Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 7
Ég held að æ fleiri lönd séu farin að nota
próf sem eru útbúin á afar snjallan hátt
hvað varðar frumheimildir og gagnrýna
hugsun og hafa markmið sem snúast um
útskýringar, skilning og mat. Þekking án
skilnings er ekki mikils virði - það er færni
sem dugar vel í spurningaþáttum en kemur
að litlu gagni þess utan. Nú hefur saga orð-
ið geysilega vinsælt sjónvarpsefni í
Englandi, sbr. þætti um sögu Englands sem
sýndir eru á BBC Prime. Hún er líklega
eitt vinsælasta fjölmiðlaefnið á okkar dög-
um og reyndar virðist allt sem snertir arf-
leifðina vera vinsælt. Og þarna held ég að
sögukennarar gegni mikilvægu hlutverki
við að hjálpa nemendum að átta sig á að
hver sjónvarpsþáttur eða kvikmynd sýnir
aðeins túlkun viss hóps fólks á sögunni. Ef
ungt fólk hefur ekki forsendur til að skilja
það getur það auðveldlega orðið fórnar-
lömb þeirra sem misnota söguna beinlínis í
margvíslegum tilgangi.
Getur þú sem reyndur kennari mælt
með einni aðferð sem sé öðrum betri til
að kenna ungu fólki það sem við höfum
verið að tala um?
Nei. Hver kennari verður að finna sína
eigin aðferð. Til eru dásamlegir kennarar
sem gera helst ekkert annað en að tala en
eiga létt með að fá nemendur í umræður.
Þeir kunna að ná svipuðum árangri og
aðrir sem nota mun líflegri og fjölbreyttari
aðferðir. Kennarar verða að prófa hversu
vel aðferðir þeirra þjóna þeim markmiðum
sem þeir hafa í huga. Ef til væri hin eina
rétta aðferð væri sköpunarkraftur kennar-
ans fyrir bí. Það skemmtilega við að kenna
er að fara inn til nemendahópa með mis-
munandi hugmyndir um hvað eigi að gera í
hvert sinn. Þetta er rétt eins og að opna
matreiðslubók og velja uppskrift í samræmi
við þá útkomu sem mann fýsir að fá í það
skiptið.
Nú stöndum við íslenskir sögukenn-
arar í fyrsta skipti frammi fyrir sam-
ræmdum söguprófum í náinni framtíð.
Hvaða ráð getur þú gefið okkur í þeim
efnum?
Hver er tilgangur samræmdu prófanna?
Að auðvelda æðri skólum að meta
nemendur sem eru að sækja um
inngöngu.
Þannig að þetta er krafa háskólanna.
Kannski ætti að hugsa prófin líka út frá
vinnuveitendum, hvað vilja þeir að fólk
kunni? Vilja menn í raun og veru að nem-
endur kannist við söguna frá Plató til Nató
eða vilja menn að þeir geti rökstutt niður-
stöður sem byggjast á þekkingu og skiln-
ingi, á gagnrýnni skoðun heimilda? Þarf að
hafa alla söguna undir þegar þetta er mælt
eða er hægt að gera það út frá tilteknum
hlutum hennar? Hvar eiga nemendur að
hafa yfirsýn og hvar eiga þeir að geta kafað
dýpra ofan í viðfangsefnin? Ekki er mikið
vit í því að reyna að prófa úr allri sögunni.
Afar fáir munu geta gert sér varanlegan
mat úr þeirri þekkingu og erfitt er að mæla
annað en það hvort nemendur hafa náð sér
í bita hér og þar. Eftir margra ára sögunám
getur slíkt próf ekki haft annað í för með
sér en gífurlega yfirlegu rétt fyrir sjálft
prófið. Að hvaða notum kemur það háskól-
anum sem spyr? Að hvaða gagni getur yfir-
borðsleg þekking komið í samanburði við
dýpri skilning og færni?
Í sumum löndum er mikil fjarlægð á
milli sagnfræðinga í háskólum og sögu-
kennara - þetta sýnist mér sem betur fer
Sögumenntun
8
„Spurningin um réttmæti og
tilgang samræmdra prófa er í
beinu samhengi við tilgang
sögukennslu yfirleitt í hverju
landi,“ segir Sue Bennett og
spyr: „Vilja menn í raun og
veru að nemendur kannist við
söguna frá Plató til Nató eða
vilja menn að þeir geti rökstutt
niðurstöður sem byggjast á
þekkingu og skilningi, á gagn-
rýnni skoðun heimilda? Þarf
að hafa alla söguna undir
þegar þetta er mælt eða er
hægt að gera það út frá til-
teknum hlutum hennar?“