Skólavarðan - 01.12.2011, Page 36

Skólavarðan - 01.12.2011, Page 36
36 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Jaðrakanar, veggjakrot, umhverfisáhrif Landeyjarhafnar og reið- hjólaviðgerðir eru meðal þeirra mála sem Varðliðum umhverfisins hafa verið hugleikin í gegn um tíðina. Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur standa að þessari árlegu verkefnasamkeppni, nú í sjötta sinn, en þátttökurétt hafa börn í 5. til 10. bekk grunnskóla landsins. Skólavarðan fékk Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa hjá umhverfisráðuneytinu til að segja lesendum allt um málið. Eins og heiti keppninnar ber með sér er markmið hennar að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Verkefni geta verið af fjölbreyttum toga, allt frá ritgerðum, ljósmyndum, ljóðum, veggspjöldum og bæklingum til myndbanda og hljóðverka. Í stuttu máli er frjálst að skila inn verkefnum í hvaða formi sem er svo lengi sem þau eru sannarlega unnin af nemendunum sjálfum og umfjöllunarefni þeirra eru umhverfismál í víðum skilningi þess orðs. Þannig geta þátttakendur í verkefnum sínum fjallað um umhverfis- mál í sínu nánasta umhverfi, á landsvísu eða jafnvel heimsvísu ef svo ber undir. Sjálft umfjöllunarefnið getur til dæmis verið loftslagsbreyt- ingar, röskun eða verndun búsvæða, jarðvegseyðing, endurheimt vist- kerfa, verndun náttúruauðlinda, endurvinnsla og endurnýting úrgangs svo fátt eitt sé nefnt. Samkeppnin er kjörið tækifæri fyrir nemendur og kennara að koma á framfæri verkefnum sem þeir fyrrnefndu hafa þegar unnið í skólanum því ekki er skilyrði að verkefnin séu sérstaklega unnin fyrir samkeppnina. Tuttugu ár frá Ríó Á næsta ári verða tuttugu ár liðin frá Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun sem haldin var í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Ráðstefnan markaði tímamót í alþjóðlegri umfjöllun um umhverfis- og þróunarmál, ekki síst þar sem hún staðfesti hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Í stuttu máli gengur sjálfbær þróun út frá því að að maðurinn fullnægi þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Dagana 20. – 22. júní 2012 verður tímamótunum fagnað með afmælisráðstefnu SÞ í Ríó de Janeiró, sem kölluð er Ríó +20, þar sem stefnt er að því að leiðtogar heimsins festi hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar enn frekar í sessi með alþjóðlegu samkomulagi. Það er vel við hæfi að þátttakendur í samkeppninni um Varðliða umhverfisins – framtíðarfólk Íslands – hafi sjálfbæra þróun í huga við val á viðfangsefnum fyrir keppnina, ekki síst í ljósi aukinnar áherslu á menntun til sjálfbærni í íslenskum grunnskólum. Er þetta gott tækifæri til að velta fyrir sér spurningum á borð við: Hvað er sjálfbær þróun, hvers vegna er hún mikilvæg og hvernig getur ungt fólk ýtt undir sjálf- bæra þróun með athöfnum sínum? Stubbalækur, Hjólarí og viðhorf til ruslmála Eins og áður er nefnt hafa verðlaunaverkefni fyrri ára verið af ýmsum toga. Þannig var umhverfisnefnd Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúpverja- Framtíðarfólkið stendur vörð um umhverfið - blásið til samkeppni um Varðliða umhverfisins í sjötta sinn umhverfið Nemendur Hvolsskóla taka við verðlaununum 2010.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.