Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 17
gefur Storm sterklega í skyn að hagsýni sé helsta ástæðan til þess að bókin sé skrifuð, það sé hún sem stjórni pólitískri afstöðu Halldórs öðru fremur. Það sama er uppi á teningnum í greininni sem hann ritar um veitingu Sonning- verðlaunanna. Þar stillir hann peningum upp sem andstæðu hugsjóna og gerir sannfæring- una að baki félagsgagnrýni Halldórs tortryggi- lega. En í Sonningdeilunni eru ásakanir um hag- sýni háværari en í því lágstemmda háði sem kemur fram í ritdómnum um En digters opgør. Grein Ole Storm hefur mikil áhrif á þróun mála í Sonningdeilunni. Hann leggur þann grunn sem ýmsir aðrir byggja á. Listamaður meðal uppreisnarmanna – Hvad vil de mennesker mig? Hvem er de?14 Stúdentaráð Kaupmanna- hafnarháskóla sendir Hall- dóri Laxness opið bréf þann 5. mars 1969 þar sem ráðið óskar honum til hamingju með Sonning- verðlaunin. Það er þó ekki ástæðan fyrir bréfinu heldur vill ráðið fræða skáldið um uppruna peninganna sem hann hyggst taka við. Í bréf- inu er vísað til viðtalsins í Politiken 2. febrúar og sú siðferðilega klemma sem blaðamaður- inn Ole Storm spennti um Halldór Laxness er hert. Ráðið lítur svo á að Háskólanum (pró- fessorunum) skjöplist að því leyti sem hann telji að Sonningverðlaunin auki við hróður hans: Universitetet (professorerne) har altså fundet det passende at påtage sig uddel- ingen af denne overskydende profit fra familien Sonnings udnyttelse af en af vort lands største sociale skampletter: Bolignøden. Dette er vel sket ud fra en fejlagtig betragtning om den prestige, Københavns Universitet ville få ved at kunne uddele disse mange penge – som alle penge lugter de ikke, og en Nobel har Danmark aldrig haft. Dette er kun et af mange ex- emplarer på universitetets indifference m.h.t. de sociale forhold i landet og en demonstration af dets accept af den usunde kapitalistiske moral.15 Að þessu loknu er Halldóri boðið að halda op- inn fyrirlestur við Háskólann í stað þess að taka við verðlaununum. Stúdentarnir stinga upp á hvert efni fyrirlestrarins geti verið: Et aktuelt udgangspunkt kunne måske Der- es „Slumcauseri“ være, og vi kan forsikre Dem, at der ikke i dette forum vil blive for- langt, at De lægger en dæmper på Deres skarpe mening om uforskyldt fattigdom og økonomisk udbytning.16 Vakin skal athygli á því að í bréfi stúdentanna er tekið næstum orðrétt upp niðurlag greinar blaðamanns Politiken. Stúdentarnir halda þar með áfram verki sem þegar er hafið. Bréfi þeirra lýkur svo á orðunum „[. . . ] i håbet om, at Deres sociale samvittighed stadig lever“.17 Politiken, eitt stærsta dagblað Danmerkur, og Stúdentaráð Háskólans fara í sem stystu máli fram á að Halldór Laxness taki að sér að vera leiðarhnoða Hafnarháskóla á siðferðilegum villi- götum. Það má kallast einstakt traust til út- lends manns. Rithöfundurinn Hans Scherfig sem um ára- tuga skeið var einn áhrifamesti hugsuður danskra kommúnista skrifar hugleiðingar um væntanleg mótmæli stúdenta í dagblað danskra kommúnista Land og folk 9.–10. mars sama ár. Þar leggur hann út af kvæði eftir Poul Martin Møller sem heitir „Kunstneren mellem oprørerne“.18 Í kvæðinu er rakin saga lista- manns sem yrkir ljóð um fegurðina. Þegar einn lærlinga hans biður um frí til að taka þátt í upp- reisn gegn einvaldi bregst skáldið illa við. Er du nysgjerrig, Snøbel! Så kig af Vinduet ud: See paa den drukne Pøbel Og paa Gadefredens Brud! Þegar uppreisnarmennirnir nálgast hús skálds- ins og brjótast inn á vinnustofu hans í leit að stuðningi svarar hann þeim yfirvegaður að hann haldi tryggð við valdhafann. I Fredens milde Skygge Bag Lovens Kobbermuur Vi kunstnere sysle trygge, Naar Voldsmand blæser paa Luur. Men: Hvis Fyrsten min Tjeneste kræver, Til Kampen vil jeg gaae, Da bringer jeg ham to Næver For blandt Eder at slaae. Þegar skarinn neitar að víkja missir meistarinn að lokum stjórn á sér og tryllist. Þegar Halldór var inntur eftir afstöðu sinni til kröfu stúdenta í viðtali í Berlingske Aftenavis 5. mars 1969 bregst hann við eins og listamaðurinn í kvæði Møllers – hann tryllist. – Aktionen er ikke mod Dem, men mod Sonning-prisen og fru Sonning. – Hvad har jeg med fru Sonning at gøre? Uni- versitetet giver mig en pris, og jeg er meget glad for den store hæder der vises mig. Men jeg kender danskerne. De ved ikke, hvad hæder er. For dem er det penge, penge, penge . . . de kan have deres penge selv. – Vil det sige, at De afslår at modtage Sonn- ing-prisen? – Jeg havde tænkt mig at give disse penge ud på et specielt formål i Danmark. Men når det skal være under trussel om terror og pengeafpresning, vil jeg tænke mig om endnu en gang. Jeg handler ikke under pres af disse terr- orister.19 Viðbrögð Laxness vekja samúð með málstað stúdenta og þykja harkaleg. Það er meðal annars á grundvelli þeirra sem Hans Scherfig segir að þeir tímar séu liðnir þegar meistarinn [Halldór Laxness] talaði gegn valdhöfunum. Þessu til stuðnings vitnar Scherfig til formálans að Gerska ævintýrinu þar sem Halldór lýsir auð- æfum og sæmd sem honum myndu hlotnast af því einu að lýsa eymd í Sovétríkjunum. For første gang i mit liv står det i min magt at skrive en bog, der ville blive oversat til alle bls. 17Sækjum gull í Gljúfrastein Halldór Laxness eins og teiknari Extrabladets lýsti honum. 16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 17

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.