Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 12
18. nóvember 2001: Kosningar til danska
Þjóðþingsins: Venstre (sem er flokkur hægra
megin við miðju) vinnur langþráðan sigur og
tekur við stjórnartaumunum af jafnaðarmönn-
um. Poul Nyrup Rasmussen, sem var í forsæt-
isráðherrastólnum í tvö kjörtímabil, víkur fyrir
Anders Fogh Rasmussen, leiðtoga Venstre. Í
fyrsta sinn frá 1929 eru borgaralegir flokkar
með meirihluta á danska þinginu. Venstre, sem
fékk rúmlega 31% atkvæða og 56 þingsæti,
náði meira fylgi en jafnaðarmenn sem hefur
ekki gerzt síðan árið 1920. Jafnaðarmenn hlutu
innan við 30% atkvæða og 52 þingsæti. Ótví-
ræður sigurvegari kosninganna er þó Danski
þjóðarflokkurinn (DF) undir forystu Piu Kjærs-
gaard, sem vinnur 12% atkvæða og 22 þing-
sæti. Íhaldsflokkurinn, sem á árum áður var for-
ystuafl borgaralegu flokkanna, fékk nú aðeins
16 þingsæti, Sósíalíski þjóðarflokkurinn 12 og
Radikale Venstre, sem er frjálslyndur borgara-
flokkur, 9. Aðrir flokkar sem komu að manni
voru Kristilegi þjóðarflokkurinn og Einingar-
flokkurinn með fjögur sæti hvor og þar að auki
sitja á þinginu tveir færeyskir þingmenn og
tveir grænlenzkir.
Hin nýja ríkisstjórn borgaralegu flokkanna
nýtur stuðnings þingflokks DF og hefur hann
þar með getað sett sitt mark á stjórnarstefn-
una. Mjög var hert á innflytjendalöggjöfinni, og
hafa þær aðgerðir notið ótvíræðs stuðnings
meirihluta þjóðarinnar, þótt margir hefðu gagn-
rýnt þær bæði innanlands og utan. Þar sem
stóru „meginstraums“-flokkarnir skynjuðu
einnig hve mikilvægt þetta mál var í augum
margra kjósenda voru þeir farnir að bregðast
við með nýjum áherzlum strax fyrir kosningar.
Poul Nyrup Rasmussen boðaði sjálfur verulega
hertar reglur um innflytjendur, Venstre gekk
lengra en DF lengst.
10. september 2001: Kosningar til norska
Stórþingsins: Verkamannaflokkurinn tapar
stórt, en heldur þó stöðu sinni sem stærsti
flokkur landsins með 24,4% atkvæða og 43
þingsæti. Hægriflokkurinn fékk 21,3%, 6,9%
meira fylgi en í kosningunum 1997 og 38
manna þingflokk, 15 fulltrúum fjölmennari en
áður. Kristilegi þjóðarflokkurinn, flokkur Kjells
Magne Bondevik sem síðan samdist um að
tæki við forsætisráðherrastólnum í samsteypu-
stjórn mið- og hægriflokkanna, fær 12,5% fylgi
og 22 þingmenn. Framfaraflokkurinn undir for-
ystu Carls I. Hagen fær 14,7% atkvæða, tapar
hálfu prósentustigi frá því í síðustu kosningum,
en það var mesta fylgi
sem flokkurinn hafði
nokkru sinni náð í
þingkosningum í 20
ára sögu sinni. Og
þrátt fyrir að hafa
misst fáein atkvæði
styrkist þingflokkur
Framfaraflokksins um
einn mann, úr 25 í 26.
Vinsældir Hagens
meðal kjósenda náðu
miklum hæðum um
hálfu ári fyrir kosning-
arnar en vinsældir
flokksins döluðu er
nær dró kosningun-
um, einkum vegna
deilna um frambjóðendur í einstökum kjör-
dæmum. Nú, ári eftir kosningarnar, eru vin-
sældir Framfaraflokksins aftur í hámarki – nýj-
ustu skoðanakannanir sýna flokkinn með yfir
33% fylgi, en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna
þriggja mælist nú minna en það – og kemst um
þessar mundir enginn annar norskur stjórn-
málamaður þar sem Hagen hefur hælana hvað
vinsældir snertir. Þessum árangri virðist hann
hafa náð með tempraðri popúlismablöndu, þar
sem viljinn til að taka harðar á innflytjendum og
öðrum hópum sem taldir eru „svindla á kerf-
inu“ er ótvíræður, en einnig loforð um ýmsar
áherzlubreytingar á því hvernig fé úr hinum
skuldlausa ríkissjóði – þökk sé olíuauðnum – er
ráðstafað. Þótt fáir í flokki Hagens myndu vilja
setja sig á bekk með fylginautum hinnar
dönsku Piu Kjærsgaard, hins austurríska
Haiders eða hollenzka Fortuyns gegnir norski
Framfaraflokkurinn ótvírætt svipuðu hlutverki í
norska flokkakerfinu og flokkar þessara síðast-
nefndu í flokkakerfi sinna landa, þ.e. að hrista
upp í stöðnuðu kerfi „meginstraums“-flokk-
anna og atvinnustjórnmálamönnum þeirra sem
margir virðast oft og tíðum þrælar pólitískrar
rétthugsunar. Þannig knýja þessir popúlísku
flokkar staðnað flokkakerfi til endurnýjunar;
knýja atvinnustjórnmálamennina til þess að
leggja betur við hlustir hvað það er sem í raun
brennur á hinum almenna kjósanda og gleyma
sér ekki í forræðishyggjunni.
7. júní 2001: Þingkosningar í Bretlandi: Þótt
fylgið dali í prósentum talið allnokkuð frá síð-
ustu kosningum tekst Verkamannaflokknum
undir forystu Tonys Blair forsætisráðherra að
tryggja sér annan stórsigurinn í röð og ræður
yfir 413 af 659 þingsætum í neðri deild þings-
ins. Ekki sér fyrir endann á sögulegri lægð
Íhaldsflokksins en Frjálslyndir demókratar
vinna á, að nokkru leyti með taktísku samráði
við Verkamannaflokkinn, og á nú fleiri fulltrúa á
þingi en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir að langt sé
frá því að þingmannafjöldinn endurspegli at-
kvæðahlutfallið.
Í kosningabaráttunni í Bretlandi voru önnur
mál en innflytjendamál í brennidepli, einkum
hlutverk Bretlands innan Evrópusambandsins
og vó það þyngst hvort landið ætti að gerast
aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu,
þ.e. hvort skipta ætti út sterlingspundinu fyrir
evru. Í Bretlandi hefur hins vegar spenna í sam-
skiptum fólks af mismunandi uppruna farið vax-
andi og er þar skemmst að minnast svonefndra
kynþáttaóeirða í nokkrum borgum Norður-Eng-
lands, þar sem fjöldaslagsmál milli ungra manna
ættaðra aðallega frá austanverðri Asíu og (ungra
atvinnulausra) innfæddra fóru úr böndunum og
skildu eftir sig eyðileggingarslóð og áhyggjusvip
á mörgum atvinnustjórnmálamanninum.
Niðurlag
Ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa fullyrt að kosn-
ingaþróunin í Vestur-Evrópu á síðustu misser-
um gefi tilefni til að tala um að hægrisveifla
gangi yfir álfuna. Að mínu mati er sú ályktun þó
mjög yfirborðskennd; réttara er að víða hriktir
(tímabundið?) í stoðum valdakerfis hefðbund-
inna „meginstraums“-stjórnmálaflokka. Allir
popúlistaflokkar á borð við Lista Pims Fortuyns
í Hollandi, Þjóðarflokk Piu Kjærsgaard í Dan-
mörku, Frelsisflokkinn í Austurríki eða Fram-
Jörg Heider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki.
08 Pólitík Auðunn Arnórs 5.12.2002 17:34 Page 12