Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.09.2002, Blaðsíða 8
ekki vera tilfellið á Íslandi. Í fyrrverandi kommúnistaríkjum stríða félög sögukenn- ara við þann vanda að háskóladeildirnar eru steingerðar, þær eru lokaðar öllu sem er að gerast í fræðunum og halda á lofti komm- únískum hugsunarhætti undir örlítið breyttum formerkjum. Og þaðan koma námsbækurnar. Þetta leiðir auðvitað til togstreitu við kennara sem eru framsæknari en efnið sem þeir hafa og vilja örva nem- endur til annarra verka. Ég hef séð mörg erfið dæmi um þess háttar vanda. Þar sem áhersla er lögð á þjóðarsögu eru til sagn- fræðingar sem sérhæfa sig í henni. Hug- myndin er sú að þeir haldi þjóðarsögunni á lofti, sögudeildir háskólanna eiga að hjálpa þjóðinni að varðveita þá sögu. Enginn á- hugi er þá á nútíma sagnaritun með öllum sínum fjölbreytileika. Og hvaða stuðning geta háskólamenn, sem beina sjónum sín- um annað, fengið frá stjórnvöldum með svo þröngt áhugasvið? Spurningin um rétt- mæti og tilgang samræmdra prófa er í beinu samhengi við tilgang sögukennslu yfirleitt í hverju landi. Afstaða stjórnvalda mikilvæg Hvað með stöðu námsgreinarinnar sögu í Englandi, hvernig lýsir þú henni? Hún á í vök að verjast. Saga er aðeins skyldunámsgrein að fjórtán ára aldri og staða hennar er ekki einu sinni mjög sterk hjá aldurshópnum 11-14 ára. Tæpur helm- ingur nemenda á aldrinum 14-16 ára velur sögu, þar keppir hún við landafræði og þykir heldur erfiðari. 20% 16-18 ára nem- enda velja sögu og sú tala fer lækkandi. Stjórnvöldum þykir sagan ekki eins mikil- væg og áður og mjög er þrengt að henni. Nú er nokkuð sem heitir „citizenship“ orðið skyldunámsgrein, vegur verknáms vex, upplýsingatæknin sækir á, einnig alls konar hönnunargreinar og í fjölmörgum og fjöl- breyttum sérskólum á sagan engan stað. Hún á í vök að verjast í þeim skilningi að stjórnvöld geta ekki séð að hún hafi neitt efnahagslegt gildi. Duglegir nemendur hafa mikla ánægju af sögu en hún veitist þeim erfið sem eiga við lestrarvanda að stríða eða eiga erfitt með að skilja hugtök. Í neðri bekkjum grunnskóla er sagan feyki- lega vinsæl því að nemendur hafa gaman af því að handfjatla hluti, sökkva sér ofan í sögu fjölskyldu sinnar og fleira. Sögu- kennsla fyrir yngri en fjórtán ára er tví- mælalaust nýstárlegri og meira skapandi en á efri stigum, þ.e. áður en kemur að sam- ræmdum prófum. Áttu við að samræmd próf haldi aftur af sköpunarkraftinum? Já og nei, ég held reyndar að margt af því sem reynst hefur vel fyrir aldurshópinn 11-14 ára sé nú farið að hafa áhrif upp á við. Enskt prófakerfi byggir mjög á sam- bandi þekkingar og færni svo að það er lík- lega nýjungagjarnara en í ýmsum öðrum löndum. En því má ekki gleyma að á sama tíma og ógn steðjar að námsgreininni sögu er viðfangsefnið saga gífurlega vinsælt í út- varpi og sjónvarpi eins og ég talaði um áðan. Heldurðu að það geti með tímanum haft áhrif á stöðu námsgreinarinnar? Já, en staða námsgreinarinnar fer nokkuð eftir afstöðu stjórnvalda. Ef þau líta ekki á hana sem mikilvæga munu þau ekki styðja hana með fjárframlögum eða á annan hátt. Núverandi stjórnvöld í Englandi hafa mikl- ar áhyggjur af samkeppnisstöðu Englands í alþjóðlegu samhengi og halda því á lofti greinum á borð við upplýsingatækni. Þó kann að vera vaxandi skiln- ingur á því að saga er grein sem eflir margs konar hæfni fólks, svo sem til að vinna úr upplýsingum, byggja upp röksemdafærslur og fleira. En það fer ekki á milli mála að þar sem sam- ræmd próf eru notuð hefur afstaða stjórnvalda mikil áhrif á stöðu greinar. Á síð- ustu ellefu árum hefur námskrá þrisvar verið breytt í Englandi og því virðist ótrúlegt að á Íslandi hafi nýlega verið breytt námskrá sem var í gildi í tvo áratugi. Annað sem vert er að hafa í huga við ensku námskrána er að þó að hún mæli fyrir um hvað skuli kennt segir hún ekkert um tímann sem til þess skal varið og hafa kennarar því nokk- urt frelsi hvað það snertir. Í hringborðsum- ræðum við setningu íslenska söguþingsins var spurt hvort sagan væri hættuleg. Ég spurði á móti: Ef svo væri ekki, hvers vegna leitast stjórnvöld um allan heim þá svo mjög við að hafa áhrif á það hvað nemend- um er kennt? Margrét Gestsdóttir Höfundur er sögukennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla Sögumenntun 9

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.