Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 4
Leikskólabörn og erlend samvinna 7
Comeniusarverkefni í leikskólanum Jöklaborg.
Tónlist fyrir ostagerðarmanninn 8,9
Dagana 25. - 30. júní var haldið þing norænna tónlistar - og
tónmenntarkennara, NMPU, í Tónlistarhúsi Kópavogs. Meðal fyrirlesara var
Robert Faulkner.
Hvert stefnum við? 13
Hugleiðingar Jónu Benediktsdóttur að loknu samræmdu prófi í
náttúrufræði.
Menntun er lykill út úr fátækt 15
Eru heilu fjölskyldurnar dæmdar til að vera fátækar ættlið eftir ættlið? spyr
Gunnar Jón Yngvason í grein sinni.
Ákveðin og vita hvað þau vilja 18,19
Starfsfólk leikskólans Sólvalla lagði land undir fót í vor og sótti heim þrjá
danska leikskóla.
Brúum bilið 19
samstarf Leikskólans Sólvalla og Grunnskóla Grundarfjarðjar.
Heimspeki með börnum 21,22,23
Jón Thoroddsen hefur undanfarið ár unnið að tilraunaverkefni í heimsspeki
með nemendum í Grandaskóla í Reykjavík.
Leikskólanemendur með einhverfu 24,25
Verið er að móta þjónustulíkan fyrir leikskólanemendur í Kópavogi
sem greinst hafa með einvherfu og fjölskyldur þeirra. Erla Stefanía
Magnúsdóttir og Sigrún Hjartardóttir segja frá verkefninu.
Evrópuráðstefna Félags kvenna í fræðslustörfum 26,27
Dr. Lynne Scholefield hélt stórskemmtilegt erindi á fjölsóttri ráðstefnu á
grand hótel í ágúst byrjun.
Formannspistill 3
Eiríkur Jónsson skrifar.
Gestaskrif 5,6
Hrafn Jökulsson skrifar um skákina og skólakerfið.
Námsefni 10,11,12
Stoðkennarinn, Benjamín dúfa, Lesum lipurt, Náðargáfan lesblinda, Loftur
og gullfuglarnir.
Fréttir og smáefni 14,16,17,20
Árlegt mót FKE, Ný heimasíða FNS, haukur már sextugur, Málþing um
stærðfræðikennslu, o.fl.
Kjaramál og tilkynningar 28
Smiðshöggið 29,30
Knútur Hafsteinsson leitar á lendur goðsogna og veltir vöngum yfir framtíð
íslenskur.
FASTIR LIÐIR
EFNISYFIRLIT
GREINAR
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Hönnun: Veruleiki ehf.
Ljósmyndun: Jón Svavarsson
Teikningar: Ingi
Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is /
sími: 533 4470
Prentun: Svansprent
Forsíðumynd: Jón Svavarsson - Lækjarskóli
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
LEIÐARI
Stutt sumur og hippar á tunglinu
Tilgáta: Hin raunverulega ástæða fyrir óbilandi trú
Launanefndar sveitarfélaga og annarra viðsemjenda
kennara á gildi lengingar skólaársins er sú að Launanefndin
(og aðrir viðsemjendur) hafa ekki hugmyndaauðgi til að
ímynda sér (finnst ykkur þessi setning löng? Prófiði að lesa
Joyce eða Sigfús Bjartmarsson) að lífið geti snúist um annað
en vinnu eða að fólk hafi yfirhöfuð rétt til að gera nokkuð
annað en vinna og ef einhver láti sér detta það í hug eigi
sá hinn sami ekki tilkall til að kalla sig Íslending og gildir
þá einu hvort hann er fimm ára eða fimmtugur og alfa og
ómega vinnunnar er ekki að kaupa sér jeppa þó bent hafi
verið á einu sinni eða svo í Tímanum minnir mig árið 1983
að við Íslendingar séum neysluglöð þjóð heldur að inntak
vinnunnar er vinnan sjálf rétt eins og inntak fjölmiðiðilsins
er fjölmiðillinn sjálfur sem öllum hefur verið ljóst nema ef
til vill fjölmiðlamönnum síðan Marshall McLuhan sagði það
og svo Neil Postman fyrir átján árum í Amusing Ourselves
to Death og jafnvel þá var háðsádeiluritið Mother Jones
til og líka Der Spiegel en ekki Onion og þaðan af síður
Baggalútur svo þetta stendur allt til bóta og háðið lifir enn
þótt André Breton hafi reynt að eigna það súrrealistum og
þið eruð eflaust farin að átta ykkur á að ég er bara leið
af því að sumarið er búið eða svo gott sem og veturinn er
langur og langt síðan ég var barn og átti langt sumar sem
endaði aldrei en í sumar tókst mér þó að glæða að nýju
áhuga minn á því sem er að gerast í heiminum eftir langan
leiða með því að lesa bók eftir John Simpson hjá BBC og
horfa á Óskarsverðlaunaheimildamyndina Bowling for
Columbine og þá mundi ég líka eftir Cyrano de Bergerac
sem var reyndar því miður ekki nógu skemmtilegt leikrit í
Þjóðleikhúsinu í fyrra þrátt fyrir leikstjórn Hilmars Jónssonar
sem er mjög góður leikstjóri og tónlistina hans Hjálmars H.
Ragnarssonar en Cyrano var til í alvörunni og nokkurs konar
forveri vísindaskáldsagnahöfunda og líka háðfugl eins og
þeir Baggalútar og hann skrifaði bók þar sem hann ferðast
til tunglsins og hittir mjög stóra menn eins og Gúlliver í
Brobingdnab eða hvað það nú hét og þessir stóru menn
skarta bronshulstrum minnir mig utan um kynfærin sem
minna Cyrano á sverð samtíma síns (en hann var sautjándu
aldar maður) og mennirnir furða sig á því að jarðarbúar
hylli dauðann með þessum hætti á meðan þeir sjálfir hylla
lífið og framgang þess því hvað gera sverð og þá í samtíma
okkar byssur eins og í myndinni hans Michael Moore annað
en drepa og hvað gera kynfæri annað en búa til líf og unað
og því má segja að þessi tunglmaður hafi verið forveri
hippanna og viljað meika love en ekki war og með þessa
hugsun í höfðinu sættist ég við komandi vetur og jafnvel
við Launanefndina (og aðra viðsemjendur) og óska okkur
öllum gleðilegs komandi vetrar.
Kristín Elfa Guðnadóttir
4