Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 4
Ég kom heim frá Svíþjóð 1981 og hafði þá lokið háskólaprófi í
leiklistarfræðum við Stokkhólmsháskóla. Fyrsta hluta þess náms
stundaði ég í bókmenntadeild Háskólans í Uppsölum. Þar var ver-
ið að gera tilraun með árs nám í því sem Svíar kölluðu Yrkesin-
riktad drama (leiklist í starfi) og var aðallega ætlað móðurmáls-
kennurum á ýmsum skólastigum. Hugsunin var að tengja saman
móðurmál og leiklist. Þetta nýja nám heillaði og höfðaði til fleiri
en móðurmálskennara, m.a. þeirra sem vildu kenna almenna leik-
list í skólakerfinu.
Það komust aðeins 30 nemendur að í þetta tilraunanám og mikið
var lagt upp úr hópstarfi og samvinnu. Í nýbyggingu Háskólans í
Uppsölum, Humanistcentr-
um, sem var glæsileg og
framúrstefnuleg bygging í
þessum gamla háskólabæ,
var innréttað svokallað
„dramaherbergi“ í kjallar-
anum og það teppalagt út í
öll horn með þykku ullar-
teppi. Í dramaherberginu
voru hvorki borð né stólar
heldur sátum við á gólfinu
með krosslagða fætur eins og börn á moldargólfi í þriðja heimin-
um og hlustuðum á kennarana flytja speki sína um mátt leiklistar í
skapandi hugsun og skólastarfi. Þeir sem vildu hafa mýkra undir
rasskinn þurftu að skaffa sínar sessur sjálfir. Þetta var 1976 þegar
ungt fólk trúði enn á mátt mannsandans en hafði ekki hugmynd
um hvað hlutabréf og verðbréf yrðu snar þáttur í framtíðinni og
hvað það skipti miklu máli að fara í „rétt“ nám, námslánin ekki
einu sinni verðtryggð.
Þaðan bárust ósjaldan undarleg öskur...
Ég lá aðallega á maganum þennan vetur með hönd undir kinn
og fékk stundum móral yfir því að vera á námslánum við þetta, sér-
staklega þegar mér fannst kennararnir ekki nógu gáfaðir fyrir mig.
Ég vildi nefnilega fá svo mikið út úr náminu og vildi hafa stöðugt
vit í því sem ég var að læra. Ég vildi að þetta væri alvöru háskóla-
nám þótt það færi ekki fram í hefðbundnu fyrirlestraformi. Það var
ekki laust við að aðrir
stúdentar háskólans rækju
upp stór augu þegar þeir
heyrðu hvað færi fram í
dramaherberginu. Þaðan
bárust ósjaldan undarleg
öskur, óp og læti sem end-
urómuðu um alla þessa
fínu akademísku byggingu
og við nemendurnir vor-
um stundum litin horn-
auga í matsalnum í hádeginu þar sem verðandi markaðsfræðingar
og lögfræðingar sátu bældir og þöglir og þorðu varla að borða af
ótta við að opna munninn of mikið til að stinga upp í sig skeið af
flesksúpu og bita af pönnuköku með týtuberjasultu. Margir voru
skíthræddir við þetta skrítna dramalið sem klæddi sig í litrík föt,
Ges
task
r i f
Sumir nemendur kunnu sér ekkert hóf og tjáðu sig heil
ósköp um hvað einhver annar í grúppunni væri frekur og
framúrskarandi leiðinlegur og þá var gjarnan rifist og
grátið og rokið út með látum og móðgast. Allur tilfinn-
ingaskalinn var spilaður upp og niður og sumir þóttust
miklu betri manneskjur á eftir og hafa lært eitthvað af viti
um sjálfa sig og aðra.
5
Að læra og kenna af list