Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 12
„SMART Board er kanadískur
búnaður sem auðveldar mjög alla
vinnu í skólastofunni,“ segir Ólaf-
ur. „Þetta er tafla sem tengd er
beint við tölvu og myndinni varp-
að á hana með skjávarpa. Hægt er
að vinna beint á töfluna með
fingrunum en einnig fylgir hug-
búnaður, penni og töfluþurrka.“
Með SMART Board er hægt að
hafa aðgang að og sýna upplýsing-
ar af Netinu, sýna myndbönd,
glærur, efni af geisladiskum og
nota allan helsta hugbúnað og þær
aðgerðir sem hann býður upp á,
hvort heldur um er að ræða
fjarfundaforrit, rit- og mynd-
vinnsluforrit eða annað. Allar að-
gerðir er hægt að vinna með því að styðja
fingri á töfluna eða teikna beint á hana;
fingurinn verkar eins og bendill, mús og
penni, allt í senn. Allt sem unnið er á
SMART Board er hægt að vista, prenta,
senda nemendum í tölvupósti eða setja inn
á heimasíðu. Einn helsti kostur SMART
Board að mati Ólafs er ef til vill sá að
kennarinn getur staðið uppi við töflu og
snúið sér að nemendum sínum þótt verið
sé að vinna með tölvu í stað þess að hlaupa
að og frá tölvunni.
Sjötíu og tveggja tommu SMART Board
tafla kostar með öllu 315 þúsund krónur.
Möguleikar þessarar töflu eru óteljandi og
sífellt bætist við. Allar uppfærslur á þeim
hugbúnaði sem hægt er að vinna með í
tölvunni eru fríar. Ég kenni kaupendum að
nota töfluna, það er sáraeinfalt og aðal-
kennslan felst í rauninni í að sýna alla
möguleikana sem hún býr yfir. Hvort sem
fólk er vanara microsoft eða macintosh
umhverfi þá vinnur það bara eins og það er
vant á þessa töflu.“ Ólafur hefur svolitla
sýnikennslu á forriti sem heitir „Route66“
en þar er að finna kort af öllum stöðum
Evrópu. Ólafur notar fingurinn til að
stækka hluta af Íslandskortinu sem hann
ætlar að vinna með, teiknar strik þar sem
fyrirhuguð eru jarðgöng og teiknar hringi
utan um eða krossar við staði sem hann vill
fjalla um hverju sinni. Á meðan unnið er í
einu forriti er hægt að kalla fram önnur,
svo sem glærusýningu sem tengist náms-
efninu, reikniforrit eða hvað sem vera vill.
Að ná athygli allra nemenda - alltaf
„Nauðsynlegt er að hafa aðgang að
skjávarpa til að vinna á þessa töflu,“ segir
Ólafur, „en það hafa líka flestir skólar. Ég
sé fyrir mér að í framtíðinni verði skjávarpi
og gagnvirk tölvutafla staðalbúnaður í
hverri skólastofu, hvort sem um er að ræða
grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla.
Gífurleg þróun er í gerð hugbúnaðar fyrir
skóla og fyrirtæki sem tekur meðal annars
mið af þessum búnaði og sem dæmi má
nefna forritið SynchronEyes frá sama fyrir-
tæki og býr til SMART Board. Þetta forrit
gerir kleift að vinna á samræmdan hátt í
tölvustofum og annars staðar þar sem allir
nemendur eru með tölvu og Njarð-
víkurskóli er nú þegar búinn að taka forrit-
ið í notkun. Kennari getur skilgreint einn
eða fleiri hópa sem hann sendir verkefni til,
tekur á móti lausnum frá o.s.frv. Ekki er
nauðsynlegt að nota gagnvirka töflu til að
vinna með þetta forrit en það er að sjálf-
sögðu hægt og - eins og með aðra vinnu -
eykur þá fjölbreytni möguleikanna í
kennslunni. SynchronEyes býður upp á
ýmsa möguleika, til dæmis að sýna vinnu
eins hóps eða nemanda á töflunni, tjaldinu
eða skjánum og á skjám allra hinna nem-
Tölvutaf la með gömlu tússtöf luna sem fyr i rmynd
14
Svo segir í kynningarefni um SMART
Board, gagnvirku töfluna, og það
verður að segjast að hér er engu log-
ið. Íslenskir kennarar hafa kynnst
SMART Board á tölvusýningum og í
skólaheimsóknum erlendis og lýst yfir
miklum áhuga á búnaðinum. Fyrir-
tækið Varmás er með umboð fyrir
SMART Board á Íslandi og
Skólavarðan tók hús á Ólafi
Sigurðssyni framkvæmda-
stjóra og fékk hjá honum nán-
ari upplýsingar um þessa
undratöflu.
Þetta er auðvelt. Þetta er
gagnvirkt. Þetta er Smart.