Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 2

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 2
Brynhildur Þórarinsdóttir Frá ritstjóra lauk með átökum stúdenta og lögreglu á Frúartorgi daginn sem verðlaunin voru afhent. Haukur Ingvarsson skrifar skemmtilega grein um þessa atburði sem hann segir að endur- spegli átök skáldskapar og veruleika með margvíslegum hætti, ekki síður en skoðanir manna á hlutverki höfundar og lesenda við túlk- un bókmenntaverka. Ýmislegt annað leynist í tmm að þessu sinni, meðal annars afrísk smásaga og íslensk ljóð, að ógleymdri jólagetrauninni sem reynir á þekk- ingu lesenda á Snorra Sturlusyni og samtíð hans. Það helgast vitaskuld af því að Mál og menning gaf nýverið út ritsafn Snorra: Snorra- Eddu, Heimskringlu og Egils sögu Skallagríms- sonar. Ritsafnið er verðlaun fyrir rétta lausn á jólagetrauninni. frá framandi heimshlutum sem líta megi á sem tákn stærri orðræðna um tengsl Vesturlanda við önnur menningarsamfélög. Umræðan um landkynningu hefur verið há- vær í tengslum við heimssýningar, ekki síst EXPO 2000. Kristín víkur orðum að ferða- mannaiðnaðinum og bendir á að sumir fræði- menn hafi haldið því fram að hann hafi ekki í för með sér þvermenningarleg samskipti sem minnki fordóma, heldur vinni þvert á móti að því að festa fordóma og staðalmyndir í sessi með því að færa ferðamönnum það sem þeir vilja sjá. Kartrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur rær á svipuð mið þegar hún ber saman misgamlar ferðabækur Íslendinga um Kína þar sem mjög ólíkar myndir eru dregnar upp af landi og þjóð. Segja má að í báðum þessum greinum komi skýrt fram hversu mikið vald felst í því að geta ákveðið hverjir fá að skoða og hverjir eru til sýn- is. Slíkar vangaveltur eru mjög í anda Foucaults sem hefur bent á að hluti af nýsköpun heims- ins felist í nýrri gerð „valds“, þar sem hlutir eru flokkaðir og þeim þannig stjórnað. Stefna kosningastraumar Evrópu til Íslands? er spurning sem Auðunn Arnórsson sagn- og stjórnmálafræðingur veltir fyrir sér. Auðunn rekur úrslit kosninga í álfunni á þessu og síð- asta ári og kannar hvort stjórnmálin stefni til hægri eða vinstri eða fljóti í farvegi megin- straumsins. Svo virðist sem hægrisveifla gangi nú yfir Evrópu en að mati Auðuns er sú skoðun mjög yfirborðskennd. Réttara sé að segja að víða hrikti í stoðum valdakerfis hefðbundinna „meginstraumsflokka“. Grein Auðuns er þarft innlegg í hina pólitísku umræðu þegar aðeins fáeinir mánuðir eru í alþingiskosningar. Halldór Laxness hlaut Sonningverðlaunin 1969. Mikil blaðaskrif spunnust um verðlaunin, bæði á Íslandi og í Danmörku, ekki síst vegna mót- mæla sem danskir stúdentar efndu til, en þeim Umræðurnar um fólksfækkunina á landsbyggð- inni hafa vart farið framhjá nokkrum manni á síðastliðnum árum. Hingað til hefur skuldinni iðulega verið skellt á atvinnulífið, sjávarútveg- inn. Ásgeir Jónsson hagfræðingur veltir byggðavandanum fyrir sér og setur fram nýja kenningu. „. . . þegar nánar er að gáð sést að hnignun sjávarbyggðanna hófst mun fyrr en kvótakerfið kom til sögunnar, og reyndar mun fyrr en orðin skuttogari og aflaskerðing komust inn í orðabækur landsmanna,“ skrifar Ásgeir. Hann rekur umskipti á högum hafnarbyggð- anna til tveggja samgöngubyltinga á Íslandi. Þegar strandsiglingar hófust eftir 1876 urðu sjávarbyggðir eftirsóknarverðari en áður til bú- setu og margir staðir lentu í þjóðbraut sem áður voru afskekktir. Þessi undirstaða sjávar- byggðanna hrundi um leið og vegakerfi lands- ins var byggt upp eftir 1940 og bifreiðar tóku við af skipum sem samgöngutæki. Hafnar- byggðirnar urðu utanveltu og samkeppnis- hæfni þeirra sem atvinnu- og þjónustumið- stöðva rýrnaði verulega. Aftur á móti tóku stað- ir sem lágu vel við landsamgöngum fjörkipp. „Þetta bendir til þess að mjög þung undiralda vinni nú gegn búsetu víða um strendur lands- ins, sem tengist ekki nema að litlu leyti þeim pólitísku þrætum sem nú eru í brennidepli í byggðamálum,“ segir Ásgeir, eins og lesa má í athyglisverðri grein hans í tmm. Kynþáttahyggja felur í sér tvöfalda hópímynd, fordæmingu á „hinum“ og um leið mat á „okk- ur“, þar sem neikvæðir eiginleikar „hinna“ end- urvarpa jákvæðum eiginleikum „okkar“, skrifar Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur og rithöf- undur, í afar fróðlegri grein um heimssýning- arnar. Kristín veltir því fyrir sér hvernig heims- sýningar hafa endurspeglað viðhorf Vestur- landabúa til annarra heimshluta. Þær hafi frá fyrstu tíð verið mikilvægar í mótun sjálfsmynd- ar samfélaga, þjóða og samfélagshópa. Fljót- lega hafi þó farið að tíðkast þar sýningar á fólki 02 frá ritstjóra 5.12.2002 16:48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.