Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 14
vettvangsnámi er allt of lítið vegna þess að það er dýrt og fjármunir sem eru settir í endurmenntun eru allt of litlir. Þó höfum við getað boðið upp á heilsvetrar vettvangs- nám undanfarinn áratug og tökum þá yfir- leitt fyrir eitt til tvö greinasvið á vetri. Þetta nám er bundið við 80% þátttöku kennara á viðkomandi sviði í hverjum skóla sem sækir um. Í þessu námi tengjast skólar víða á landinu sem annars eru í litlu eða engu sambandi og vinna náið saman.“ Hafdís segir að vettvangsnámið hafi hlotið mjög jákvæðar viðtökur og kennarar tali um að það skili góðum árangri. Einnig setur endurmenntun framhalds- skólakennara upp sérstök áhersluverkefni, sem dæmi má taka mjög vel sótt 15 eininga nám í námskrárgerð og vettvangsnám vegna almennrar námsbrautar sem áður hefur verið kynnt hér í blaðinu. Ein tegund náms fær sérstaka fjárveitingu en það er nám í upplýsingatækni, „og kemur engum á óvart,“ segir Hafdís og brosir. „Kennarar velja sér námskeið sem viðurkenndir aðilar annast og geta sótt um að taka eitt til tvö námskeið á vetri.“ Vilji og áhugi kennara og skóla- stjórnenda er fyrir hendi „Endurmenntunarnefnd fundaði með for- mönnum faggreinakennara í haust þar sem þeir voru beðnir um að gera stefnuáætlun í endurmenntun, hver fyrir sitt félag, og þær eru að koma inn núna. Það þýðir að stefnu- mótun er í höndum kennara sem er mjög mikilvægt. Hins vegar skortir að fjármagn sé sett í fleiri hluti en upplýsingatækni, sem er einskis virði ef kennslufræðin fylgir ekki með. Ekki er nóg að hafa tækin og tólin, það þarf líka að vita hvernig á að nota þau,“ segir Hafdís. „En þetta tekur tíma. Skóla- þróun er alltaf hægfara. Skóli er geysilega flókin stofnun og það er í mannseðlinu að óttast breytingar. Samband nemenda og kennara er viðkvæmt og af hverju á kennari að fara að taka áhættu og kenna einhvern veginn öðruvísi ef allt gengur vel að hans mati? Mikilvægt er að allir skilji að breyt- ingar gerast ekki í einu vetfangi og að kenn- arinn er algjör lykilmaður í öllu þróunar- starfi. Ef hann vill ekki breyta þá verður ekki breytt. Námskrá breytir engu þar um.“ Hafdís er spurð að lokum hvað hún myndi gera ef hún hún hefði í höndum ótakmarkað fé til endurmenntunar. „Ég myndi veita fé í þróunarstarf þar sem unnið væri í hverjum skóla fyrir sig. Sérfræðingar færu þá inn í skóla og ynnu með kennurum á þeirra forsendum. Kennarar myndu stýra náminu sjálfir og skilgreina þarfirnar. Til að þetta væri unnt þyrfti að tryggja kennur- um nægan tíma, þ.e. að þeir gætu kennt minna á meðan þróunarstarfið varir.“ Miklar breytingar á símenntun grunnskólakennara Andrés Guðmundsson veitir Símenntun- arstofnun Kennaraháskóla Íslands forstöðu en stofnunin er að nokkru leyti í rekstrar- legu millibilsástandi um þessar mundir þar sem fjármagn til hennar er ekki tryggt. „Það má segja að símenntun sé að ganga í gegnum mikið breytingaferli sem hófst með flutningi grunnskóla til sveitarfélaga. Í kjölfarið var endurmenntunarsjóður grunn- skóla stofnaður árið 1999 og nýafstaðinn kjarasamningur mun einnig hafa áhrif. Við lifum á spennandi óvissutímum,“ segir Andrés og brosir. Áður sá endurmenntunardeild KHÍ alfar- ið um endurmenntun grunnskólakennara og fékk til þess fasta upphæð á fjárlögum sem síðan var skipt upp og útdeilt til kenn- ara í formi sæta á námskeiðum. Til þess að þau fengjust metin til stiga þurftu þau að vera 20 kennslustundir og tóku að jafnaði þrjá daga. Með stofnun endurmenntunar- sjóðs breyttist fjármögnunin á þann hátt að peningarnir sem upphaflega runnu til KHÍ voru settir í sjóð sem allir gátu sótt um í. Hugmyndin að baki var sú að þetta hvetti fleiri til að sækja um, til að mynda símennt- unarmiðstöðvar í dreifbýli. „Endurmennt- unarsjóður hefur því byggðastefnu að leið- arljósi og útdeilir fé meðal annars eftir því hvar námskeið eru haldin. Í þessu samhengi er litið á KHÍ sem Reykjavíkurskóla sem hefur áhrif á möguleika hans til að sækja í sjóðinn,“ segir Andrés. „Fram á þetta ár fengum við aukafjárveitingu en því hefur nú verið hætt og Símenntunarstofnun er því í dag rekin eins og hvert annað einkafyrir- tæki á markaði en faglega séð hefur hún öflug tengsl við skólakerfið. Við allar þessar breytingar á rekstrar- formi breytist símenntunin sjálf einnig. Námskeið færast af sumartíma yfir á starfs- tíma skóla sem er í sjálfu sér ágætt en tekur tíma og krefst nokkurra fórna. Þetta er 4000 manna stétt og 30-40 aðilar sem keppast um símenntun henni til handa. Í síðustu úthlutun veitti endurmenntunar- sjóður grunnskóla rúmlega 26 miljóna króna styrk til 142 námskeiða sem 36 aðilar standa að og að mínu mati er verið að kasta peningum á glæ,“ segir Andrés. „Þetta eru Framhaldsmenntun 18 Hafdís: Ótal rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að endurmenntun sem fer fram á skólatíma tengd starfsvettvangi sé miklu skilvirkari en þriggja til fjögurra daga námskeið utan vettvangs.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.