynd viðurkennd með því að leggja meiri áherslu á hlustun og almenna tónlist- arþekkingu nemenda, enda mun mikill meirihluti þeirra fyrst og fremst njóta tón- listar sem hlustendur í framtíðinni. Þörf fyrir innlent námsefni er brýn. Lærðu að hlusta nefnist nýúkomið námsefni eftir undirritaðan sem bætir að nokkru leyti úr þeirri þörf. Efnið skiptist í þrjú hefti. Í því fyrsta læra nemendur að heyra og skilja frum- og túlk- unarþætti tónlistar. Annað heftið segir sögu vestrænnar tónlistar frá endurreisn til 20. aldar í stuttu máli og greind eru dæmigerð tónverk frá hverju tímabili. Í þriðja hefti eru djassi, poppi og heimstónlist gerð nokkur skil. Áhersla er lögð á stíllæsi og að nemendur þjálfist í að beita fagorðaforða tónlistar með virkum hætti. Í námsefninu er hverju atriði fylgt eftir með æfingum, hlust- unarverkefnum, lestrarspurningum og smá- hópaverkefnum. Efnið má taka í hvað röð sem er. Heftin þjóna sem vinnubækur nem- enda en skólum gefst kostur á að kaupa hlustunarefnið sem er á sjö geisladiskum ásamt kennarasvörum og prófbanka. Mörg verkefnanna geta einnig nýst í efri bekkjum grunnskóla og auðvelt er að tengja þau við skapandi viðfangsefni og hreyfingu. Þórir Þórisson Nánari lýsingu á efni hvers heftis má finna á slóðinni: http://www.ismennt.is/ not/thoris/kennsla.html Námsgögn Þórir Þórisson kennir við kennara- deildir Tónlistarskólans í Reykjavík og samdi nýverið námsefni þar sem áhersla er lögð á stíllæsi. Þórir tók því vel að segja lesendum Skólavörð- unnar frá hugmyndum að baki náms- efninu og uppbyggingu þess. Að lesa tónlist með eyrunum 21 Sýnt hefur verið fram á að börnum frá þriggja ára aldri er eiginlegt að draga líka tónlist saman í stílflokka sem hafa merkingu út frá þeirra eigin reynsluheimi, svo sem sjónvarps-, kúreka-, kirkju- og pabbatónlist.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.