Skólavarðan - 01.12.2011, Qupperneq 17

Skólavarðan - 01.12.2011, Qupperneq 17
Tölur og stærðir í leik og starfi Handbók fyrir leikskólakennara, grunnskólakennara og sérkennara Kristín Arnardóttir Tölur og stærðir í leik og starfi Höfundur bókarinnar Kristín Arnardóttir er sérkennari og á að baki langan starfsferil í sérskóla, leikskóla og almennum grunnskólum. Þróunarsjóður grunnskóla og Þróunarsjóður námsgagna styrktu ritun og útgáfu þessarar bókar. Kristín er einnig höfundur Ég get lesið, handbókar um lestrarkennslu fyrir leik- og grunnskóla. Í þessari bók er fjallað ítarlega um skipulag kennslunnar, samverustundina, hópverkefni og einstaklingsverkefni sem þroska skilning barna á stærðar- og fjöldahugtökum, tímahugtökum, uppbyggingu talnakerfisins og einföldum reikniaðgerðum. Nám og leikur er spunnið saman á lipran og aðgengilegan hátt. Einnig er í bókinni kafli um myndræna stundatöflu og þætti sem lúta að umgjörð kennslunnar. Í leikskóla Margar hugmyndanna í bókinni eru sniðnar fyrir leikskóla í samverustundum og hópastarfi. Bókin er hvalreki á fjörur þeirra sem vilja efla skilning og áhuga barna strax frá unga aldri. Í fyrstu bekkjum grunnskóla Bókin er til viðbótar almennu námsefni í stærðfræði og er ætluð kennurum sem vilja dýpka skilning og efla áhuga barna á stærðfræði með leik og léttum æfingum. Í sérkennslu, sérdeildum og sérskólum Hugmyndirnar eru sprottnar úr sérkennslu og henta því einkar vel nemendum sem þurfa á mikilli endurtekningu að halda og hlutbundna nálgun í stærðfræðinámi. Heima Flestar hugmyndir og leiki sem finna má í bókinni geta foreldrar notað heima við í námi og leik með börnum sínum. Námskeið, fyrirlestrar, kynningarfundir Kristín Arnardóttir miðlar af reynslu sinni og fjallar um notagildi þeirra hugmynda sem kynntar eru í bókunum „Ég get lesið“ og „Tölur og stærðir“. Hafðu samband við Kristínu í kriarn@gmail.com Pantanir á bókum „Tölur og stærðir“ ásamt námsefninu „Ég get lesið“ má panta í netfanginu steinn@steinn.is Síminn er 896 68 24. Sjá www.steinn.is

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.