Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 11
útreikningar sögðu til um. Engu að síður verður að fara varlega fyrstu árin. Það er skynsamlegra að taka hina ýmsu mála- flokka inn hægt og hægt en fara of geyst af stað.“ Færðu mikil viðbrögð frá sjóðfélögum, hringja þeir og segja álit sitt á sjóðnum? „Já, fólk hringir mikið en náttúrlega mest til að spyrja. Mjög margir hringja líka og þakka fyrir og lýsa ánægju sinni með sjóðinn. Ef fólk er óánægt er það vegna ó- þreyju yfir að ekki er búið að taka inn til- tekna flokka.“ Næstu skref Hvað er helst til umræðu nú varðandi út- víkkun styrkja? „Það sem liggur í loftinu eru umsóknir sem reglur ná ekki yfir, á borð við ættleið- ingar og frjósemisaðgerðir. Hingað til höf- um við því miður þurft að synja umsóknum af þessum toga. Einnig er mikill vilji til að taka þátt í kostnaði vegna gleraugnakaupa. Kennarastarfið er nú þannig að það er eins gott að fólk sjái til verka! Fólk hefur mikið spurt um þetta. Við höfum ekki styrkt leisi- aðgerðir á augum, í framtíðinni verður það mál kannað en það er umdeilt. Sjóðurinn er nýr. Það þarf að gefa fólki tækifæri til að móta hann og finna bestu leiðir til að koma til móts við þarfir sjóðfélaga. Mikilvægt er að hver sjóðfélagi sýni ábyrgð og velti fyrir sér hlutverki sjóðsins, hvernig honum finnst að hann eigi að vera. Hingað hringdi kona nýverið sem var með sjúkrahússkostn- að upp á 40 þúsund eftir endurgreiðslu frá Tryggingastofnun. Hún ætlaði að bera þennan kostnað sjálf þótt hún gæti sótt um styrk úr sjúkrasjóðnum vegna þess að hún taldi sig búa við það góðar aðstæður efna- hagslega. Við mismunum auðvitað ekki fólki eftir efnahag en þetta fannst mér já- kvætt, að velta því fyrir sér hvort vert væri að sækja um eða ekki miðað við aðstæður! Aðgerð sem kostar 18-20 þúsund krónur er þungur baggi að bera fyrir suma en vasa- peningur fyrir aðra.“ Hin mikilvæga 6. grein Sjötta grein úthlutunarreglna Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands hljóðar svo: „Unnt er að sækja um styrki vegna kostn- aðarsamra aðgerða sem farið er í sam- kvæmt læknisráði.“ Stutt grein en mikil- væg. „Já, að sumu leyti er þetta mikilvæg- asta greinin,“ segir María. „Samkvæmt henni er til dæmis hægt að sækja um vegna tannaðgerða annarra en venjulegra tann- viðgerða, svo fremi sem þær eru að læknis- ráði. Við fylgjumst grannt með hvaða fyrir- spurnir berast og hvað er sótt um og sjötta greinin verður eflaust mótuð meira að fenginni reynslu. Ákvæðið er mjög opið en það hefur eina hættu í för með sér. Í heil- brigðisgeiranum er tilhneiging til að flytja kostnað yfir á einstaklinga og sjúkrasjóðir stéttarfélaganna ýta undir hana ef ekki er varlega farið. Einhvern tímann var opið ákvæði í sjúkrasjóði nokkrum um að styrkja skyldi félaga til að fara í grunnkrabba- meinsskoðun, en án þess að hámarksupp- hæð væri tiltekin. Þá varð bara grunn- krabbameinsskoðunin dýrari! Það er nauð- synlegt að hafa viðmiðunarreglu um há- marksupphæð og þarna komum við að nauðsyn samvinnu sjúkrasjóðanna. Ekki er gott að verkalýðsfélög stuðli að hækkunum í heilbrigðisgeiranum! Við erum til dæmis í samvinnu við stjórnir sjúkrasjóðanna hjá BHM og Sambandi bankamanna og hittum fólk þar til skrafs og ráðagerða. Þegar fram líða stundir verður eflaust farið að líta á sjúkrasjóðina sem stoðkerfi í heilbrigðis- þjónustunni, þ.e. að þeir verði hluti af henni með tilliti til kostnaðar. Þótt það sé auðvitað ekki á okkar vegum að þjónusta aðra en félagsmenn KÍ þá er í þessu sam- hengi mjög mikilvægt að muna að ekki eru allir í stéttarfélagi. Hvað verður um þá? Þeir mega ekki gleymast!“ segir María og er heitt í hamsi. „Svo hvet ég félaga til að kynna sér reglur sjóðsins og endilega: sækja um,“ segir hún að lokum. keg Sjúkras jóður KÍ 13 Vonandi munu allar konur sækja um þetta þegar þær eru boðaðar í skoðun annað hvert ár en styrkurinn gildir að sjálf- sögðu fyrir allar fyrirbyggjandi krabbameinsrannsóknir. „Þetta er sjóður allra félagsmanna, hann er nýr og í mótun og mikilvægt að hver og einn sýni ábyrgð og velti fyrir sér hlutverki sjóðsins,“ segir María Norðdahl.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.