Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 2
Brynhildur Þórarinsdóttir
Frá ritstjóra
lauk með átökum stúdenta og lögreglu á
Frúartorgi daginn sem verðlaunin voru afhent.
Haukur Ingvarsson skrifar skemmtilega grein
um þessa atburði sem hann segir að endur-
spegli átök skáldskapar og veruleika með
margvíslegum hætti, ekki síður en skoðanir
manna á hlutverki höfundar og lesenda við túlk-
un bókmenntaverka.
Ýmislegt annað leynist í tmm að þessu sinni,
meðal annars afrísk smásaga og íslensk ljóð,
að ógleymdri jólagetrauninni sem reynir á þekk-
ingu lesenda á Snorra Sturlusyni og samtíð
hans. Það helgast vitaskuld af því að Mál og
menning gaf nýverið út ritsafn Snorra: Snorra-
Eddu, Heimskringlu og Egils sögu Skallagríms-
sonar. Ritsafnið er verðlaun fyrir rétta lausn á
jólagetrauninni.
frá framandi heimshlutum sem líta megi á sem
tákn stærri orðræðna um tengsl Vesturlanda
við önnur menningarsamfélög.
Umræðan um landkynningu hefur verið há-
vær í tengslum við heimssýningar, ekki síst
EXPO 2000. Kristín víkur orðum að ferða-
mannaiðnaðinum og bendir á að sumir fræði-
menn hafi haldið því fram að hann hafi ekki í för
með sér þvermenningarleg samskipti sem
minnki fordóma, heldur vinni þvert á móti að
því að festa fordóma og staðalmyndir í sessi
með því að færa ferðamönnum það sem þeir
vilja sjá.
Kartrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur rær á
svipuð mið þegar hún ber saman misgamlar
ferðabækur Íslendinga um Kína þar sem mjög
ólíkar myndir eru dregnar upp af landi og þjóð.
Segja má að í báðum þessum greinum komi
skýrt fram hversu mikið vald felst í því að geta
ákveðið hverjir fá að skoða og hverjir eru til sýn-
is. Slíkar vangaveltur eru mjög í anda Foucaults
sem hefur bent á að hluti af nýsköpun heims-
ins felist í nýrri gerð „valds“, þar sem hlutir eru
flokkaðir og þeim þannig stjórnað.
Stefna kosningastraumar Evrópu til Íslands? er
spurning sem Auðunn Arnórsson sagn- og
stjórnmálafræðingur veltir fyrir sér. Auðunn
rekur úrslit kosninga í álfunni á þessu og síð-
asta ári og kannar hvort stjórnmálin stefni til
hægri eða vinstri eða fljóti í farvegi megin-
straumsins. Svo virðist sem hægrisveifla gangi
nú yfir Evrópu en að mati Auðuns er sú skoðun
mjög yfirborðskennd. Réttara sé að segja að
víða hrikti í stoðum valdakerfis hefðbundinna
„meginstraumsflokka“. Grein Auðuns er þarft
innlegg í hina pólitísku umræðu þegar aðeins
fáeinir mánuðir eru í alþingiskosningar.
Halldór Laxness hlaut Sonningverðlaunin 1969.
Mikil blaðaskrif spunnust um verðlaunin, bæði
á Íslandi og í Danmörku, ekki síst vegna mót-
mæla sem danskir stúdentar efndu til, en þeim
Umræðurnar um fólksfækkunina á landsbyggð-
inni hafa vart farið framhjá nokkrum manni á
síðastliðnum árum. Hingað til hefur skuldinni
iðulega verið skellt á atvinnulífið, sjávarútveg-
inn. Ásgeir Jónsson hagfræðingur veltir
byggðavandanum fyrir sér og setur fram nýja
kenningu. „. . . þegar nánar er að gáð sést að
hnignun sjávarbyggðanna hófst mun fyrr en
kvótakerfið kom til sögunnar, og reyndar mun
fyrr en orðin skuttogari og aflaskerðing komust
inn í orðabækur landsmanna,“ skrifar Ásgeir.
Hann rekur umskipti á högum hafnarbyggð-
anna til tveggja samgöngubyltinga á Íslandi.
Þegar strandsiglingar hófust eftir 1876 urðu
sjávarbyggðir eftirsóknarverðari en áður til bú-
setu og margir staðir lentu í þjóðbraut sem
áður voru afskekktir. Þessi undirstaða sjávar-
byggðanna hrundi um leið og vegakerfi lands-
ins var byggt upp eftir 1940 og bifreiðar tóku
við af skipum sem samgöngutæki. Hafnar-
byggðirnar urðu utanveltu og samkeppnis-
hæfni þeirra sem atvinnu- og þjónustumið-
stöðva rýrnaði verulega. Aftur á móti tóku stað-
ir sem lágu vel við landsamgöngum fjörkipp.
„Þetta bendir til þess að mjög þung undiralda
vinni nú gegn búsetu víða um strendur lands-
ins, sem tengist ekki nema að litlu leyti þeim
pólitísku þrætum sem nú eru í brennidepli í
byggðamálum,“ segir Ásgeir, eins og lesa má í
athyglisverðri grein hans í tmm.
Kynþáttahyggja felur í sér tvöfalda hópímynd,
fordæmingu á „hinum“ og um leið mat á „okk-
ur“, þar sem neikvæðir eiginleikar „hinna“ end-
urvarpa jákvæðum eiginleikum „okkar“, skrifar
Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur og rithöf-
undur, í afar fróðlegri grein um heimssýning-
arnar. Kristín veltir því fyrir sér hvernig heims-
sýningar hafa endurspeglað viðhorf Vestur-
landabúa til annarra heimshluta. Þær hafi frá
fyrstu tíð verið mikilvægar í mótun sjálfsmynd-
ar samfélaga, þjóða og samfélagshópa. Fljót-
lega hafi þó farið að tíðkast þar sýningar á fólki
02 frá ritstjóra 5.12.2002 16:48 Page 2