Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 4
Jólagetraun tmm Jólagetraun tmm er í þetta sinn helguð einum þekktasta rithöfundi Íslendinga, Snorra Sturlusyni. Spurt er um ýmislegt sem tengist Snorra, samtíma hans og verkum, bæði á miðöldum og í nútímanum. Svör við sum- um þessara spurninga er að finna í verkum Snorra en annarra þarf að leita í síðari tíma heimildum. Ný og glæsileg útgáfa ritsafns Snorra er í verðlaun en það inniheldur Heimskringlu, Snorra-Eddu og Egils sögu Skallagrímssonar. Sendið svör með tölvupósti á netfangið tmm@edda.is eða í umslagi merktu „tmm – getraun“, Edda – útgáfa, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. Svör þurfa að berast fyrir 15. janúar. Dregið verður úr réttum lausnum. 1. „Almáttugur guð skapaði í upphafi himin og jörð og alla þá hluti er þeim fylgja og síðast menn tvo er ættir eru frá komnar, Adam og Evu, og fjölgaðist þeirra kynslóð og dreifðist um heim allan.“ Með þessum orðum hefur Snorri Sturluson formála sinn að Snorra-Eddu. Þar dregur hann upp mynd af heiminum, sköp- un hans og þróun og segir jafnt frá söguhetjum Biblíunnar sem merkilegum fornkonungum. 1.A. Í hversu margar „hálfur“ skiptist veröldin samkvæmt formála Snorra og hvað kölluðust þær? Uppruna Óðins rekur Snorri til konungsætta í Tróju eða Tyrklandi. Þaðan heldur Óðinn til landvinninga í norðri: „Óðinn hafði spádóm og svo kona hans og af þeim vísindum fann hann það að nafn hans mundi uppi vera haft í norð- urhálfu heims og tignað umfram alla konunga. Fyrir þá sök fýstist hann að byrja ferð sína af Tyrklandi og hafði með sér mikinn fjölda liðs, unga menn og gamla, karla og konur, og höfðu með sér marga gersamlega hluti.“ Óðinn kemur fyrst til Saxlands og setur þar til landgæslu þrjá syni sína. Af þeim eru Völsung- ar komnir, að sögn Snorra. Þaðan heldur Óðinn til Norðurlanda. 1.B. Snorri segir að Óðinn hafi sett syni sína til landa í Noregi og Danmörku og að frá þeim séu norsku og dönsku konungsættirn- ar komnar. Hverjir voru þessir synir Óðins? 1.C. Sjálfur á Óðinn að hafa feng- ið völd í Svíþjóð. Sonur hans tók hins vegar við að honum látnum og frá syninum er komin merk konungsætt sem Snorri fjallar einnig um í Heimskringlu. Hver er þessi ættfaðir sænsku konung- anna og hvað kallast ættin? 2. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu fer maður nokkur í Ásgarð og aflar sér mikils fróðleiks um æsina. „Hann gerði ferð sína til Ásgarðs, en er æsir vissu ferð hans var honum fagnað vel og þó margir hlutir með sjónhverfingum. . . . [Gestinum] þótti göfuglegt þar um að sjást. Veggþili öll voru þar tjölduð með fögrum skjöld- um. Þar var og áfenginn mjöður og mjög drukk- ið. Næsti maður [gestinum] sat [sögumaður], og áttust þeir við drykkju og orðaskipti. Sagði [sögumaður] [gestinum] frá mörgum tíðindum þeim er æsir höfðu átt. 2.A. Hvað heitir þessi maður og hver er sessunautur hans sem segir frá? Gesturinn spyr margs og vill meðal annars fræðast um kenningar. „Hvernig skal kenna ____?“ spyr hann og nefnir einn ásanna. Svar- ið sem hann fær er svohljóðandi: „Svo að kalla hann son Sifjar, stjúp Þórs, öndurás, bogaás, veiðiás, skjaldarás.“ 2.B. Hver er þessi ás sem gesturinn spurði um? 3. Í Egils sögu er þessi vísa: Erumka leitt, þótt ljótr of sé, hjálma klett Af hilmi þiggja. Hvar er sá er gat af göfuglyndum æðri gjöf allvalds syni? 3.A. Hvar er komið sögu þegar Egill kveður þessa vísu og í hvaða borg er hann staddur? 3.B. Hver er konungurinn sem hann yrkir til og hver er faðir kon- ungsins, allvaldurinn? Skömmu eftir að vísan er kveðin skilja leiðir þeirra Egils og Arinbjarnar hersis. Að skilnaði gefa þeir hvor öðrum dýrmætar gjafir. Egill gaf Arinbirni „. . . gullhringa þá tvo er Aðalsteinn konungur gaf honum og stóð mörk hvor . . .“ 3.C. Hvað gaf Arinbjörn Agli að skilnaði? 4. Á síðasta ári sendi Einar Kárason frá sér skáldsöguna Óvinafögnuð sem hann byggir á ævi frænda Snorra Sturlusonar. Einar leggur þessum frænda orð í munn og hefur sögu hans á þessum orðum: „Ég hef kannski ekki ráð á því að fárast yfir ólifnaði, drykkjuskap og slags- málum, en ég var samt búinn að fá nóg af því öllu í Niðarósi, því pestarbæli.“ 4.A Hvað heitir söguhetja Einars Kárasonar fullu nafni og hvernig var hún skyld Snorra Sturlusyni? Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Ingi Bogi Boga- son, minntist meðal annars á sköpun aðalper- sónunnar og helsta óvinar hennar í dómi um bókina: „Persónulýsingar eru mæta vel unnar. [Frændi Snorra] og [óvinurinn] stíga hér sterkir fram. Sá fyrri ábyrgðarlaus, óhræddur, óút- reiknanlegur, ekki vígamaður að upplagi en nógu frændrækinn til að gera það sem hann tel- ur réttast að gera. Sá seinni er gjörhugull, var um sig, tekur ekki meiri áhættu en nauðsyn krefur. Yfirbugaður í lokin gengur hann í klaust- ur.“ (Mbl. 28. nóv. 2001) 4.B. Hver er þessi helsti óvinur söguhetjunnar (fullt nafn) og hver er hápunktur átaka þeirra? Vegleg verðlaun í boði: Ný útgáfa af ritsafni Snorra Sturlusonar! 04 Jólagetraun Snorri Sturl 5.12.2002 16:49 Page 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.