Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 26
Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29 Auglýsing um úthlutun styrkja úr C deild (til þróunar- og rannsóknastarfa) Vísindasjóðs FL Hér með eru auglýstir styrkir sem félagsmönnum FL eru veittir annars vegar til þróunar- og rannsókna- starfa og námsefnisgerðar og hins vegar einstökum félagsmönnum eða hópum félagsmanna, faghópum og nefndum innan FL til að halda námskeið og ráð- stefnur ætlaðar félagsmönnum. Í umsókn þarf að koma fram: - Heiti verkefnis. - Lýsing á verkefninu, markmið þess og gildi. - Lýsing á framkvæmd verkefnis. - Upplýsingar um umsækjanda/-endur, s.s. menntun og starfsferill. - Kostnaðaráætlun. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ í síðasta lagi 15. september 2002. Reykjavík 8. ágúst 2002, stjórn Vísindasjóðs FL Námslaun skólaárið 2003-2004 Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands Íslands auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um námslaun vegna framhaldsnáms á skólaárinu 2003-2004. Væntanlegir styrkþegar fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að tólf mánuði eftir lengd náms. Umsóknir sendist til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs KÍ, Lauf- ásvegi 81, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 1. októ- ber. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins á skrifstofu Kennarasambandsins. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Einnig er hægt að nálgast þau á vefsíðu KÍ: www.ki.is. Verkefna- og námsstyrkjasjóður KÍ Félag leikskólakennara Minningarkort til styrktar Rannsóknasjóði leikskóla Á skrifstofu KÍ eru til sölu minningarkort til styrktar Rannsókna- sjóði leikskóla. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Selmu Dóru Þorsteinsdóttur, formann félagsins frá 1987 til 1983. Hlutverk sjóðsins er að styrkja og efla rannsóknir er tengjast leikskólastarfi. Dagur stærðfræðinnar 27. september 2002 Þema dagsins er stærðfræði og bókmenntir FLÖTUR, samtök stærðfræðikennara, stendur nú fyrir Degi stærðfræðinnar þriðja árið í röð. Í tilefni dagsins gefa samtökin út ritið Stærðfræði og bókmenntir eftir þær Matthildi Guð- mundsdóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur. Í ritinu er góð kynning á hugmyndafræðinni sem samþætt- ing stærðfræði og bókmennta byggist á auk þess sem í því er að finna fjölmargar hugmyndir að kennsluskipulagi þar sem unnið er með stærðfræði í bókmenntum í 1. - 10. bekk. Þessar tvær námsgreinar eiga margt sameiginlegt því að stærðfræði lærist í gegnum tungumálið og hana má finna í öll- um bókmenntum. Því má segja að nauðsynlegt sé að sam- þætta kennslu þeirra af og til og vonandi hvetur þetta rit til dáða í þeim efnum á Degi stærðfræðinnar sem og aðra daga. Ritið er hægt að panta á heimasíðu Flatar: www.ismennt.is/vefir/flotur Golfmót grunnskólakennara í Reykjavík Golfmót grunnskólakennara í Reykjavík verður haldið föstudaginn 6. september nk. á Setbergsvelli við Hafnarfjörð. Ræst verður út frá kl. 14.50 - 15.30. Mótið er opið öllum grunn- skólakennurum, starfandi og á eftirlaunum. Þá eru kennarar á öðrum skólastigum boðnir velkomnir og keppa þá sem gestir. Þátttökugjald er kr. 2500,- Veitt verða verðlaun fyrir: besta skor karla án forgjafar besta skor karla með forgjöf besta skor kvenna án forgjafar besta skor kvenna með forgjöf vbesta skor gesta án forgjafar besta skor gesta með forgjöf Prentsmiðjan Oddi hf. veitir þeim verðlaun sem verða næstir holu í upphafshöggi á 2., 5. og 8. braut. Kennarar eru hvattir til að skrá sig tímanlega og taka frá rás- tíma í síma 570 8800 (Hvassaleitisskóla). Nefndin Skilaboð frá skrifstofu Óskilamunir úr orlofshúsum KÍ Það gerist alltaf öðru hvoru að gestir í or- lofshúsum og íbúðum Orlofssjóðs KÍ gleyma einhverju við brottför. Þessir munir berast oftast til skrifstofu KÍ og reynum við að hringja í eiganda ef við vitum hver hann er. Regla okkar er að geyma óskilamuni í sex mánuði. Ef þú saknar einhvers vinsamlegast hafðu samband við starfsmenn orlofssjóðs í síma 595 1122. Félagsmenn athugið! Breyting á félagsgjöldum til Kennarasam- bands Íslands frá 1. ágúst 2002 Á 2. þingi Kennarasambandans Íslands var ákveðið að lækka hlutfall (%) félagsgjalda í 1,7 % af föstum dagvinnu- launum en það hefur verið 1,75 %. Breytingin tekur gildi frá og með launagreiðslu fyrir á- gústmánuð 2002. Félagsmenn, athugið hvort launagreið- andi hefur lagfært þetta hjá ykkur. Skrifstofa KÍ opin kl. 8-16 í vetur Félagsmenn athugið! Í vetur verður Kennarahúsið opið frá kl. 8-16. Þjónustutími var áður 9-17 að vetri til en breytist nú í 8-16!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.