Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 5
Ges task r i f6 var með hárið út um allt og þóttist ekki kunna að sitja eins og vest- rænt fólk við matarborð eftir að hafa flatmagað á „heltäcknings- mattan“ í kjallaranum. Engu að síður var þetta nám á háskólastigi og forstöðukona þess, Margareta Wirmark, var djörf háskólakona sem lagði allan metnað sinn í að fá fremstu leiklistargúrúa Svía á þessum tíma til að kenna við deildina. Við fengum innsýn í allt það helsta sem var að gerast í leiklist, bæði hjá atvinnumönnum og á- hugafólki, en einnig fræðslu um hvernig sú reynsla gæti nýst okkur í kennslu og skapandi skólastarfi. Þannig kynntist ég m.a. Mörtu Västin og Friteatern sem var eitt helsta framúrstefnuleikhús í Evrópu á áttunda áratugnum. Hún og hennar agaði leikhópur þræluðu okkur út, bæði líkamlega og and- lega, með aðferðum ættuðum frá Grotovsí hinum pólska. Eftir meðferðina hjá Mörtu og kó vorum við blá og marin, hás og radd- laus, en við efuðumst aldrei um tilganginn. Við fengum líka þekkta „sensí“ sálfræðinga sem voru mjög í tísku. Þeirra hlutverk var að leysa úr læðingi „frústrasjónir“ í grúppunni, fá fólk til að tjá sig um álit sitt á hvert öðru svo að grúppan yrði betri heild og grúppuverkefnin góð eftir því. Sumir nemendur kunnu sér ekkert hóf og tjáðu sig heil ósköp um hvað einhver annar í grúppunni væri frekur og framúrskarandi leiðinlegur og þá var gjarnan rifist og grátið og rokið út með látum og móðgast. Allur tilfinningaskalinn var spilaður upp og niður og sumir þóttust miklu betri manneskjur á eftir og hafa lært eitthvað af viti um sjálfa sig og aðra. Við vorum ung og óhrædd og kjörorð dagsins var „att befria sig själv“ eða að losa um allar hömlur og hleypa frelsinu inn í sálarlífið....ó, já, við trúðum á viðfangsefni okkar; þau voru ekki aðeins merkileg heldur afar róttæk og framsækin og það var ekki svo lítið. Kennarinn er gjörningameistari, leikstjóri og leikari Ég vildi setja þetta allt í víðara samhengi, fá meiri teoríu til að vera pottþétt þegar ég kæmi heim á klakann og innritaði mig í leiklistarsögu, leikbókmenntir og sýningagreiningu við Stokk- hólmsháskóla. Eiginlega vissi ég ekki hvað ég vildi með þessu námi, ég fór ung utan með óljósa leikstjóradrauma. Svo kom ég heim og byrjaði að vinna úr þessu öllu. Ég var óhemju kvíðin, hvernig yrði tekið á móti mér, hvar fengi ég vinnu með svona skrítna menntun? Ég leitaði bæði í leikhús- in og skólana, en auðvitað fannst mér ég ekki kunna neitt þótt ég væri með próf- skírteini upp á vasann. Það biðu mín hvorki hátt laun- aðar stöður né gullin tæki- færi, nema ég gæti skapað þau sjálf. Ég hafði nóg af hugmyndum og dirfsku til að færa þær í tal við skólamenn, m.a. í Kennaraháskóla Íslands, en ég fann fljótt fyrir vantrú þeirra og fordómum, þeir voru ekki alveg vissir um að leiklist ætti eitthvert erindi inn í kennaranámið. Ég fékk þó að halda einn og einn fyrirlestur og kenna örfáa tíma í leik- list sem boðið var upp á sem valgrein. Sömu sögu var eiginlega að segja úr leikhúsinu. Þar á bæ höfðu menn ekki mikla trú á „stelpu“ sem veifaði prófskírteini í leiklistar- fræðum og þóttist vilja vera leikstjóri, hún sem var ekki einu sinni með leikaramenntun! Ég fann fljótt fyrir þessari gagnkvæmu tor- tryggni sem ríkti og ríkir kannski enn meðal listamanna gagnvart akademísku námi og fræðilegum grundvelli listgreina og þá eins meðal ráðamanna í skólamálum gagnvart listrænu og verklegu námi sem ekki var reist á kennslufræðilegum grundvelli. Ég lenti milli tveggja vita og reyndi að klóra í bakkann og sanna fyrir báð- um „liðunum“ að það væri vit í þessu námi, að leiklist væri ekki bara listform heldur líka aðferð í kennslu og það væri nauðsynlegt, bæði í skólakerfinu og leikhúsinu, að hafa vel menntað fólk á þessu sviði. Þegar ég kenndi kennurum á framhaldssnámskeiðum og kenn- aranemum brýndi ég stöðugt fyrir þeim að kennarinn væri í raun gjörningameistari, leikstjóri og leikari í senn. Það er hann sem þarf að standa í stafni og stýra dýrum knerri, sneisafullum af hæfileikum framtíðarinnar og þegar ég leikstýrði, hvort heldur áhugafólki eða atvinnufólki, þá lagði ég alltaf mikið upp úr þessu „pedagógíska“, að kenna eitthvað um fagið um leið og „listin“ tók á sig mynd. Það er þessi blanda hins fræðilega og verklega, þess vitræna og listræna, teoríu og praxís, sem ég hef alltaf haft óbilandi áhuga og trú á í öllu starfi, hvort heldur er með skólafólki eða lista- mönnum. Núna rúmum tuttugu árum eftir að ég lauk mínu háskólanámi sjá- um við loks glitta í ein- hvern skilning á þessu. Nú hafa Listaháskólinn og Kennaraháskólinn tekið höndum saman og stofnað til réttindanáms fyrir leik- listarkennara og ætla m.a. að kenna kennslufræði leiklistar. Námið er þó ein- göngu ætlað þeim sem hafa leiklistarmenntun að baki. Það minnir mig aftur á hversu mikilvægt það er að kenna kennurum leiklist. Í starfi þeirra fer fram svo mikil miðlun og túlkun og þess vegna þurfa þeir að læra að beita sjálfum sér, koma fram, „performera“, nýta möguleika raddarinn- ar, þekkja og nýta sér að- ferðir leikhússins. Ég er sannfærð um að nýja nám- ið í Listaháskóla Íslands ýtir enn frekar undir þörfina og skilning- inn á því að almennir kennarar fái að kynnast „leikaranum“ í sjálf- um sér - rétt eins og leikarar sem ætla að kenna leiklist fá að kynn- ast „kennaranum“ í sér með nýja náminu í Listaháskólanum. Höf- uðatriðið er þó að takast megi að skapa opna og frjóa samræðu milli þessara aðila og auka þannig skilning þeirra á sérsviði hvor annars. Þá geta kennarar kennt af meiri list og listamenn leikið af meiri kunnáttu. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og höfundur. Í starfi kennara fer fram svo mikil miðlun og túlkun og þess vegna þurfa þeir að læra að beita sjálfum sér, koma fram, „performera“, nýta möguleika raddarinnar, þekkja og nýta sér aðferðir leikhússins. Ég er sannfærð um að nýja námið í Listaháskóla Íslands ýtir enn frekar undir þörfina og skilninginn á því að almennir kennarar fái að kynnast „leikaranum“ í sjálfum sér - rétt eins og leikarar sem ætla að kenna leiklist fá að kynnast „kennaranum“ í sér með nýja náminu í Listaháskólanum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.