Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 19
Kunne det ikke tænkes, at årsagen til, at stu-
denterne reagerer nu, er, at de først er
vågnet op nu og at de henvendte sig netop
til dig, fordi de regnede dig for ung trods
årene, for en ven, for en af de etablerede,
der ikke er tilpasset systemet?
Nuvel, de tog fejl. Når man kender dit
skønne, bidende forfatterskab er det svært
at vænne sig til den tanke, at du er som de
andre på bjerget.27
Munurinn á þessum bréfum og bréfi stúdenta
er sá að nú virðast bréfritarar þekkja til verka
Laxness af eigin raun og líta svo á að þeir séu
að gera kröfu til hans sem einstaklings. Stúd-
entar virðast hins vegar telja að unnt sé að gera
siðferðiskröfur til tiltekins manns þannig að það
sé persónu hans óviðkomandi. Þeir virðast ekki
gera sér fulla grein fyrir á hverju kröfur þeirra
byggjast. Þeir elta blaðamann Politiken og
Scherfig en reyna að því er best verður séð
ekki að skilja út á hvað kröfur þeirra til Laxness
ganga.
Í stuttum leiðara dagblaðsins Aktuelt er þeirri
spurningu varpað fram hvers vegna stúdentar
taki einmitt upp á því að mótmæla þegar Hall-
dór Laxness taki við verðlaunum? Leiðarahöf-
undur telur að stúdentarnir hefðu mátt vænta
stuðnings af Halldóri eins og hann komi les-
endum fyrir sjónir í skáldsögum sínum. Með
því að taka við verðlaununum setji hann hins
vegar prinsip sín á útsölu.28 Sama afstaða er lát-
in í ljós í Land og folk þegar blaðið lýsir við-
brögðum skáldsins við kröfum stúdenta; þar
segir „Man har svært v[e]d at genkende
digteren der skrev „Salka Valka“ i disse
hovmodige udtalelser.“29 Ummæli sem þessi
benda til að dregnar séu upp hliðstæður milli
raunveruleikans og skáldskaparins. Ætli blaða-
maðurinn líti svo á að einhver augljós tengsl
séu milli Kaupmannahafnar og Óseyrar við Axl-
arfjörð? Ber okkur að lesa atburðarás raunveru-
leikans inn í skáldverkið? Eiga vissir einstakling-
ar sér þá hliðstæðu í skáldverkinu: er C.J.
Sonning Jóhann Bogesen og Halldór Laxness
annað hvort Salka Valka eða Arnaldur Björns-
son? Er hann kannski einhver allt annar,
kannski Beinteinn í Króknum? Hvað sem því
líður bregðast Kaupmannahafnarbúar við eins
og íbúar Óseyrar við Axlarfjörð:
Heimamenn litu á Sölku Völku og spurðu
hvað þeir ættu að gera.
Þetta er bara helvítis yfirgángur, sagði hún.
Þorið þið ekki í þá?
[. . . ]
Síðan var barist á bryggjunni.30
Hinir raunverulegu heimamenn í þessu máli
virðast varpa eigin siðferðisábyrgð á Sölku
Völku. Orð hennar standa eins og stafur á bók
þrátt fyrir Skáldatíma eða annað uppgjör Hall-
dórs, þess vegna er barist í Nørregade árið
1969. Skaparinn mætir afsprengi sínu.
Ravnekrogsstridigheder
Nu må dette komediespil høre op, en farce
med bl.a. folk som Albert Schweitzer, Karl
Barth, Alvar Aalto, Laurence Olivier og nu til
sidst Halldor Laxness som statister og fru
Sonning som hovedperson.31
Það er sem raunveruleikinn lendi í árekstri við
skáldskapinn fyrir utan Kaupmannahafnarhá-
skóla hinn 19. apríl 1969. Kröfur mótmælenda
til Halldórs Laxness byggjast ekki aðeins á hug-
myndum sem sóttar eru til skáldverka hans
heldur er atburðarásin með slíkum eindæmum
að það jaðrar við fáránleika.
Blað danskra kommúnista Land og folk birtir
daginn eftir verðlaunaafhendinguna frétt á for-
síðu undir fyrirsögninni „Krig i Nørregade“ og
víst er að hálfgert stríðsástand ríkti fyrir utan
Kaupmannahafnarháskóla þennan dag.32 3000
manns lýstu yfir óánægju með úthlutun Sonn-
ingverðlaunanna, ýmist á friðsaman eða her-
skáan hátt. Þrettán ungmenni voru handtekin
eftir átök við lögreglu auk þess sem lögreglubíl
var velt og flestu lauslegu fleygt að bygging-
unni. Á sama tíma og flöskur og eldsprengjur
flugu í átt að lögreglunni með reglulegu millibili
lék hljómsveit strengjakvartett Beethovens í c-
moll opus 18 nr. 4 fyrir 300 gesti í hátíðarsal
skólans en hundgá og slagorð stúdenta eins og
„Kapitalisme fører til nazisme“ gáfu flutningn-
um sérstæðan blæ.33
Í myndaþætti dagblaðsins Politiken sést upp
í opið gin síðhærðra mótmælenda sem vaða
reyk í átt að vopnuðum lögreglu-
mönnum sem standa vörð um
háskólann. Á annarri mynd gefur
að líta ungan tvífara Che
Guevara liggja eins og lamaðan á
götunni meðan tveir lögreglu-
menn draga hann í burtu. Önnur
mynd sýnir veislugesti í tómleg-
um hátíðarsalnum hlýða á
strengjasveitina. Að lokum er
mynd með undirtextanum „Dag-
ens hovedpersoner, Halldór Lax-
ness og Leonie Sonning“. Á
myndinni stendur Halldór Laxness skælbros-
andi í svörtum jakkafötum með konu upp á
arminn, sem við fyrstu sýn virðist vera Grimm-
hildur Grámann. Nánari athugun leiðir þó í ljós
að konurnar eru bara sláandi líkar, þær hafa
sams konar hárgreiðslu, gleraugu og perlufest-
ar en hvít dragt frú Sonning er ekki í stíl
Grimmhildar.34
Í umfjöllun um verðlaunin í Jyllands-Posten
7. mars 1969 gerir pistlahöfundurinn Jens
Kruuse grín að þeirri stílfærðu mynd sem dreg-
in er upp af Sonninghjónunum og birtist til að
mynda í umfjöllun stúdenta. Í stúdentablaðinu
Q er til dæmis skrípamynd af frúnni þar sem
hún flýgur um með dauðan ref um hálsinn eins
og djöfulleg norn. Úr vösum hennar og tösku
drífur peninga og í horni myndarinnar sveiflar
rotta halanum glaðhlakkalega. Í grein Kruuse
segir:
Fru Sonning er en dame i kostbare pelse,
opsat hår og fine smykker, hun sidder på
første række.
Fru Sonning og hendes afdøde mand har
tjent en masse penge ved at spekulere i
ejendomme.
Måske har fru Sonning og hendes mand
også en gang klappet en lille hundehvalp og
givet en kattekilling mælk samt en ældre
hushjælp en frakke.
Jeg ved intet om det med spekulationen og
intet om det med frakken. Jeg gætter bare
på, at de er nogle slemme nogen og også
måske mennesker.35
bls. 19Sækjum gull í Gljúfrastein
16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 19