Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 13
endanna eða hópa, einnig getur kennari
sent það sem er á skjánum beint í tölvur
allra nemenda. Hann getur einnig læst
einni eða fleiri tölvum nemenda þannig að
þeir séu ekki í tölvunni á meðan hann þarf
athygli þeirra óskipta annars staðar. Þá er
hægt að láta nemendur kjósa. Spurning frá
kennara birtist þá á skjám þeirra og þeir
krossa við „já“ eða „nei“. Samstundis birtist
lítil skjámynd með mynd af hendi sem er
með þumalinn ýmist upp eða niður eftir
því hvernig svarað var. Þetta er svo fljót-
gert að kennari getur auðveldlega skotið
spurningu um álit nemenda inn í venjuleg-
an fyrirlestur og haldið svo áfram með
hann að vörmu spori. Nú eða spurt hvort
gefa eigi frí eða ekki!“
keg
Berglind Arndal Ásmundsdóttir
tölvukennari hefur reynslu af gagn-
virku töflunni
Varmás fékk umboðið fyrir SMART
Board í fyrra og Hólabrekkuskóli hefur
þegar fest kaup á búnaðinum. Berglind
Arndal Ásmundsdóttir tölvukennari í
Hólabrekkuskóla hefur notað SMART
Board í kennslu í tölvuveri skólans frá síð-
ustu áramótum. „Þetta er algjör bylting,“
segir Berglind. „Taflan virkar eins og
tölvuskjár og kennarinn eins og músin.
SMART Board hefur það framyfir tússtöfl-
una að kennarinn er við töfluna og nær
betra sambandi við nemendur. Það er
miklu auðveldara að útskýra fyrir krökkun-
um þegar maður þarf ekkert að víkja frá.
Bendill eða ör er mjög lítið fyrirbæri en
kennarinn er stór og allt umhverfið miklu
stærra og þar af leiðandi taka krakkarnir
betur eftir því sem maður er að gera.
Kennslan verður miklu auðveldari. Mér
finnst þetta mjög skemmtilegt og spenn-
andi og ég held að ef ég ætti að vera án
töflunnar núna fyndist mér ég hálffötluð!“
segir Berglind.
Tölvutaf la með gömlu tússtöf luna sem fyr i rmynd
15
Þeir sem vilja kynna sér SMART
Board geta haft samband við Ólaf
hjá Varmás í síma 5668144, net-
fang olisig@varmas.is
Íslenska dansfræðafélagið, í samvinnu við Norræna húsið, hyggst
efna til helgarnámskeiðs í norrænum gagndönsum (kontradöns-
um) dagana 20. - 22. september næstkomandi. Auðvelt er að læra
gagndansa og þeir henta vel til að hrista saman bekkjarhópa, beint
og óbeint!
Gagndansar voru mjög vinsælir og raunar dæmigerðir fyrir vestræna dans-
hefð 19. aldar. Einkenni þeirra eru þau að par eða pör dansa á við par eða önn-
ur pör. Sem íslensk dæmi um gagndansa mætti nefna Vefarann og Lansé.
Námskeiðið fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík og fyrirkomulagið verður
þannig að föstudagskvöldið 20. september munum við hittast kl. 20.00 og
dansa nokkra íslenska gagndansa. Á laugardag og sunnudag verður byrjað kl.
10.00 og dansað til kl. 16.00 með hæfilegum hléum. Hingað til lands er vænt-
anlegur sænskur sérfræðingur í gagndönsum, Anna-Karin Ståhle, sem mun
kenna norræna gagndansa. Íslenskir kennarar, undir stjórn Sigríðar Þ. Val-
geirsdóttur, munu kenna íslensku dansana. Aðeins verður um að ræða einfalda
og aðgengilega dansa.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á námskeiðinu fyrir 14. september í síma
Norræna hússins: 551 7030 eða með tölvupósti: agni@nordice.is Þátttöku-
gjald fyrir allt námskeiðið er kr. 5.000 og greiðist fyrir sama tíma inn á reikning
Íslenska dansfræðafélagsins: 0517-26-005805. Kennitala félagsins er 580500-
4040.
Benda má á gildi gagndansa fyrir félagslíf. Fyrir utan að vera kynning á
menningu liðins tíma og framlag í þorrablót næsta vetrar, þá eru þeir einstak-
lega skemmtileg leið til að hrista saman hópa hvort heldur er um að ræða ung-
linga, eldri borgara eða félagshópa af öðru tagi.
Norrænir gagndansar
Tími: 20. - 22. september 2002.
Staður: Norræna húsið í Reykjavík.
Þátttökutilkynning fyrir 14. september 2002 í síma 551 7030 eða
agni@nordice.is
Þátttökugjald: Kr. 5.000. Greiðist inn á reikn. 0517-26-005805.
Íslenska dansfræðafélagið
Hristir saman hópa
Frétt