Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 20
um. Við bjóðum fyrst og fremst upp á fjar- kennslu fyrir eldri nemendur eða lengra komna en með því getum við nýtt kennar- ana betur, náum fram hagræðingu og get- um í kjölfarið boðið upp á fjölbreyttara nám.“ Frumkvöðlar í notkun fjarfundabún- aðar Menntaskólinn hefur í auknum mæli tek- ið þátt í fullorðinsfræðslu og símenntun á svæðinu og er einn af stofnendum Fræðslu- nets Austurlands. Öldungadeild er starf- andi við skólann og hefur hún eflst með til- komu fjarfundabúnaðar en Helgi telur að ef hann verður tekinn í notkun í öllum þéttbýliskjörnum á svæðinu muni opnast nýir möguleikar á að mæta þörfinni fyrir framhaldsnám og það sé hlutverk skólans að sinna því. Tölvur og fjarfundabúnaður hafa líka auðveldað allt utanskólanám og hafa allt að 70 nemendur notað sér það undanfarið við menntaskólann. „Í kringum þessa utanskólanemendur hafa þróast margskonar fjarnámstilboð og við höfum útbúið fjarkennslunámsefni í nokkrum greinum. Til að byrja með var þetta hálfgert bréfaskólafyrirkomulag en hefur svo þróast með tilkomu fjarfunda- búnaðar í þrjá framhaldsskóla á svæðinu og þá tókum við upp kennslu á milli skólanna. Þeir hafa haft samstarf um nám fyrir leið- sögumenn, boðið var upp á skrifstofubraut í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi og voru nemendur víðsvegar á landinu í námi í gegnum fjarfundabúnaðinn.“ Í raun fer fram nám á háskólastigi við menntaskólann, þar hefur verið boðið upp á nám í hjúkrunarfræði og leikskólafræðum frá Háskólanum á Akureyri, nám frá End- urmenntunarstofnun Háskóla Íslands og kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík og allt gert í gegnum Fræðslunet Austurlands. Menntaskólinn á Egilsstöðum góður kostur Um helmingur nemenda býr á heimavist sem hefur sett svip sinn á skólann og tengir starfsfólk og nemendur vel saman, í raun er vistin eins og eitt stórt heimili og er að- dráttarafl fyrir skólann. „Skóli er ekki bara hús. Skóli er samfélag nemenda og starfsfólks,“ segir Helgi Ómar og bendir á að í heimavistarskóla sé brýn ástæða til að leggja áherslu á félagslíf nem- enda og styrkja það og efla á allan hátt. Gæði þess eru að sjálfsögðu undir nemend- um sjálfum komin en stjórnendur geta ýtt undir jákvæða þætti á margvíslegan hátt. Stærsti hluti ungmenna hér sækir nám heima í héraði en sumir kjósa að fara annað og eru margar ástæður fyrir því. Á hverju hausti velja um 45% nýnema á Austurlandi að hefja nám við Menntaskólann á Egils- stöðum, hinir skiptast á milli Verkmennta- skóla Austurlands og Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Alltaf eru þó nokkrir sem fara norður eða suður og svo er einhver hluti sem ekki fer í skóla. Okkur hefur gengið vel að halda í nemendur og brottfall fer minnkandi hjá okkur en hér er mikið streymi í gegn af nemendum og al- gengt að menn taki sér frí til vinnu um tíma og komi svo til baka. Við höfum hugsað utanskólanámið fyrir þá krakka.“ Þegar hugleitt er það sem hér hefur ver- ið sagt um mikilvægi skóla í héraði leikur enginn vafi á að Menntaskólinn á Egils- stöðum hefur mikil áhrif á mannlífið á Austur Héraði, það er hagur fjórðungsins að skólinn vaxi og dafni og það er hagur bæði nemenda og foreldra að hægt sé að stunda menntaskólanám heima í héraði. Steinunn Þorsteinsdóttir Viðta l 23 Skarphéðinn G. Þórisson tók þessar myndir af heimsókn nemenda í ME til fasanabóndans Skúla Magnússonar. Okkur hefur gengið vel að halda í nemendur og brottfall fer minnkandi hjá okkur en hér er mikið streymi í gegn af nemendum og algengt að menn taki sér frí til vinnu um tíma og komi svo til baka. Við hugsum utanskólanámið fyrir þá krakka. Dagana 2. - 24. ágúst verður haldin á Grand hóteli í Reykjavík norræn ráð- stefna um fötlunarannsóknir á vegum NNDR, Nordic Network on Disability Research, en það eru norræn samtök félagsvísindamanna sem vinna að fötl- unarrannsóknum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna samtakanna er haldin hér á landi. Hún fer fram á ensku og verða haldnir um 100 fyrirlestrar sem spanna ólík svið og áherslur. Í fréttatilkynningu um ráðstefnuna segir að hún sé opin öllum sem hafa áhuga á fræðilegri þróun á sviði fötlunar. Skipuleggjendur ráðstefnunnar vænta þess að hún verði mikilvægt innlegg í umræðu um líf og aðstæður fatlaðra og hvetji til frekari rannsókna á því sviði hér á landi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar: http://www.nndr.dk/iceland2002 Norræn ráðstefna um fötlunar- rannsóknir Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.