Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 5
ungum og þér ókunnum. Farðu heldur
aftur til ríkis þíns er þú hefir að erfðum
tekið og ráðið lengi fyrir með þeim styrk
er guð gaf þér og lát eigi undirmenn þína
hræða þig. Það er konungs frami að sigr-
ast á óvinum sínum en veglegur dauði að
falla í orustu með liði sínu. . . .“
6.A. Hvaða maður birtist
konunginum í draumi og
hvatti hann til að snúa heim?
Ólafur gegnir draummanninum og snýr
heim en líður þar sannkallaðan píslar-
dauða. Aðdragandi dauða hans er mark-
aður draumum, forspám og jarteinum í
meðförum Snorra; augljóst er hvert stefn-
ir. Konungurinn fellur í orrustu eftir að
hafa verið særður þrem djúpum sárum.
6.B. Í hvaða orrustu féll
Ólafur helgi og hverjir veittu
honum þessi þrjú banvænu sár?
Í túlkun Snorra er Ólafur helgi konungur af
guðs náð. Vegur hans vex mjög eftir dauðann
því hann ríkir áfram sem heilagur maður og
tákn konungdómsins. Andstaða Norðmanna
við arftaka hans vex stöðugt samhliða því sem
þeir viðurkenna jarteinir og þar með helgi Ólafs.
6.C. Hver tók við völdum í Noregi
eftir fall Ólafs helga?
7. Einn konunga Noregs sem sagt er frá í
Heimskringlu sat lengi á konungsstóli, heil 26
ár, en valdatími hans var þó svo kyrrsæll og tíð-
indalítill að nær engum sögum fer af honum.
Snorri sleppir því ekki að segja frá þessum frið-
arkonungi en saga hans er sú stysta í
Heimskringlu, aðeins átta stuttir kaflar, þar af
tveir um jarteinir Ólafs helga. Þessi stutta kon-
ungssaga fjallar reyndar fyrst og fremst um
verklegar framkvæmdir og hirðsiði konungsins
sem þótti hafa helst til fjölmenna hirð, ef menn
vildu finna eitthvað að kvarta yfir.
Hver var þessi friðsæli konungur
og hvenær var hann við völd?
8. Eftirfarandi texti er úr elsta varðveitta skjali
íslenskrar kirkju en það er talið frá síðari hluta
12. aldar. Skjalið er tengt bæ Snorra Sturluson-
ar, Reykholti, en varðveitt í Þjóðskjalasafni Ís-
lands. Menn hafa getið sér til um að Snorri hafi
skrifað þennan hluta skjalsins með eigin hendi:
„Skrín það er stendur á altari með helgum dóm-
um gefa þeir Magnús (þ.e. Magnús Pálsson
prestur í Reykholti) og Snorri að helfingi hvor
þeirra, og er þetta kirkjufé um fram of það er
áður er talið. Kirkja á enn um fram klukkur þær
er þau Snorri og Hallveig leggja til staðar . . .“
Um hvaða skjal er að ræða?
9. Verk Snorra Sturlusonar hafa vakið athygli
víða og orðið mörgum skáldum innblástur. Eitt
þeirra orti ljóð á spænsku sem hljómar svo í
þýðingu Finnboga Guðmundssonar:
Þú, sem gafst okkur goðsögnina eftirminnilegu
um ís og eld og skráðir grimmilega frægðar-
sögu hins harðvítuga germanska ættstofns,
fannst þér til undrunar í sverðahríð einnar næt-
ur, hvernig þitt vesla mannlega hold tók að
titra. Á þessari hinztu nóttu hlauztu að reyna
hugleysi þitt.
Í myrkri íslenzkrar nætur gárar saltur vindurinn
hafflötinn. Hús þitt er umkringt. Þú hefur drukk-
ið dreggjar svívirðu, sem aldrei gleymist.
Sverðið dundi á fölu höfði þínu, eins og það svo
oft var látið dynja í bókinni þinni.
Maðurinn sem þetta orti hafði mikið dálæti á ís-
lenskum fornbókmenntum, ekki síst verkum
Snorra Sturlusonar, og þýddi til dæmis Gylfa-
ginningu á spænsku. Hann dreymdi lengi um
að komast til Íslands og þegar af því varð talaði
hann ekki um ferðalag heldur pílagrímsför. Í
bók Matthíasar Johannessen, Samtölum II frá
1978, má lesa um þennan áhuga höfundarins á
Snorra og verkum hans. „Ég spurði [hann],
hvað hann hefði einkum lært af íslenzkum forn-
bókmenntum,“ skrifar Matthías. „„Sparsemi,“
sagði hann. „Allir, sem skrifa á spænsku, hafa
tilhneigingu til að teygja úr stílnum. Cervantes
er sagður hafa verið raunsæishöfundur. En
sögupersónur hans tala aldrei saman. Þær
halda alltaf ræðu. Snorri Sturluson er stórkost-
legasta leikritaskáld sem uppi hefur verið. Leik-
ritaskáld án leikhúss. Shakespeare er alltof
langorður. Stíll hans er of teygður. Snorri hefði
lagt Hamlet betri lokasetningar í munn en
Shakespeare.“
Hver var þessi spænskumælandi
rithöfundur og aðdáandi Snorra
Sturlusonar?
10. Framan við gamla Héraðsskólann í Reyk-
holti í Borgarfirði er stytta af Snorra Sturlusyni
sem Norðmenn færðu Íslendingum að gjöf árið
1947.
Eftir hvern er styttan af Snorra?
– Og hvaða fulltrúi norsku konungs-
ættarinnar heimsótti Reykholt
þegar styttan var afhent?
5. Nokkrum árum áður sendi annar þekktur rit-
höfundur frá sér skáldsögu sem gerist á svip-
uðum tíma, eða á Sturlungaöld. Höfundurinn
lýsti sögu sinni og heimildameðferð svo í blaða-
viðtali: „Ég er að yrkja í eyðurnar. Ég vona að
hægt sé að fara þessa ferð sem bókin er án
þess að þeim sem hafa ekki lesið Sturlungu sé
hamlað á neinn hátt. Ég vona að þetta sé sjálf-
stætt ferðalag en ekki væri verra ef það vekti
einhverja löngun til að leggjast í Sturlungu. . . .
Fyrir mér vakir að skrifa nútímaverk fyrir nú-
tímafólk, þetta er ekki sagnfræði, heldur skáld-
skapur sem ég vona að varði nútímafólk, vísi á
það sem er að gerast í okkar heimi, vísi á það
sem býr inni í manneskjunum. Fyrir mér vakir
að sýna að manneskjan sé lík sjálfri sér frá ein-
um tíma til annars og verði að kanna þau öfl
sem takast á inni í henni sjálfri.“ (Morgunblað-
ið, 22. desember 1998)
5.A Hvað heitir þessi bók og hver
er höfundur hennar?
5.B Hver er aðalpersóna þessarar
bókar og hvernig tengist hún
annars vegar aðalpersónu bókar
Einars Kárasonar og hins vegar
Snorra Sturlusyni?
6. Ólafs saga helga er þungamiðjan í
Heimskringlu og um þriðjungur verksins. Gríp-
um niður í söguna þar sem konungurinn er í út-
legð í Garðaríki, kvalinn af áhyggjum. Hann vill
afsala sér konungstign og halda til Jórsala þeg-
ar þekktur maður birtist honum í draumi og tel-
ur hann á að snúa heim. „Ertu mjög hugsjúkur
um ráðaætlan þína, hvert ráð þú skalt upp
taka?“ spyr draummaðurinn. „Það þykir mér
undarlegt er þú velkir það fyrir þér, svo það ef
þú ætlast það fyrir að leggja niður konungstign
þá er guð hefir gefið þér, slíkt hið sama sú ætl-
an að vera hér og þiggja ríki af útlendum kon-
04 Jólagetraun Snorri Sturl 5.12.2002 16:49 Page 5