Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 6
Þegar jólasveinninn var handtekinn
Brynhildur Björnsdóttir þýddi
José Eduardo Agalusa
Pascoal gamli hafði sítt hvítt skegg, mjög hvítt
og það lufsaðist niður bringuna á honum. Það
hafði ekkert með tísku að gera; honum var bara
alveg sama; vanhirt skeggið var tákn um eymd
hans og volæði. En það var skegginu að þakka
að hann fékk vinnu. Skegginu og því að hann
var albínói – með eðluljósa húð og lítil bleik
augu sem alltaf voru hulin bak við dökk sólgler-
augu. Hann hafði gefið upp alla von um að fá
nokkurntíma aðra vinnu. Hann var viss um að
hann myndi bráðum deyja úti á götu, úr sorg
frekar en hungri því hann fékk jú súpu hjá
Generálnum á kvöldin og fann oft brauðskorpur
í ruslafötunum. Hann svaf undir billjardborðinu
á kránni á nóttunni, með teppi ofan á sér, sem
Generállinn hafði lánað honum. Hann dreymdi
sundlaugina.
Hann hafði unnið við sundlaugina í fjörutíu
ár, allt frá þeim degi er hann hóf þar störf sem
húsvörður. Hann kunni að lesa, hann kunni að
telja og hann mundi allar bænirnar sem hann
hafði lært í trúboðsstöðinni, að maður minnist
ekki á heiðarleika hans, hreinlæti og ást á starf-
inu. Hvítu mönnunum líkaði við hann. Þeir
sögðu alltaf : „Pascoal komdu hingað, Pascoal
gerðu þetta.“ Þeir leyfðu honum að líta eftir
litlu börnunum sínum, sumir buðu honum með
í fótbolta (hann var fínn í marki!), aðrir sögðu
honum leyndarmál; þeir fengu líka stundum
lánað herbergið hans til leynilegra ástarfunda.
Herbergið hans Pascoals var við hliðina á bún-
ingsherbergjum karlanna. Hvítu mennirnir
klöppuðu á bakið á honum: „Pascoal, eini svarti
maðurinn í Angóla með sundlaug í garðinum.“
Svo hlógu þeir: „hvítasti svertinginn í Afríku.“
Þeir sögðu honum brandara um albínóa: „hef-
urðu heyrt um höfðingjann sem hélt ræðu á
þjóðhátíðardaginn? Já sko, hann fór upp á pall-
inn, ræskti sig og sagði: hér í Angóla erum við
öll portúgölsk – hvítir, svartir, múlattar og
albínóar – öll portúgölsk.“
Svertingjunum líkaði hinsvegar ekki við
Pascoal. Konurnar bölvuðu honum, þær hræktu
á gólfið þegar hann gekk framhjá eða þóttust
ekki sjá hann. Krakkarnir klifruðu yfir girðinguna
í dagrenningu og stukku út í sundlaugina. Hann
varð að fara framúr á nærbuxunum og reka þau
burtu. Einn daginn keypti hann byssu, notaða
loftbyssu. Hann fór að liggja í leyni bak við
akasíutrén og skjóta á krakkana.
Þegar Portúgalarnir fóru vissi Pascoal að nú
væri hinu ljúfa lífi lokið. Hann fylgdist dapur í
bragði með því þegar skæruliðarnir komu, skot-
bardögunum og þegar ruðst var inn í húsin og
öllu stolið og allt eyðilagt. En sárast var þegar
þeir tóku sundlaugina. Félagi þetta og félagi hitt
eins og fólk hefði ekki nöfn. Krakkar, sömu
krakkarnir og hann hafði skotið á úr loftbyss-
unni sinni, stóðu nú á stökkbrettinu og pissuðu
í laugina. Einn góðan veðurdag var svo vatns-
laust. Vatnið kom ekki daginn eftir og ekki dag-
inn þar á eftir og aldrei aftur. Og sundlaugin
fölnaði. Vatnið gulnaði, svo grænkaði það og
skyndilega var allt fullt af froskum. Fyrst reyndi
Pascoal að stemma stigu við innrás froskanna
með því að skjóta á þá úr loftbyssunni. Það
virkaði ekki. Því fleiri froska sem hann drap því
fleiri froskar voru í lauginni, risastórir glaðværir
froskar sem sungu til dagrenningar þær nætur
þegar tunglið skein, og kaffærðu með kvaki
sínu hundgá og skothvelli.
Húsin voru slegin einhverskonar svefnsýki
og borgin dó hægt og hægt. Afríka – eða hvað
sem má kalla það – tók aftur það sem hún hafði
eitt sinn átt. Það var grafið fyrir brunnum í bak-
görðunum. Eldar tendraðir í görðunum. Grasið
braust í gegnum malbikið, og réðst inn á gang-
stéttirnar, veggina, portin. Konur möluðu hveiti
á göngunum. Ísskápar voru notaðir til að
geyma skó. Píanó voru prýðiskanínubúr. Kyn-
slóðir af geitum uxu úr grasi og nærðust á
bókasöfnum, afar menningarlegar geitur, eink-
um þegar kom að frönskum bókmenntum þótt
sumar hefðu meiri smekk fyrir fjármálum eða
arkítektúr.
Pascoal tæmdi sundlaugina og hreinsaði
hana. Hann skrapaði saman öllu sínu fé og
keypti hænur. Hann bað sundlaugina afsökunar:
„Kæri vinur,“ sagði hann, „þetta er aðeins
tímabundið ástand. Ég ætla að selja eggin og
kjúklingana og svo kaupi ég gott vatn og ég
kaupi klór. Sannaðu til. Þú verður fallegri en
nokkru sinni fyrr.“
En næstu dagar reyndust þeir allra verstu.
Einn daginn komu hermenn og tóku hænurnar.
Pascoal sagði ekki neitt. Hann hefði kannski átt
að gera það. „ Þessi albínói heldur að hann sé
eitthvað,“ sagði einn sérlega pirraður hermað-
ur. „Hann virðist halda að hann sé hvítur. Hann
er gervihvítur“. Þeir börðu hann. Þeir héldu að
hann væri dauður og skildu hann eftir í sund-
lauginni. Nokkrum mánuðum seinna komu
fleiri hermenn. Þeim hafði verið sagt að þarna
byggi albínói sem ræktaði kjúklinga og þegar
þeir fundu enga kjúklinga þá börðu þeir hann
líka.
Stríðið var skollið á að nýju. Flugvélar vörp-
uðu sprengjum á borgina, eða leifarnar af
henni, í fimmtíu og fimm daga. Á þrítugasta og
sjötta degi féll sprengja á sundlaugina og eyði-
lagði hana. Í margar vikur reikaði Pascoal um
rústirnar. Dag nokkurn komu þrír menn á Land
Rover – einn hvítur, einn múlatti og einn svart-
ur – allir í jakkafötum og með bindi. „Þetta var
borgarmorð – urbicide,“ sagði múlattinn og
sveiflaði til höndunum. Pascoal vissi ekki hvað
orðið þýddi en honum líkaði það vel. „Þetta var
úrbisæd,“ endurtók hann og enn þann dag í
dag, þegar hann hugsar um sundlaugina, veltir
hann þessu orði fyrir sér tímunum saman „úr-
bisæd“.
Her sem samanstóð af afar útlendingslegum
hvítum mönnum með bláa hjálma fór með
hann til Lúanda einn morgun í dagrenningu og
rigningu. Hann var á spítala í tvo daga. Þar var
06 Smás Þegarþeirhandtóku jóla 6.12.2002 14:09 Page 6