Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Síða 23
Hinn 7. mars birtist hins vegar önnur frétt í
blaðinu undir flennistórri fyrirsögn: „Hrafna-
krókastríð í Danmörku“.
Í greininni er sagt frá opnu bréfi stúdenta-
ráðs Hafnarháskóla og kröfur stúd-
enta raktar nokkuð nákvæm-
lega. Einnig er greint frá
hörðum viðbrögðum
Laxness í viðtalinu við
Berlingske Aftenavis.
Athyglisverðast er þó
viðtal sem Morgunblað-
ið tekur við hann. Þar
segir:
„Þetta eru aðgerðir
gegn mér og Íslandi“, sagði [Halldór]. „Við
þessar úthlutanir í Danmörku næstliðin ár
hafa slíkar aðgerðir ekki verið hafðar í
frammi, þegar verðlaunin hafa farið til heims-
þekktra manna [frá t.d. Bretlandi og Sviss].
Engum datt í hug að krefjast þess að þessir
menn höfnuðu verðlaununum. En þegar
heiðra á Íslending með þessum verðlaunum,
fyllast ýmsir menn í Danmörku hetjumóði,
sem mjög er erfitt að skýra. [. . . ] Ég tel ekki
að menn eigi að gera hrafnakróka sína að út-
flutningsvöru. Mér finnst það greinilegt að
þeir Danir, sem eru að berjast á móti þessu
sjái eftir þessum peningum, sem eiga að
fara til Íslands.“
Staðhæfingin sem Morgunblaðið hefur eftir
Emil Frederiksen að Ísland sé heiðrað í per-
sónu Laxness gefur tilefni til að draga land og
þjóð inn í deilu sem snýst um húsnæðisbrask
Danans C.J. Sonning nokkrum áratugum áður.
Laxness kýs líka að túlka málið í íslenskum fjöl-
miðlum sem deilu milli landanna tveggja og
árás á persónu hans frekar en deilu sem hafi
með skáldskap hans að gera. Þannig eru loka-
orð viðtalsins „Ég [. . . ] kær[i] mig ekkert um að
prédika móral fyrir Dönum og t[ek] ekki við
mórölskum forskriftum frá Danmörku.“57 Á Ís-
landi er sem Laxness forðist að vekja upp deil-
ur um pólitíska fortíð sína en reyni fremur að
styrkja mynd sína sem þjóðskáld og samnefn-
ara fyrir það sem íslenskt er. Hann segir:
„Þetta eru aðgerðir gegn mér og Íslandi.“ Með
öðrum orðum, þetta tvennt verður ekki greint
að. Í greininni „Halldór Laxness og aðrir höf-
undar“ eftir Ástráð Eysteinsson segir:
En ef meta á stöðu Halldórs Laxness í sögu
bókmenntanna verður að líta til gjörvallra
umsvifa hans í bókmenntalífinu. Þessi um-
svif tengjast raunar flest þróun og stöðu ís-
lenskrar sagnalistar, og vægi hennar í þjóðar-
vitundinni. Og í bókmenntaum-
svifum Halldórs Laxness má ef
til vill lesa ákveðinn undirtexta,
dulda frásögn sem stjórnast af þrá
eftir samfelldum og heild-
stæðum textatengslum –
Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Ís-
landsklukkan, fornsagnaút-
gáfurnar, Hemingway-þýðing-
in, og síðan ritgerðirnar um
bókmenntir, ekki síst greinar
hans um erlendar bók-
menntir – allt er þetta liður í
krossferð manns sem kapp-
kostar að vefa sér og ís-
lenskum lesendum mikinn
raunsæisvef. [. . . ] Halldór sér fyrir sér,
hversu meðvituð sem sú sýn er, ákveðið
kerfi frásagnarlistar, epískan vef – og hann er
sjálfur kóngulóin. Jafnframt er hann að
spinna sína eigin sögu. Ferill Halldórs Lax-
ness er einn veigamesti þátturinn í sögu
skáldsögunnar á Íslandi um áratugaskeið og
það er ekki nóg að beina sjónum að röð
verka hans, heldur má lesa þennan feril í
senn sem einskonar undirtexta og sem
ákveðið „forrit“ í bókmenntasögunni.58
Á sama tíma og Halldór Laxness spinnur „raun-
sæisvef“ í skáldverkum sínum vefur hann veru-
leikann inn í skáldskap. Íslenskur ráðherra get-
ur ekki tjáð hug sinn til skattamála nema í
bundnu máli og hvetur þingmenn til að taka
undir með sér í söng. Það leiðir hugann að upp-
hafi annarrar málsgreinar Vefarans mikla frá
Kasmír: „Veröldin er einsog svið þar sem alt er
í haginn búið undir mikinn saungleik . . .“59 Er
nokkur furða þó að maður missi trúna á mörk
raunveruleika og skáldskapar. Í Sonningdeil-
unni er erfitt að sjá hver er stærsta kóngulóin
og hver situr fastur í vef hvers.
Skáldatími – lokaorð
Halldór Laxness er snar þáttur í íslenskri menn-
ingu á 20. öld ekki síður en skáldskapur hans.
Stundum virðist manni sem hann hafi margfalt
eðli, leiki aðalhlutverk í leikriti sem hann leik-
stýrir og semur ef til vill sjálfur. Í Sonningdeil-
unni hittir sögumaðurinn Halldór Laxness leið-
sögumanninn og samfélagsrýninn fyrir í
árekstri skáldskapar og veruleika. Árekstur af
þessu tagi er þó ekki einsdæmi heldur megin-
stef í höfundarverki hans. Ég sæki dæmi til
Skáldatíma en þar segir um hugtakið „skálda-
tíma“:
Ég legg enn áherslu á að flest sem ég segi
um aðra höfunda eru andlægir dómar sjálfs
mín og eiga ekki skylt við bókmentasögu. Ég
er hér aðeins að greina frá áhrifum sem tek-
ið hafa á sig svipmót í endurminníngu minni.
[. . . ]
Það er ekki í þeim tilgángi að boða bók-
menntalega kenníngu af neinu tagi, heldur
aðeins til skilníngs á þeim skáldatíma sem er
minn, að ég hef viljað marka hér með sem
fæstum orðum bæði nálægð mína og fjar-
lægð við höfuðsnillínga einsog Joyce og
Proust sem báðir tilheyra kynslóðinni á und-
an mér, nokkurnveginn jafnaldrar föður
míns, og sömdu bækur í bernsku minni; svo
og höfunda einsog amerísku þjóðfélags-
skáldin sem ég lifði samtíða á æskudögum
mínum vestra.60
Halldór Laxness á nægilega langan feril sem rit-
höfundur og skáld til að vera jafnt nálægur og
fjarlægur sjálfum sér í tíma. Sá Halldór Laxness
sem biðst undan því að tala máli skáldverka
sinna við lok sjöunda áratugarins hittir fyrir
kjaftforan nafna sinn, þjóðfélagsskáldið og höf-
und Sölku Völku sem er um líkt leyti vakinn upp
eins og draugur í Kaupmannahöfn af því að
sagan af stúlkunni við Óseyri var endurútgefin
skömmu áður. Uppgjör við fortíðina er óhugs-
andi því fortíðin verður til undir „áhrifum sem
tekið hafa á sig svipmót í endurminníng[unni].“
„Skarkali á torgi Vorrar Frúar þegar Laxness tók
við verðlaunum Sonnings,“ segir í Þjóðviljanum
22. apríl, „Krig i Nørregade,“ skrifar blaðamað-
ur Land og Folk 20. apríl um sama atburð. Á
tveimur dögum hefur stríð breyst í skarkala rétt
eins og þjóðfélagsskáld breytist á nokkrum tug-
um ára í þjóðskáld – það er vonandi til skilnings
á þeim skáldatíma sem Halldór Laxness lifði.
Þessi grein byggist á rannsókn sem var unnin
sumarið 2002. Hún var styrkt af Nýsköpunar-
sjóði námsmanna, Sparisjóði Hafnarfjarðar og
Eddu útgáfu.
Ég vil nota tækifærið til að koma á framfæri
þakklæti mínu til þessara aðila, sem og til
starfsmanna ONP (Ordbog over det norrøne
prosasprog) í Kaupmannahöfn fyrir vinsamlega
aðstoð.
Um þakkarskuld mína við leiðbeinanda minn
Bergljótu S. Kristjánsdóttur og Aðalstein
Eyþórsson verður ekkert sagt fáum orðum.
bls. 23Sækjum gull í Gljúfrastein
Halldór Laxness
og Jón Helgason
í Kaupmannahafnarháskóla.
Myndin birtist í Politiken.
16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:16 Page 23