Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 16
Danmerkurferðin varð hvati að því að tekin var upp sú stefna að borða lífrænt ræktaðar matvörur. Annað varðandi mat heillaði þær stöllur, en það var hve matseð- illinn var árstíðabundinn, boðið var upp á grænmeti og ávexti eftir því hvenær upp- skerutíminn var. „Við gerum þetta hérna eins og mögu- legt er, tómatar, gúrkur og paprika á vorin og sumrin, íslenskt kál og rótargrænmeti á haustin. Erlent grænmeti er að mestu tekið af matseðlinum í leikskólanum á meðan það íslenska er ferskt og gott.“ Á grænni grein í lífinu Í Silkeborg heimsóttu stöllurnar leik- skóla sem var eins umhverfisvænn og hægt var að hafa hann, hvort sem um var að ræða starfsemina eða húsnæðið. „Það var ótrúleg upplifun að koma þarna og við vorum alveg heillaðar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að við fáum svona skóla hér á landi og reyndar er byrj- að að undirbúa byggingu leikskóla af þessu tagi á Kjalarnesi. Hann kostar peninga og tekur tíma í undirbúningi en er vonandi ekki mjög fjarlægur draumur. Bygging skólans í Silkeborg var umhverfisvæn að öllu leyti, klæðningin að utan var úr við- haldsfríum olíuviði, húsið var kynt upp með sólarorku og svokölluðum finnskum múrsteinsofni og regnvatni safnað í tank til að hreinsa salernin. Þarna er eingöngu keypt lífrænt ræktuð matvara og lögð áhersla á árstíðabundið grænmeti.“ Allir skólarnir sem þær stöllur heimsóttu áttu það sameiginlegt að hafa skýra hug- myndafræði varðandi umhverfismennt og vissir þættir höfðu forgang þótt þeir væru kostnaðarsamir, þá aðallega maturinn. Í báðum löndum var sorp flokkað. „ „Það kom okkur á óvart í ljósi þess hve mikil áhersla er lögð á náttúruna og virð- ingu fyrir henni hve flokkun á ólífrænu sorpi var óskipulögð hjá flestum þrátt fyrir að endurvinnsla væri langt á veg komin í báðum þessum löndum og stutt í alla gáma. Við erum miklu duglegri við að flokka og vorum við mjög stoltar af því.“ „Flestir leikskólarnir sem þær heimsóttu státuðu af svokölluðum grænfána, en hann er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu og er tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað tals- vert í rekstri. Hér heima eru það skólar á grunnskólastigi sem hafa fengið grænfána og tekið þátt í slíkum verkefnum en leik- skólar hafa ekki enn tekið þátt. Anna Borg segir að ástæðan sé sú að nemendur þurfi að vera fundarhæfir og geta mótað stefnu í umhverfismálum en það gera leikskólabörn ekki. „ „Þeir leikskólar þarna úti sem höfðu fengið fánann höfðu unnið að verkefnum í samráði við grunnskólann. Hér í Hafnar- firði er Engidalsskóli búinn að setja sér markmið og er kominn með umhverfisráð sem vinnur að því að fá fánann. Ég er kom- in með leikskólann inn í það verkefni og fær hann vonandi að flagga fánanum innan tíðar.“ Svangi Mangi, fata sem borðar „Á Norðurbergi hafa barnið og náttúran forgang. Börnin njóta náttúrunnar og upp- lifa hana á jákvæðan hátt með öllum skyn- færum. Starfið er árstíðabundið hvort sem um er að ræða mat, hópastarf, tónlist eða sögulestur. „ „Markviss umhverfisstefna skilar ár- angri þegar til lengri tíma er litið. Börnin eru kannski ekki meðvituð um umhverfið, enda hafa þau ekki þroska til að skilja hvað Umhverfismennt í le ikskólum 19 Markviss umhverfisstefna skilar árangri þegar til lengri tíma er litið. Börnin eru kannski ekki meðvituð um um- hverfið, enda hafa þau ekki þroska til að skilja hvað hug- takið umhverfisvænn felur í sér, en okkar starf er að gera þetta að eðlilegum og sjálf- sögðum þætti í lífinu og kenna þeim að læra að þekkja hug- tökin og táknin.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.