Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 9
En hvað er helst líkt og hvað ólíkt? Skóla- varðan fékk Elnu Katrínu Jónsdóttur og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur til að velta þessu fyrir sér. Elna: Staða grunnskóla- og framhalds- skólakennara í kjaramálum var lík áður en gengið var til samninga og líkar áherslur birtust í viðhorfskönnunum á vegum FG og FF svo sem að megináherslu bæri að leggja á stórhækkuð grunnlaun. Guðrún Ebba: Ef við athugum það sem er ólíkt kemur samningaferlið strax í hug- ann enda um mjög ólíka viðsemjendur að ræða. Annað sem greinir á milli er að helstu breytingar í kjarasamningi grunnskóla koma ekki til framkvæmda fyrr en með nýju skólaári. Elna: Veruleg grunnkaupshækkun í framhaldsskólum kom til framkvæmda strax í janúar en þar er þó á ferð blanda af launa- hækkun og tilfærslu milli vinnuþátta. Í upp- hafi stóð ekki til að upptöku nýs launakerfis og tilfærslur bæri svona brátt að, en eftir tveggja mánaða verkfall var komin gríðar- leg pressa á að ná ávinningi í launaumslagið strax. Guðrún Ebba: Aðdragandinn hljómaði skynsamlega hjá okkur og þó að hann sé langur er hann vissulega nauðsynlegur skól- unum til að undirbúa nýtt kerfi. Við settum á laggirnar sérstaka verkefnisstjórn sem hélt um tug námskeiða fyrir trúnaðarmenn, skólastjóra og fulltrúa sveitarfélaga. Margir bíða eftir handbókinni en í henni verður að finna verklagsreglur vegna framkvæmdar- innar. Einföldun vinnutímakafla Elna: Einnig er mikill munur fólginn í því að FG er með yfir hundrað viðsemjend- ur en FF aðeins einn og innan við þrjátíu skóla. Ef við víkjum að því sem er líkt, var náttúrulega sama áhersla á mikla hækkun dagvinnulauna. Hjá okkur bættist við að auka hlut þeirra í heildarlaunum, enda meiri munur þar en hjá FG. Svo einfölduð- um við vinnutímakaflann mjög mikið og drógum úr skilgreiningum, en gerðum ekki grundvallarbreytingar á kennsluskyldu, hvorki í vikustundum talið né í samsetningu kennslu og undirbúnings. Guðrún Ebba: Við einföldum líka á þennan hátt en göngum lengra í að færa ákvarðanir um vinnutíma út í skólana. Við segjum ekki nákvæmlega hvernig vinnutími kennara skuli vera og í þessu felst viss vörn sem ég vona að kennarar komi auga á, þ.e.a.s. að einhvern tíma er vinnutíma lokið og yfirvinna tekur við. Það getur verið yfirvinna vegna undirbúnings eða umsjónarstarfa alveg eins og vegna kennslu. Við erum ekki að rýma til fyrir nýjum störfum, þá þyrfti að lækka kennsluskyldu og það er seinni tíma mál. Við leggjum áherslu á að umsjónarkennari fái tíma til að sinna umsjónarstarfi eins og aðalnámskrá og samfélagið í heild kalla á, og eins og búið er að tala um árum saman. Þegar hans vinnu sleppir er vinnutíminn í raun búinn og lítill tími fyrir ný störf. Elna: Þetta á ekki við um FF en einnig við leggjum meiri áherslu á launaröðun en ekki aðeins á vinnutíma vegna viðbótarstarfa. Breytingar á kafla um vinnutíma eru mjög ólíkar í kjarasamning- um FF og FG enda gerðum við uppskurð á þeim kafla framhaldsskólasamninga 1997. Margt af því reyndist ekki nógu vel en ann- að gat auðveldlega komið inn í samninginn núna. Við hverfum til dæmis frá nákvæm- um mælingum. Margt er líkt í nýjum skil- greiningum í vinnutímakaflanum en að- ferðir eru ólíkar. Enda eru þrjú ár ekki langur tími í samningavinnu, þetta er þróun sem heldur áfram og hluti af því að laga skóla að samfélagsbreytingum. Vanir miðlægum kjarasamningum Guðrún Ebba: Við drögum úr nákvæm- um skilgreiningum í kjarasamningum en við hefðum getað gert miklu róttækari breytingar því að mörkin milli mismunandi starfa kennara eru svo oft óljós og þess vegna vildum við ekki skilgreina of ná- kvæmlega. Elna: Í þessum samningum er mikið sögulegt samhengi. Megináherslur eru líkar en ólíkar leiðir farnar í sumum málum og endurskipulagning einstakra þátta kjara- samninga á sér stað á mismunandi tíma. Guðrún Ebba: Það eru ekki margar til- viljanir í þessu. Elna: Nei. Ef ég hugsa um grunnskóla- samninginn finnst mér fólk vera allt of Samningar 12 Árið 1995 sömdu grunnskóla- og fram- haldsskólakennarar saman enda voru þá grunnskólar reknir af ríkinu. Árið 1997 var samið á mismunandi tíma og hafði grunnskólinn þá fengið nýjan viðsemjanda eftir flutning hans til sveitarfélaga. Öflug samvinna var þó milli HÍK og KÍ og sátu formenn hvors þeirra í báðum samninganefndum. Þannig er hefð fyrir samstarfi um samninga- og kjaramál milli skólastiga sem nýtt félagaskipt Kennarasam- band heldur á lofti og engan þarf að undra að kennarar eiga margt sameig- inlegt varðandi samningamál og breytingar á launum og starfskjörum, óháð því hvaða stigi þeir kenna á. Samningar grunnskólakennara og framhaldsskólakennara Margt líkt en annað ólíkt Guðrún Ebba: Þessi leið, að skilja eftir tiltekinn fjölda launaflokka fyrir skólana að deila út, er að vissu leyti tilraun sem fólk ákveður í næstu kjarasamningum hvort það vill ganga lengra með eða færa inn í töflu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.