Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 8
Stefna kosningastraumar Evrópu til Íslands? Auðunn Arnórsson Ef litið var yfir landslag evrópskra stjórnmála fyrir um tveimur árum blasti meðal annars við sú staðreynd, að stjórnartaumarnir í flestum ríkjum Vestur-Evrópu voru þá í höndum (sósí- aldemókratískra) miðju-vinstristjórna. Í þeirri hrinu kosninga sem afstaðin er síðan á árinu 2000 hafa allnokkrar þessara stjórna vikið fyrir hægristjórnum og víða hafa hægri-popúlískir flokkar náð talsvert miklu fylgi. Því hafa sumir fullyrt að hægrisveifla gangi nú yfir álfuna. En er það rétt? Það verður skoðað hér í framhald- inu. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með stjórnmálaþróuninni í Evrópu, að innflytjendamál hafa verið mjög ofarlega á baugi í kosningum, og það er einmitt á þau mið sem gamlir og nýir popúlistaflokkar hafa róið og aflað vel í mörgum tilfellum. Verða rakin dæmi um þetta í kosningayfirlitinu hér á eftir. Þá hef- ur „lög og regla“ víða verið mikið hitamál í kosningabaráttu, oft reyndar í tengslum við inn- flytjendamálin. Loks hefur atvinnuleysi og staða velferðarkerfisins víða verið ofarlega á dagskrá, einnig ósjaldan í tengslum við innflytj- endamál, svo og í tengslum við ótta margs fólks við (félagslegar) afleiðingar hvattvæðing- arinnar. Þetta eru allt málefni sem brenna mjög á stjórnmálamönnum um alla Evrópu og hafa verið áberandi í kosningabaráttu fyrir margar kosningar sem farið hafa fram í álfunni á síð- ustu misserum. En það þarf ekki mikinn spá- mann til að benda á, að í eyríkinu Íslandi – þar sem vandamál tengd innflytjendum eru hverf- andi í samanburði við það sem víða er tilfellið og þar sem atvinnuleysi er nánast ekkert – horfir þetta að mörgu leyti öðruvísi við. Staða Íslands utan ESB setur íslenzka stjórnmálaþró- un í enn meiri sérstöðu, þegar gerð er tilraun til að skoða hana í samhengi við þróunina í öðrum löndum okkar heimshluta. Aðildin tengir stjórn- mál ríkjanna sem eru innan ESB mun nánar; þau eiga öll sína fulltrúa á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórninni, í ráðherraráðinu o.s.frv.; þar eru mörkin milli innanlands- og utanríkismála æ meira fljótandi. Ýmislegt í samskiptum ESB-ríkjanna gefur tilefni til að tala um að „evrópsk innanríkismál“ séu orðin að veruleika. Gott dæmi um hvers konar kynjamyndir sú þróun getur tekið á sig eru tilraunin sem gerð var til að setja Austurríki í eins konar skammarkrók fyrir að velja sér rík- isstjórn sem mörgum „meginstraums“-stjórn- málamönnunum sem við stjórnvölinn voru í flestum hinna aðildarríkjanna var ekki að skapi, að nafninu til vegna þess að meðal stefnumiða austurríska Frelsisflokksins var að taka harðar á málefnum innflytjenda.1 Þegar litið er yfir kosningaþróunina í Evrópu- sambandsríkjunum á undanförnum tveimur árum má reyndar segja, að ríkisstjórnarþátttaka Frelsisflokksins í Austurríki hafi verkað að ein- Á tímum hnattvæðingar og Evrópusamruna hafa stjórnmálaskýrendur þótzt sjá æ nánari tengsl milli stjórnmálaþróunarinnar í þjóðríkjum Evrópu, einkum þeirra sem með aðild að Evrópusam- bandinu eru tengd í eitt pólitískt og efnahagslegt bandalag. Það er því verðug spurning, hvort hægt sé að henda reiður á ákveðnum straumum í stjórnmálaþróuninni í okkar heimshluta sem búast megi við að hafi einnig áhrif hér á landi. Til að kanna þetta verður í þessari grein farið yfir úrslit kosninga í grannríkjum okkar sem fram hafa farið á síðustu misserum og reynt að lesa út úr þeim tilhneigingar, t.d. er varða þróun flokka- kerfis og helztu áherzlumál kosningabaráttu, og loks reynt að meta hvort þessar tilhneigingar eða straumar muni geta haft áhrif á kosningar á Íslandi. Það segir sig eiginlega sjálft, að leitin að slíkum hugsanlegum áhrifavöldum á stjórnmálaþróun á Íslandi takmarkist við ríkin fyrir austan okkur og sunnan – þótt við eigum líka í nánum tengslum við Norður-Ameríku er þjóðfélagsgerðin og lýðræðishefðin þar vestra svo ólík okkar eigin að býsna langsótt væri að ætla að straumar í stjórnmálum Vesturheims skiluðu sér hingað. Það eru fyrst og fremst Norðurlöndin sem hér skipta máli, svo og önnur lönd Vestur-Evrópu. Í Danmörku, Noregi, Færeyjum og Svíþjóð hafa farið fram þingkosningar á síðustu mánuðum og misserum, og gefa úr- slit þeirra tilefni til margvíslegra ályktana. Þetta gildir einnig um úrslit nýlega afstaðinna kosninga í Austurríki, Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Bretlandi. 08 Pólitík Auðunn Arnórs 5.12.2002 17:34 Page 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.