Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 22
KÍ
25
Hjördís Þorgeirsdóttir lauk MA (honours) prófi í
félagsfræði og félagslegri stjórnun frá Háskólan-
um í Edinborg árið 1981 og uppeldis- og
kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla Ís-
lands árið 1989. Frá 1981 til 1986 starfaði Hjör-
dís sem leiðbeinandi í félagsfræði við Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki og frá árinu 1989
hefur hún starfað sem framhaldsskólakennari í
félagsfræði við Menntaskólann við Sund. Á
Sauðárkróki var Hjördís trúnaðarmaður kennara
í Hinu íslenska kennarafélagi og frá 1993 hefur
Hjördís starfað fyrir kennarasamtökin, sat í
skólamálanefnd HÍK 1993-1995 og formaður
skólamálanefndar frá 1995-1999. Í nýju Kennara-
sambandi Íslands varð hún varaformaður Félags
framhaldsskólakennara og formaður skólamála-
ráðs Kennarasambands Íslands. Hún hefur
einnig gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á
tímabilinu, m.a. setið í endurmenntunarnefnd
framhaldsskólakennara, stjórn EHÍ og stjórn
Námsmatsstofnunar. Hún hefur einnig setið í
stjórn Félags félagsfræðikennara á framhalds-
skólastiginu frá 1991.
Núorðið skiptist fólk á vefslóðum eins og símanúmerum og við hjá Skóla-
vörðunni ákváðum að hleypa af stokkunum litlum dálki með uppáhaldsvefslóð-
um hinna og þessara. Til að gefa tóninn fengum við Þröst Brynjarsson, vara-
formann Félags leikskólakennara, til að upplýsa um þá vefi sem hann fer oftast
inn á, fyrir utan vinnuvefinn auðvitað (ki.is):
Uppáhaldsvefir Þrastar Brynjarssonar
ismennt.is • unak.is • khi.is • bupl.dk • pædaogogfelag.fo • barn.is
leikskolar.is • idavollur.akureyri.is • radio.france.fr • af.ismennt.is
ecole.wanadoo.fr.mat-albert.petis/ • education.fr • mbl.is • strik.is
baggalutur.is
Uppáhaldsvefirnir mínir
V e f a n e s t i
Jón Ingi Einarsson lauk almennu kennaranámi
árið 1970 og námi fyrir stjórnendur skóla frá KHÍ
árið 1992. Hann hefur starfað sem skólastjóri frá
árinu 1972, fyrst við Víkurskóla til 1982, þá við
Eskifjarðarskóla til 1993 og loks við Laugalækj-
arskóla þar til hann tók við starfi hjá SÍ. Jón Ingi
sat í stjórn Félags yfirkennara og skólastjóra
árin 1987-1990 og var formaður SÍ 1994-1997.
Hann starfaði jafnframt í sveitarstjórnum og
stjórnum landshlutasamtaka um tólf ára skeið.