Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 26
Ljóð Helga Þórarinsdóttir Lítil, skrýtin stelpa 1. Þegar ég var lítil var ég oftast stelpa. Lítil, skrýtin stelpa, sem var stundum eins og strákur. Stelpustrákur. Strákastelpa. Þegar ég nennti ekki að vera stelpa og nennti ekki heldur að vera stelpustrákur og nennti alls ekki að vera strákastelpa var ég bara strákur. Og þegar ég var lítill strákur gat ég allt og var allt. Ég var fótboltakappi og hét Pelé, ég var skylmingakappi og hét Zorró, ég var geimfari og hét Armstrong, ég var sterkastur og hét Superman, ég var boxari og hét Muhamed Ali, ég var kappaksturshetja og hét Lauda, ég var sjóari og hét Boggi sjóari. Og þegar ég var lítill strákur var ég alltaf skítugur. Skítugur á höndunum. Skítugur í framan, skítugur í hárinu og mátti alveg borða mold. Var alltaf að bölva og segja ljótt við litlu stelpurnar. Þetta mátti ég þegar ég var lítill strákur. En þegar ég var lítil skrýtin stelpa var ég bara bleik og sagði aldrei ljótt. 2. En stundum þegar ég var lítill strákur var ég mikill gaur. Setti hendurnar í vasann og spígsporaði um. Datt oft á hausinn og meiddi mig. Langaði að grenja hátt en sagði í staðinn „andskotans, djöfulsins, helvítis“. Þá varð mamma öskureið og þvoði munninn á mér upp úr sápu. Hún horfði á mig alvarlegum augum og sagði ströng, „svona segja ekki litlar, góðar stelpur“. Þá varð ég bara aftur lítil stelpa og fór alveg að hágráta. Lítil, skrýtin stelpa sem langaði svolítið til að vera eins og strákur. 26 Ljóð Helga Þórarins 5.12.2002 16:52 Page 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.