Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 24
Kjaramál 27 1. september nk. taka gildi launa- flokkahækkanir til leikskólakennara vegna þátttöku þeirra í símenntun- aráætlun. Staðfest þátttaka í sí- menntunaráætlun hækkar röðun um tvo launaflokka eftir fimm ára starf sem leikskólakennari, um aðra tvo eftir tíu ára starf og enn aðra tvo eftir fimmtán ára starf. Dæmi: Leikskólakennari sem gegnir deild- arstjórastöðu og er raðað í launa- flokk 109 fer í launaflokk 115 frá og með 1. september hafi hann fimmtán ára starfsreynslu sem leik- skólakennari. Eftir 1. september taka hækkanir vegna símenntunar gildi í upphafi næsta mánaðar eftir að leikskólakennarar hafa starfað fimm, tíu eða fimmtán ár. Þeir sem geta ekki tekið þátt í símenntunaráætlun af eðlilegum orsökum, svo sem vegna veikinda eða fæðingarorlofs, eru undan- þegnir þátttöku en fá engu að síður launaflokkshækkanir miðað við starfsaldur. Sinni sveitarfélög/leikskólar ekki þeirri skyldu sem ákvæði um símenntunaráætlanir fela í sér mun það ekki bitna á leikskólakennurum og eiga þeir að fá þær hækkanir sem þeim bæri ella. Launahækkanir vegna símenntunaráætlana koma til greiðslu hjá þeim sem fá greitt fyrirfram 1. september en 1. október hjá þeim sem fá laun greidd eftir á. Ákvæði um hækkanir vegna sí- menntunaráætlunar eiga ekki við um þá sem var grunnraðað í launaflokk 114 og þar yfir þegar samningurinn tók gildi í upphafi árs 2001. Aldrei er of oft brýnt fyrir félagsmönnum að skoða launaseðla vel og fylgjast með að þeir fái greidd rétt laun. Vakin er athygli á því sem fram kemur annars staðar í blaðinu að 1. september lækka félagsgjöld til KÍ úr 1,75% af grunnlaunum í 1,7. Félagsmenn eru beðnir um að fylgjast vel með því að þessi lækkun skili sér því það vill brenna við að launagreiðendur átti sig ekki á slíkum breyting- um. Trúnaðarmenn Enn er nokkuð um að félagsmenn hafi ekki tilkynnt FL um kosningu trúnaðarmanna. Skorað er á þá leikskólakennarahópa sem hafa ekki gengið frá kosningu trúnaðarmanns að drífa í því sem fyrst. Bent skal á að það er á ábyrgð félagsmanna að velja trúnaðarmann úr röðum leikskólakennara á viðkomandi vinnu- stað. Með félagskveðju, Þröstur Brynjarsson varaformaður FL Leikskóli Launaflokkahækkanir vegna símenntunar Verkefna- og námsstyrkjasjóður KÍ NÁMSLAUN 2002-2003 1/1 námslaun 1. Björn Þórleifsson, kt.021247-3919 Brekkuskóla: Nám í til meistaraprófs í stjórnun við Háskólann á Akureyri 2. Guðmundur Gíslason, kt. 270448-5699 Laugalandsskóla: Nám í tölvukennslu við Rafiðnaðarskólann 3. Guðrún Þórsdóttir, 030848-3309 Öldutúnsskóla: Nám í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði 4. Hjördís H. Friðjónsdóttir, kt. 210655-3879 Hjallaskóla: Nám í þýsku, íslensku o.fl. við Háskóla Íslands 5. Inga Mjöll Harðardóttir, kt. 260655-3619 Hagaskóla: Nám í íslensku við Háskóla Íslands 6. Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, kt. 020958-6349 Selásskóla: Nám í námsráðgjöf við Háskóla Íslands 7. Jarþrúður Ólafsdóttir, kt. 140355-2759 Fellaskóla, Fellabæ: Nám til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræði í Kennaraháskóla Íslands 8. Katrín Fjóla Guðmundsdóttir, kt. 060862-5679 Dalvíkurskóla: Nám til meistaraprófs í stjórnun við Háskólann á Akureyri 9. Katrín Kristinsdóttir, kt. 130952-2329 Hólabrekkuskóla: Nám í íslensku við Háskóla Íslands 10. Lilja S. Ólafsdóttir, kt. 241259-5289 Grunnskólanum í Borgarnesi: Nám til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræði í Kennaraháskóla Íslands 11. Magnea Jóhannsdóttir, kt. 270858-4499 Breiðagerðisskóla: Nám í námsráðgjöf við Háskóla Íslands 12. Nanna Christiansen, kt. 260550-2099 Grunnskólanum í Þorlákshöfn: Nám til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands 13. Ragnar Þorsteinsson, kt. 270151-3029 Breiðholtsskóla: Nám til meistaraprófs í stjórnun við Háskóla Íslands 14. Ragnheiður K. Sigurðardóttir, kt. 111153-2489 Fellaskóla: Nám í starfstengdri siðfræði við Háskóla Íslands 15. Ragnhildur Björnsdóttir, kt. 230151-4239 Álftamýrarskóla: Nám til meistaraprófs í blindrakennslu við Kennaraháskóla Íslands 16. Sigríður Bragadóttir, kt. 040760-2379 Selásskóla: Nám til meistaraprófs á sviði fræðslustarfs og stjórnunar við Háskóla Íslands 17. Sigrún Ólafsdóttir, kt. 131250-3719 Ölduselsskóla: Nám í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands 18. Sigurlaug Steingrímsdóttir, kt. 281148-3899 Laugalandsskóla: Nám í tölvukennslu í Rafiðnaðarskólanum og myndlist við Opna listaháskólann 19. Svanhildur Sverrisdóttir, kt. 280658-3409 Garðaskóla: Nám til meistaraprófs við Kennaraháskóla Íslands og nám tengt kennslu við Emerson College í Englandi 1/2 námslaun 20. Guðmunda Agla Júlíusdóttir, kt. 190155-3669 Laugarnesskóla: Nám í sérkennslu við Kennaraháskóla Íslands 21. Hilmar Ingólfsson, kt. 030643-3649 Hofsstaðaskóla: Nám í stjórnun við Kennaraháskóla Íslands/ Háskóla Íslands og tölvunám tengt kennslu

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.