Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 6
Sue stýrði um tíma menntamáladeild
samtakanna National Trust sem sjá um
friðuð hús og minjar í Bretlandi, hún hefur
verið Evrópuráðinu til ráðgjafar um sögu-
kennslu og starfar nú sem sérfræðingur hjá
Qualifications and Curriculum Authority,
námsmatsstofnun Breta. Auk þessa hefur
Sue skrifað í tímaritið Teaching History og
stjórnað eða aðstoðað kennara við ótal
verkefni víða um lönd. Þeir eru því fáir
sem hafa eins góða yfirsýn yfir námskrár í
sögu, sögukennslu, sögubækur og sögupróf
í Evrópu og Sue Bennett. Það var mikill
fengur að fá hana á söguþingið og tilvalið
þótti að eiga við hana orð fyrir
Skólavörðuna í leiðinni.
Mig langar að spyrja þig um mikil-
vægi sögumenntunar fyrir ungt fólk.
Margir hafa haldið því fram að hún sé
hugsanlega mikilvægari nú en nokkru
sinni fyrr, eftir 11. september. Álítur þú
að sá dagur hafi breytt einhverju í þessu
sambandi?
Það er erfitt að segja. Hann kann að
breyta ýmsu í augum almennings en ég er
ekki viss um að hann breyti neinu um mik-
ilvægi þess að kenna sögu. Vissulega er
þetta sögulegur atburður en ekki endilega
sérlega mikilvægur. Mér sýnist að gildi
sögunnar fari einkum eftir stöðu hennar í
hverju landi. Áhugi á sögukennslu virðist
vera mestur þar sem mikið er rætt um
sjálfsmynd, til dæmis í fyrrum Sovétlýð-
veldum, eða þar sem leitað er nýrrar sjálfs-
myndar til að taka út úr annarri stórri, eins
og í Skotlandi og Wales. Menn sjá hana
sem tæki til að móta þjóðarímyndina,
a.m.k. stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk
sem er mjög áhrifamikið.
Sögukennarar líta hins vegar allt öðru
vísi á hana, fremur sem safn þekkingar og
hæfni, leið til að skilja orsakasamhengi.
Þarna nálgast fólk söguna úr tveimur geró-
líkum áttum. Í Lettlandi þar sem 40%
þjóðarinnar eru rússneskumælandi þarf
fólk að standast próf til að fá ríkisborgara-
rétt. Prófið er á lettnesku og fjallar um lett-
neska sögu, fræga Lettlendinga o.s.frv.
Sams konar hugmyndir eru á kreiki í
Englandi. Sögukennarar í Lettlandi eru
hins vegar á allt öðrum nótum, að skoða
frumheimildir, ýta undir gagnrýna hugsun
og þess háttar. Endirinn verður trúlega
einhvers konar blanda þessara sjónarmiða
enda er gagnrýnin hugsun ákaflega mikil-
væg í nútíma samfélagi. Lýðræðisleg sam-
félagsgerð hvetur beinlínis til hennar og
hvaða námsgrein hentar hér betur en saga?
Menn hafa ekki almennilega áttað sig á
spennunni þarna á milli: Annars vegar er
gagnrýnin hugsun og hins vegar viðleitnin
til stöðugleika í samfélaginu. Auðvitað er
þetta þeim mun flóknara þar sem margir
ólíkir hópar mynda samfélagið.
En svo eru líka dæmi um að sögu-
þekking eða -áhugi geti verið hið versta
mál, samanber Norður-Írland?
Hluti vandamálsins þar er að sagan er
svo lifandi, ekki bara hugmyndir um liðna
tíð. Ríkjandi hugmyndir og tilfinningar
rugla eða hafa áhrif á skynjun fortíðarinn-
ar. Á Euroclioþingi í vetur var áhugavert
að heyra tvo norður-írska sögukennara,
hvorn úr sinni áttinni, segja frá svokölluðu
„empathy-program“ sem þar hefur verið
prófað og á að auka gagnkvæman skilning
og umburðarlyndi mótmælenda og
kaþólskra. Þetta er til dæmis gert með að-
stoð hlutverkaleikja og með margs konar
verkefnum eru nemendur hvattir til að
skoða liðna atburði með öðrum gleraugum
en þeir eiga að venjast. En það er erfitt fyr-
ir skólana að vinna í því umhverfi sem
þarna er - um leið og nemendur koma út
úr skólanum blasir sagan við þeim á veggj-
um og víðar og eitthvað heyra þeir heima
hjá sér. Kennararnir lögðu báðir áherslu á
að hvert einasta skref yrði að stíga af mikilli
varfærni því að fjölskyldur allra nemenda
ættu um sárt að binda vegna átaka liðinna
ára. Þrátt fyrir það sögðust þeir bjartsýnir
þegar þeir hugsuðu til framtíðarinnar.
Fórnarlömb þeirra sem misnota
söguna
Svo að þú ert á þeirri skoðun að hægt
sé að nota söguna til að kenna gagnrýna
hugsun, jafnvel flókin hugtök eins og
umburðarlyndi?
Já, þjálfun gagnrýnnar hugsunar er bein-
línis hluti af námskrá í sögu víða, svo sem á
Írlandi og á Möltu. Jafnvel þar sem
námskrár snúast að mestu um þekkingarat-
riði er þess farið að gæta. Þetta tengist líka
því sem fram fer í námsmatsfræðunum.
Sumum vex í augum að prófa þessa færni.
Sögumenntun
Í vor var haldið í Reykjavík 2. íslenska
söguþingið, stór ráðstefna sagnfræð-
inga og annarra sem áhuga hafa á
sögu. Til þingsins var boðið þremur
erlendum gestum sem þekktir eru á
vettvangi sagnfræði, þ.á m. sögu-
kennaranum Sue Bennett frá Bret-
landi. Hún er fráfarandi formaður
EUROCLIO, Evrópusamtaka sögu-
kennara sem hafa undir sínum vernd-
arvæng 65.000 kennara í fjörutíu Evr-
ópulöndum en Félag sögukennara á
Íslandi hefur starfað töluvert með
þessum samtökum undanfarin ár.
Frá Plató til Nató
Viðtal Margrétar Gestsdóttur við Sue Bennett
7
Sagan er notuð á ýmsan hátt;
sem tæki til að móta þjóðar-
ímynd, sem safn þekkingar og
hæfni og leið til að skilja or-
sakasamhengi og loks til að
ýta undir gagnrýna hugsun.