Skólavarðan - 15.01.2001, Page 21

Skólavarðan - 15.01.2001, Page 21
Kaup og k jör 25 Þegar þetta er skrifað er kynningu og atkvæða- greiðslu um nýjan kjara- samning FG lokið en nið- urstaða liggur ekki enn fyrir. Á kynningarfundum sem undirritaður hefur haldið hafa umræður snú- ist mikið um hvað eigi að ráða launum kennara en ekki síður hvort skólastjórar eigi að ákvarða laun að ein- hverju marki. Hvað varðar fyrra atriðið er bæði rætt um þreparöðun og launaflokkaröðun. Röðun í þrep Samkvæmt kerfinu, sem hefur gilt í fimmtán ár, hefur að mestu verið gengið út frá því að meta prófaldur kennara til röðun- ar í þrep þótt einnig hafi verið nokkur tenging bæði við lífaldur og starfsaldur. Fram til 1986 var miðað við starfsaldur ein- göngu en þá prófaldur tekinn upp líka og má segja að með tengingu við hann hafi verið stigið fyrsta skrefið í átt til lífaldurs- röðunar. Ein meginástæða þess að nú var tekið upp lífaldursviðmið eingöngu er að mikil einföldun verður á launaafgreiðslum þar sem ekki þarf lengur að athuga próf-, starfs- og lífaldur starfsmanna til að raða þeim í þrep. Röðun í launaflokka Röðun kennara í launaflokka hefur und- anfarin fimmtán ár nær eingöngu verið tengd námsstigum en var þar áður bæði tengd kennsluferli og námi. Þátttaka kenn- ara í stjórnun skóla hefur verið metin sem einn launaflokkur hjá staðgenglum í litlum skólum og einnig sem einn launaflokkur hjá þeim kennurum sem hafa haft fimm tíma á viku í árganga- og fagstjórn. Helstu ástæður þess að ákveðið var að taka upp lífaldursviðmið í endurmenntun- arflokkum var að það einfaldar launaaf- greiðslu og losar einnig endurmenntun kennara undan kvöðinni um 20 kennslu- stunda lágmark sem stýrt hefur allri skipu- lagningu á símenntun þeirra. Í framhaldinu má því búast við fjölbreyttari endurmennt- un og að meira verði um styttri námskeið sem auðveldara verður að koma fyrir á starfstíma skóla. Breytingar í samningnum Í nýgerðum kjarasamningi lagði LN mikla áherslu á að skólastjórar fengju aukið svigrúm til að launa kennurum vegna mis- munandi ábyrgðar og álags í starfi. Þetta at- riði hefur verið mjög umdeilt í umræðunni og fram hafa komið miklar efasemdir um að skólastjórar ráði við þetta vald, þ.e. að þeir geti dreift þessum flokkum þannig að sátt ríki innan skólanna. Í samningnum var einnig kveðið á um aukna verkstjórn skólastjóra. Tímar, sem áður voru til faglegra starfa í skólum en töld- ust óbundin viðvera, eru nú undir verkstjórn skólastjóra og er ætlast til að hann og kennari komi sér saman um hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin. Þetta aukna verkstjórnar- vald skólastjóra hefur einnig verið umdeilt og hafa kennarar m.a. talið að skólastjórar muni töflusetja alla tíma án tillits til hvort þörf sé á því og koma með þeim hætti í veg fyrir að kennarar geti unnið yfirvinnu sem sumum reynist nauðsynleg. Breytingar í framtíðinni Þessi umræða um hvort skólastjórar séu færir um að stjórna vinnutíma í meira mæli og hvort hægt sé að fela þeim meira vald til að ákveða launaflokkaröðun kennara hefur einnig vakið upp spurningar um hvort þeir eigi samleið með kennurum í stéttarfélagi, hvort eðlilegra sé að þeir komi fram sem hluti af viðræðunefnd viðsemjenda og standi þá utan stéttarfélagsins eins og skóla- meistarar framhaldsskóla. Þessi umræða nú eftir kjarasamningana sýnir einnig þörfina á hreinskilinni umræðu innan kennarahóps- ins um það hvað þeir vilja leggja til grund- vallar þegar ákveðið er hvernig heildar launapottinum er skipt. Hannes Þorsteinsson launafulltrúi FG Að lokinni atkvæðagreiðslu Sækja þarf sérstaklega um úthlutun á orlofshúsnæði í Ásabyggð við Flúðir, Kjarna- skógi við Akureyri og Sóleyjargötu 33 í Reykjavík um páskana. Eins og áður er páska- tímabilinu skipt í tvennt. Fyrra leigutímabilið er frá 6. apríl 11. apríl og það seinna frá 11. apríl 17. apríl. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Kennarasambandsins fyrir 9. mars nk. Netfang orlof@ki.is Stjórn orlofssjóðs Frá orlofssjóði Kennarasambands Íslands Páskaleiga á orlofshúsnæði

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.