Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 26
Ljóð Helga Þórarinsdóttir Lítil, skrýtin stelpa 1. Þegar ég var lítil var ég oftast stelpa. Lítil, skrýtin stelpa, sem var stundum eins og strákur. Stelpustrákur. Strákastelpa. Þegar ég nennti ekki að vera stelpa og nennti ekki heldur að vera stelpustrákur og nennti alls ekki að vera strákastelpa var ég bara strákur. Og þegar ég var lítill strákur gat ég allt og var allt. Ég var fótboltakappi og hét Pelé, ég var skylmingakappi og hét Zorró, ég var geimfari og hét Armstrong, ég var sterkastur og hét Superman, ég var boxari og hét Muhamed Ali, ég var kappaksturshetja og hét Lauda, ég var sjóari og hét Boggi sjóari. Og þegar ég var lítill strákur var ég alltaf skítugur. Skítugur á höndunum. Skítugur í framan, skítugur í hárinu og mátti alveg borða mold. Var alltaf að bölva og segja ljótt við litlu stelpurnar. Þetta mátti ég þegar ég var lítill strákur. En þegar ég var lítil skrýtin stelpa var ég bara bleik og sagði aldrei ljótt. 2. En stundum þegar ég var lítill strákur var ég mikill gaur. Setti hendurnar í vasann og spígsporaði um. Datt oft á hausinn og meiddi mig. Langaði að grenja hátt en sagði í staðinn „andskotans, djöfulsins, helvítis“. Þá varð mamma öskureið og þvoði munninn á mér upp úr sápu. Hún horfði á mig alvarlegum augum og sagði ströng, „svona segja ekki litlar, góðar stelpur“. Þá varð ég bara aftur lítil stelpa og fór alveg að hágráta. Lítil, skrýtin stelpa sem langaði svolítið til að vera eins og strákur. 26 Ljóð Helga Þórarins 5.12.2002 16:52 Page 26

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.